„Ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2024 12:30 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mun þurfa að skipuleggja sig vel næstu vikur því margir menn eru frá vegna meiðsla. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir sína menn hafa sýnt fagmannlega frammistöðu í 2-0 sigrinum gegn Egnatia í gær og telur þá eiga mjög góðan möguleika á sigri í næstu umferð gegn Flora Tallinn frá Eistlandi. „Mér fannst frammistaðan virkilega öflug heilt yfir, auðvitað komu einhver augnablik í seinni hálfleik þar sem menn voru að verja forskotið en fyrri hálfleikur var öflugur. Náum svo 2-0 og féllum kannski full snemmt til baka en svo var þetta bara frekar fagmannlegt fannst mér. Ingvar bjargaði líka mjög vel á mikilvægum augnablikum þannig að það áttu allir þátt í þessu.“ Eðlilega kannski lögðust Víkingar aðeins til baka eftir að tveggja marka forystan var tekin, hitinn var mikill í Albaníu og þreytan sagði til sín. „Já, ég held það. Þetta var erfitt fyrir strákana og það voru þreyttar lappir eftir leikinn. Menn þurftu að grafa djúpt til að halda þessu út. Þeir fengu tilviljanakennd færi en ég man ekki eftir því að við höfum einhvern tímann verið sundurspilaðir, vorum sterkir í gegnum allan leikinn.“ Mikið um meiðsli en engan bilbug að finna Meiðsli eru farin að segja til sín hjá Víkingi sem hefur spilað flesta leiki allra íslenskra liða á tímabilinu. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen er frá, líkt og Matthías Vilhjálmsson og Erlingur Agnarsson. Í gær voru svo Aron Elís Þrándarson og Pablo Punyed teknir af velli. „Við tókum Aron reyndar bara út af því hann var þreyttur, engin meiðsli þar á ferð. En við þurfum að bíða og sjá með Pablo, þetta gæti verið vesen en það kemur í ljós þegar við komum heim. Svona er þetta bara, það kemur maður í manns stað og stígur upp, það gerðist allavega svo sannarlega í gær. Við erum með sterkan hóp.“ Vongóður fyrir einvígið gegn Eistunum Áframhaldandi keppni Víkings í undankeppni Sambandsdeildarinnar þýðir að leik þeirra gegn FH verður flýtt og fer fram á mánudag, frídegi verslunarmanna. Víkingar spila svo við Flora Tallinn næstu tvo fimmtudaga, fyrst heima og svo úti í Eistlandi. Flora Tallinn situr í þriðja sæti eistnesku úrvalsdeildarinnar, efst er Levadia, lið sem Víkingur mætti fyrir tveimur árum. „Það er bara geggjað. Þetta er það sem við lögðum upp með í vor, að við yrðum í þessari stöðu. Við erum bara spenntir og ég tel okkar möguleika bara vera nokkuð góða ef ég á að segja alveg eins og er. Við spiluðum við Levadia fyrir tveimur árum og náðum mjög vanmetnum úrslitum í þeim leik, 6-1. Ég á ekki von á slíkum úrslitum núna en ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram,“ sagði Arnar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan virkilega öflug heilt yfir, auðvitað komu einhver augnablik í seinni hálfleik þar sem menn voru að verja forskotið en fyrri hálfleikur var öflugur. Náum svo 2-0 og féllum kannski full snemmt til baka en svo var þetta bara frekar fagmannlegt fannst mér. Ingvar bjargaði líka mjög vel á mikilvægum augnablikum þannig að það áttu allir þátt í þessu.“ Eðlilega kannski lögðust Víkingar aðeins til baka eftir að tveggja marka forystan var tekin, hitinn var mikill í Albaníu og þreytan sagði til sín. „Já, ég held það. Þetta var erfitt fyrir strákana og það voru þreyttar lappir eftir leikinn. Menn þurftu að grafa djúpt til að halda þessu út. Þeir fengu tilviljanakennd færi en ég man ekki eftir því að við höfum einhvern tímann verið sundurspilaðir, vorum sterkir í gegnum allan leikinn.“ Mikið um meiðsli en engan bilbug að finna Meiðsli eru farin að segja til sín hjá Víkingi sem hefur spilað flesta leiki allra íslenskra liða á tímabilinu. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen er frá, líkt og Matthías Vilhjálmsson og Erlingur Agnarsson. Í gær voru svo Aron Elís Þrándarson og Pablo Punyed teknir af velli. „Við tókum Aron reyndar bara út af því hann var þreyttur, engin meiðsli þar á ferð. En við þurfum að bíða og sjá með Pablo, þetta gæti verið vesen en það kemur í ljós þegar við komum heim. Svona er þetta bara, það kemur maður í manns stað og stígur upp, það gerðist allavega svo sannarlega í gær. Við erum með sterkan hóp.“ Vongóður fyrir einvígið gegn Eistunum Áframhaldandi keppni Víkings í undankeppni Sambandsdeildarinnar þýðir að leik þeirra gegn FH verður flýtt og fer fram á mánudag, frídegi verslunarmanna. Víkingar spila svo við Flora Tallinn næstu tvo fimmtudaga, fyrst heima og svo úti í Eistlandi. Flora Tallinn situr í þriðja sæti eistnesku úrvalsdeildarinnar, efst er Levadia, lið sem Víkingur mætti fyrir tveimur árum. „Það er bara geggjað. Þetta er það sem við lögðum upp með í vor, að við yrðum í þessari stöðu. Við erum bara spenntir og ég tel okkar möguleika bara vera nokkuð góða ef ég á að segja alveg eins og er. Við spiluðum við Levadia fyrir tveimur árum og náðum mjög vanmetnum úrslitum í þeim leik, 6-1. Ég á ekki von á slíkum úrslitum núna en ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram,“ sagði Arnar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira