Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. ágúst 2024 11:56 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er starfandi formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Vísir/Arnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. Fylgi VG heldur áfram að dala og mælist einungis 3,5 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, niður úr 4 prósentum í síðustu könnun. Mælist Sósíalistaflokkur Íslands nú með meiri stuðning í könnun Gallup eða 4,7 prósent. VG fékk 12,6 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en næði ekki manni inn á þing ef niðurstaða kosninga væri í samræmi við kannanir. Hefur fylgi flokksins verið á niðurleið mestallt þetta kjörtímabil. Guðmundur var kjörinn varaformaður Vinstri grænna árið 2019 en tók við sem starfandi formaður þegar Katrín Jakobsdóttir yfirgaf flokkinn og bauð sig fram til forseta. Landsfundi VG var flýtt vegna þessa og fer fram í byrjun október. „Við vonandi sjáum margt gott fólk koma fram enda nóg af slíku innan VG,“ segir Guðmundur en fyrst fer fram flokksráðsfundur um miðjan ágúst. Síðasti vetur ríkisstjórnarinnar fram undan „Við erum að að sigla inn í kosningavetur og þá er mikilvægt að við skerpum áherslur fyrir kosningar. Ég hef fulla trú á því að þær áherslur sem við munum koma fram með, sem munu auðvitað snúa meðal annars að loftslagsmálum, náttúruvernd, jafnréttismálum og mannréttindamálum, styrkri efnahagsstjórn og velferðarmálum muni skila okkur meiru en við erum að sjá núna og líka sá árangur sem við höfum verið að ná á undanförnum árum. Þannig að ég er í sjálfu sér ekkert svartsýnn en auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðu sem þessari, annað væri óeðlilegt.” Guðmundur vonar að botninum sé náð og flokkurinn geti farið að spyrna sér upp. Hann vonast til þess að flokksfólk fái aukinn byr í seglin eftir landsfund þegar ný forysta er tekin við. Staðan í alþjóðamálum eigi þátt í þverrandi stuðningi Heildarfylgi stjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna mælist 27,8 prósent í nýrri könnun Gallup en til samanburðar mælist Samfylkingin ein og sér með 27,5 prósent stuðning. „Mér þykir mjög áhugavert að það er mjög víða í löndunum í kringum okkur þar sem ríkisstjórnir hafa verið að missa stuðning og fylgi í skoðanakönnunum tiltölulega hratt. Það er ekki einsdæmi hér á landi og ég held að staðan í alþjóðamálum sé að hluta til að valda þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir augljóst að ef niðurstaða kosninga yrði í samræmi við mælingu Gallup myndi núverandi ríkisstjórn ekki halda meirihluta. „En við skulum nú sjá hvað gerist. Það verður spennandi að fara inn í síðasta vetur þessarar ríkisstjórnar. Ég hlakka allavega til að fara að móta áherslur inn í framtíðina með mínu góða fólki.“ Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn eftir sumarleyfi fór fram í dag. Guðmundur telur að efnahags- og samgöngumál verði fyrirferðamikil í haust, þar á meðal samgönguáætlun og Samgöngusáttmálinn á höfuðborgarstæðinu. Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Fylgi VG heldur áfram að dala og mælist einungis 3,5 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, niður úr 4 prósentum í síðustu könnun. Mælist Sósíalistaflokkur Íslands nú með meiri stuðning í könnun Gallup eða 4,7 prósent. VG fékk 12,6 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en næði ekki manni inn á þing ef niðurstaða kosninga væri í samræmi við kannanir. Hefur fylgi flokksins verið á niðurleið mestallt þetta kjörtímabil. Guðmundur var kjörinn varaformaður Vinstri grænna árið 2019 en tók við sem starfandi formaður þegar Katrín Jakobsdóttir yfirgaf flokkinn og bauð sig fram til forseta. Landsfundi VG var flýtt vegna þessa og fer fram í byrjun október. „Við vonandi sjáum margt gott fólk koma fram enda nóg af slíku innan VG,“ segir Guðmundur en fyrst fer fram flokksráðsfundur um miðjan ágúst. Síðasti vetur ríkisstjórnarinnar fram undan „Við erum að að sigla inn í kosningavetur og þá er mikilvægt að við skerpum áherslur fyrir kosningar. Ég hef fulla trú á því að þær áherslur sem við munum koma fram með, sem munu auðvitað snúa meðal annars að loftslagsmálum, náttúruvernd, jafnréttismálum og mannréttindamálum, styrkri efnahagsstjórn og velferðarmálum muni skila okkur meiru en við erum að sjá núna og líka sá árangur sem við höfum verið að ná á undanförnum árum. Þannig að ég er í sjálfu sér ekkert svartsýnn en auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðu sem þessari, annað væri óeðlilegt.” Guðmundur vonar að botninum sé náð og flokkurinn geti farið að spyrna sér upp. Hann vonast til þess að flokksfólk fái aukinn byr í seglin eftir landsfund þegar ný forysta er tekin við. Staðan í alþjóðamálum eigi þátt í þverrandi stuðningi Heildarfylgi stjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna mælist 27,8 prósent í nýrri könnun Gallup en til samanburðar mælist Samfylkingin ein og sér með 27,5 prósent stuðning. „Mér þykir mjög áhugavert að það er mjög víða í löndunum í kringum okkur þar sem ríkisstjórnir hafa verið að missa stuðning og fylgi í skoðanakönnunum tiltölulega hratt. Það er ekki einsdæmi hér á landi og ég held að staðan í alþjóðamálum sé að hluta til að valda þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir augljóst að ef niðurstaða kosninga yrði í samræmi við mælingu Gallup myndi núverandi ríkisstjórn ekki halda meirihluta. „En við skulum nú sjá hvað gerist. Það verður spennandi að fara inn í síðasta vetur þessarar ríkisstjórnar. Ég hlakka allavega til að fara að móta áherslur inn í framtíðina með mínu góða fólki.“ Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn eftir sumarleyfi fór fram í dag. Guðmundur telur að efnahags- og samgöngumál verði fyrirferðamikil í haust, þar á meðal samgönguáætlun og Samgöngusáttmálinn á höfuðborgarstæðinu.
Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33