Tvö hundruð þúsund smokkar í ólympíuþorpinu: „Ekki deila öðru en sigrinum“ Aron Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2024 14:31 Frá ólympíuþorpinu sem er að finna í París. Vísir/Getty „Ekki deila öðru en sigrinum, verðu þig fyrir kynsjúkdómum,“ stendur á umbúðum smokka sem keppendur í ólympíuþorpinu á Ólympíuleikunum í París geta nálgast sér að kostnaðarlausu. Alls hafa yfir tvö hundruð og tuttugu þúsund smokkar verið gerðir aðgengilegir fyrir íþróttafólk á Ólympíuleikunum í ólympíuþorpinu þetta árið. Um 14.500 keppendur halda til í þorpinu á meðan á leikunum stendur. Ef smokkunum yrði dreift jafnt yfir keppnisdaga leikana myndi það þýða að hver keppandi gæti nýtt sér tvo smokka á dag. Smokkarnir sem er að finna á víð og dreif í Ólympíuþorpinu í ParísVísir/Getty Fjöldi þeirra smokka sem standa keppendum til boða í Ólympíuþorpinu hefur þó dregist verulega saman frá því á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro árið 2016. Þá voru þeir alls 450 þúsund talsins sem er met í sögu Ólympíuleikanna. Það að gera keppendum á Ólympíuleikunum kleift að nálgast smokka í ólympíuþorpinu á meðan á leikunum stendur þeim að kostnaðarlausu er ákvörðun sem tekin var og hefur verið við lýði síðan á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. „Það sem gerist í Ólympíuþorpinu, fer ekki út fyrir þorpið,“ hefur fyrrverandi sundkonan og ólympíufarinn Summer Sanders látið hafa eftir sér. Hún skilur vel áhuga fólks á því hvernig lífið sé í Ólympíuþorpinu. „Þetta er rómantísk hugmynd. Að þetta kynþokkafulla íþróttafólk, á sínu besta skeiði, sé að stinga saman nefjum. Ég get skilið af hverju það sprettur upp umræða um þetta.“ Papparúmin áhugaverðu sem er að finna í ólympíuþorpinuVísir/Getty Líkt og frægt er orðið eru rúmin í Ólympíuþorpinu úr pappa og hefur það heyrst úr ranni keppenda að þau myndu þar af leiðandi ekki geta staðið af sér þá "krafta" sem kynlíf felur í sér. Írski fimleikakappinn Rhys McClenaghan ákvað hins vegar að hrekja þær kenningar sumra keppenda og birti myndskeið af sér frá Ólympíuþorpinu þar sem að hann lætur reyna á styrk papparúmsins með því að hoppa og skoppa á því. Rúmið féll ekki saman. View this post on Instagram A post shared by Rhys McClenaghan (@rhysmcc1) „Ég var maraþonhlaupari og þar af leiðandi veit ég hversu mikilvægt það er að ná góðum nætursvefni fyrir keppni,“ segir hinn japanski Motokuni Takaoka sem er hönnuðurinn á bak við papparúmin í Ólympíuþorpinu.“ „Þessi rúm geta vel þolað tvo til þrjá einstaklinga án þess að það þurfi að hafa nokkrar áhyggjur af því að það falli saman. Þau eru mjög sterk og þola allt það sem keppendur vilja gera einir með sjálfum sér eða vinum sínum.“ Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Um 14.500 keppendur halda til í þorpinu á meðan á leikunum stendur. Ef smokkunum yrði dreift jafnt yfir keppnisdaga leikana myndi það þýða að hver keppandi gæti nýtt sér tvo smokka á dag. Smokkarnir sem er að finna á víð og dreif í Ólympíuþorpinu í ParísVísir/Getty Fjöldi þeirra smokka sem standa keppendum til boða í Ólympíuþorpinu hefur þó dregist verulega saman frá því á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro árið 2016. Þá voru þeir alls 450 þúsund talsins sem er met í sögu Ólympíuleikanna. Það að gera keppendum á Ólympíuleikunum kleift að nálgast smokka í ólympíuþorpinu á meðan á leikunum stendur þeim að kostnaðarlausu er ákvörðun sem tekin var og hefur verið við lýði síðan á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. „Það sem gerist í Ólympíuþorpinu, fer ekki út fyrir þorpið,“ hefur fyrrverandi sundkonan og ólympíufarinn Summer Sanders látið hafa eftir sér. Hún skilur vel áhuga fólks á því hvernig lífið sé í Ólympíuþorpinu. „Þetta er rómantísk hugmynd. Að þetta kynþokkafulla íþróttafólk, á sínu besta skeiði, sé að stinga saman nefjum. Ég get skilið af hverju það sprettur upp umræða um þetta.“ Papparúmin áhugaverðu sem er að finna í ólympíuþorpinuVísir/Getty Líkt og frægt er orðið eru rúmin í Ólympíuþorpinu úr pappa og hefur það heyrst úr ranni keppenda að þau myndu þar af leiðandi ekki geta staðið af sér þá "krafta" sem kynlíf felur í sér. Írski fimleikakappinn Rhys McClenaghan ákvað hins vegar að hrekja þær kenningar sumra keppenda og birti myndskeið af sér frá Ólympíuþorpinu þar sem að hann lætur reyna á styrk papparúmsins með því að hoppa og skoppa á því. Rúmið féll ekki saman. View this post on Instagram A post shared by Rhys McClenaghan (@rhysmcc1) „Ég var maraþonhlaupari og þar af leiðandi veit ég hversu mikilvægt það er að ná góðum nætursvefni fyrir keppni,“ segir hinn japanski Motokuni Takaoka sem er hönnuðurinn á bak við papparúmin í Ólympíuþorpinu.“ „Þessi rúm geta vel þolað tvo til þrjá einstaklinga án þess að það þurfi að hafa nokkrar áhyggjur af því að það falli saman. Þau eru mjög sterk og þola allt það sem keppendur vilja gera einir með sjálfum sér eða vinum sínum.“
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira