Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup og samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er á við fylgi Samfylkingar. Formaður Sjálfstæðisflokks segir stöðu flokksins, sem hefur aldrei mælst lægri, óviðunandi. Formaður Vinstri Grænna, sem mælist enn utan þings, hefur áhyggjur í upphafi kosningaveturs.
Tjöld gætu fokið í Herjólfsdal á morgun miðað við veðurspá þar sem gul viðvörun vegna hvassviðris hefur verið gefin út. Veðrið ætti þó ekki að hafa áhrif á ferðir Herjólfs. Við förum yfir veðrið og heyrum einnig í Höllu Tómasdóttur, nýjum forseta, sem bauð ungu fólki á Bessastaði í gær.
Ágúst Orri fer síðan yfir það helsta úr heimi íþróttanna og meðal annars gengi skyttunnar Hákons Þórs Svavarssonar á Ólympíuleikunum í París.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.