Liðin spila því klukkan 19.15 að kvöldi frídags verslunarmanna.
Ástæðan er þátttaka Víkinga í Evrópukeppninni en þeir eru eina íslenska liðið sem er enn á lífi í Evrópukeppnunum. Víkingar eru á heimleið í dag eftir glæsilegan sigur úti í Albaníu í gær.
Víkingar mæta eistnesku meisturunum í Flora Tallin í þriðju umferðinni í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn verður á heimavelli Víkings fimmtudaginn 8. ágúst, nú þremur dögum eftir FH-leikinn.
Breyting á leik FH og Víkings R.:
Var: Þriðjudaginn 6. ágúst kl. 19.15 á Kaplakrikavelli
Verður: Mánudaginn 5. ágúst kl. 19.15 á Kaplakrikavelli