Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2024 07:00 Imane Khelif mátti ekki keppa á HM kvenna í hnefaleikum en Alþjóðaólympíunefndin gaf henni grænt ljós á að keppa í París. getty/Richard Pelham Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. Bardagi gærdagsins var reyndar stuttur því eftir aðeins 46 sekúndur bað andstæðingur Khelifs, Angela Carini frá Ítalíu, um að hann yrði stöðvaður. Hún sagðist aldrei hafa verið slegin jafn fast og af Khelif og sagðist hafa látið stöðva bardagann til hún myndi ekki slasast illa. Í kjölfar þessa stutta bardaga sköpuðust heitar umræður um þátttöku Khelifs í kvennaflokki. Hún fékk ekki að keppa á HM, sem Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) skipuleggur, í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. IBA kemur hins vegar ekkert lengur að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikum og Alþjóðaólympíunefndin (IOC) leyfði Khelif að keppa í París. Sama um sannleikann Og hún er nú komin í átta manna úrslit á Ólympíuleikunum og mætir þar Önnu Luca Hámori frá Ungverjalandi. Hún tjáði sig aðeins um bardagann sem framundan er við BBC. „Það er ekki til í mínu hugarfari að gefast upp. Það skiptir ekki máli hvað gerist. Þetta var hennar ákvörðun,“ sagði Hámori og vísaði til beiðni Carinis um að bardaginn gegn Khelif yrði stöðvaður. „Ég lofa því að berjast allt til enda. Við sjáum hvað gerist. Ég veit ekki hver sannleikurinn er. Mér er sama. Ég vil bara vinna.“ Anna Luca Hámori fagnar sigrinum á Grainne Walsh í 32 manna úrslitum.getty/David Fitzgerald Hámori hefur unnið tvo bardaga á Ólympíuleikunum; gegn Grainne Walsh í 32 manna úrslitum og Marissu Williamson í sextán manna úrslitum. Bardagi Hámoris og Khelifs fer fram á laugardaginn. Khelif er á sínum öðrum Ólympíuleikum. Í Tókýó fyrir þremur árum keppti hún í léttvigt en ekki veltivigt eins og nú. Khelif tapaði fyrir Kellie Harrington í átta manna úrslitum. Box Alsír Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Ólympíuefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Sjá meira
Bardagi gærdagsins var reyndar stuttur því eftir aðeins 46 sekúndur bað andstæðingur Khelifs, Angela Carini frá Ítalíu, um að hann yrði stöðvaður. Hún sagðist aldrei hafa verið slegin jafn fast og af Khelif og sagðist hafa látið stöðva bardagann til hún myndi ekki slasast illa. Í kjölfar þessa stutta bardaga sköpuðust heitar umræður um þátttöku Khelifs í kvennaflokki. Hún fékk ekki að keppa á HM, sem Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) skipuleggur, í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. IBA kemur hins vegar ekkert lengur að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikum og Alþjóðaólympíunefndin (IOC) leyfði Khelif að keppa í París. Sama um sannleikann Og hún er nú komin í átta manna úrslit á Ólympíuleikunum og mætir þar Önnu Luca Hámori frá Ungverjalandi. Hún tjáði sig aðeins um bardagann sem framundan er við BBC. „Það er ekki til í mínu hugarfari að gefast upp. Það skiptir ekki máli hvað gerist. Þetta var hennar ákvörðun,“ sagði Hámori og vísaði til beiðni Carinis um að bardaginn gegn Khelif yrði stöðvaður. „Ég lofa því að berjast allt til enda. Við sjáum hvað gerist. Ég veit ekki hver sannleikurinn er. Mér er sama. Ég vil bara vinna.“ Anna Luca Hámori fagnar sigrinum á Grainne Walsh í 32 manna úrslitum.getty/David Fitzgerald Hámori hefur unnið tvo bardaga á Ólympíuleikunum; gegn Grainne Walsh í 32 manna úrslitum og Marissu Williamson í sextán manna úrslitum. Bardagi Hámoris og Khelifs fer fram á laugardaginn. Khelif er á sínum öðrum Ólympíuleikum. Í Tókýó fyrir þremur árum keppti hún í léttvigt en ekki veltivigt eins og nú. Khelif tapaði fyrir Kellie Harrington í átta manna úrslitum.
Box Alsír Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Ólympíuefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Sjá meira
Ólympíuefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07