Fyrsti Ólympíumeistarinn í meira en hálfa öld sem ekki er táningur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 10:02 Simone Biles fagnar gullverðlaunum sínum í gær með bandaríska fánanum. Getty/Pascal Le Segretain Sannfærandi sigur bandarísku fimleikakonunnar Simone Biles í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum í París er sögulegur á svo margan hátt. Hún er orðinn sigursælasta fimleikakona Bandaríkjanna á Ólympíuleikum og er aðeins sú þriðja í sögunni til að vinna fjölþraut Ólympíuleikanna tvisvar. Biles vann keppnina með talsverðum yfirburðum og gulltryggði stöðu sína sem besta fimleikakona sögunnar. Vann fyrst fyrir átta árum Hún braut líka múrinn yfir það að vera of gömul til að vinna Ólympíugull í fjölþrautinni. Biles vann fyrri Ólympíugullið sitt í Ríó fyrir átta árum en þá var hún enn bara nítján ára gömul. Frá Ólympíuleikunum í 1976 höfðu allir Ólympíumeistarar í fjölþraut kvenna verið táningar, það er nítján ára eða yngri. Nadia Comaneci var aðeins fjórtán ára þegar hún vann 1976. Sunisa Lee var átján ára þegar hún vann fjölþrautina á síðustu leikum í Tókýó. Biles er hins vegar orðin 27 ára gömul sem gerir afrek hennar enn merkilegra í greininni sem hefur hingað til verið þeirra ungu. Meira en hálf öld liðin Það þarf að fara miklu meira en hálfa öld aftur í tímann til að finna eldri Ólympíumeistara í fjölþraut Taflan hér fyrir neðan er ekki alveg rétt því Rússinn Ludmilla Tourischeva var enn nítján ára þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í München 1972. Hún varð ekki tvítug fyrr en í október það sama ár. Við þurfum því að fara 56 ár aftur í tímann til að finna Ólympíumeistara sem var komin yfir títugt. Hin tékkneska Vera Cáslavska var 26 ára gömul þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Listinn yfir aldurinn á Ólympíumeisturum í fjölþraut kvenna frá 1976 má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Sjá meira
Hún er orðinn sigursælasta fimleikakona Bandaríkjanna á Ólympíuleikum og er aðeins sú þriðja í sögunni til að vinna fjölþraut Ólympíuleikanna tvisvar. Biles vann keppnina með talsverðum yfirburðum og gulltryggði stöðu sína sem besta fimleikakona sögunnar. Vann fyrst fyrir átta árum Hún braut líka múrinn yfir það að vera of gömul til að vinna Ólympíugull í fjölþrautinni. Biles vann fyrri Ólympíugullið sitt í Ríó fyrir átta árum en þá var hún enn bara nítján ára gömul. Frá Ólympíuleikunum í 1976 höfðu allir Ólympíumeistarar í fjölþraut kvenna verið táningar, það er nítján ára eða yngri. Nadia Comaneci var aðeins fjórtán ára þegar hún vann 1976. Sunisa Lee var átján ára þegar hún vann fjölþrautina á síðustu leikum í Tókýó. Biles er hins vegar orðin 27 ára gömul sem gerir afrek hennar enn merkilegra í greininni sem hefur hingað til verið þeirra ungu. Meira en hálf öld liðin Það þarf að fara miklu meira en hálfa öld aftur í tímann til að finna eldri Ólympíumeistara í fjölþraut Taflan hér fyrir neðan er ekki alveg rétt því Rússinn Ludmilla Tourischeva var enn nítján ára þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í München 1972. Hún varð ekki tvítug fyrr en í október það sama ár. Við þurfum því að fara 56 ár aftur í tímann til að finna Ólympíumeistara sem var komin yfir títugt. Hin tékkneska Vera Cáslavska var 26 ára gömul þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Listinn yfir aldurinn á Ólympíumeisturum í fjölþraut kvenna frá 1976 má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Sjá meira