Kjósendur VG leiti nú til Sósíalista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 22:00 Karl Héðinn segir marga kjósendur VG nú ætla að kjósa Sósíalista. Vísir/Ívar Fannar Sósíalistar segja þá sem áður kusu Vinstri græna nú flykkjast að flokknum. Þeir telja kjósendur komna með nóg af sviknum loforðum um félagslega uppbyggingu. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nánast jafn mikið og ríkisstjórnarflokkanna til samans. Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær, mælast Vinstri græn enn utan þings með 3,5 prósenta fylgi. Fleiri myndu kjósa Sósíalistaflokkinn, sem í dag hefur engan þingmann, en fylgi flokksins eykst um rúmt prósentustig. Samfylkingin mælist stærst allra flokka en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 17,2 prósent. Miðflokkur, sem hefur verið á flugi mælist með 14,6 prósent, Viðreisn með 8,8, Flokkur fólksins 8,6 og Píratar með 7,8 prósent. Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist 7,2 prósent. „Við erum með fast kjörfylgi svolítið en við finnum það núna að margir sem hafa stutt við VG í gegnum tíðina eru að leita frekar til okkar núna. Það verður að teljast skiljanlegt. Félagshyggjan sem VG sagðist boða hefur ekki raungerst, því miður. Við erum einbeitt á því að beita félagslegum lausnum í hag fólksins,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, fulltrúi í kosningastjórn Sósíalistaflokksins. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna mælist nú 28 prósent. Það er rétt meira en fylgi Samfylkingarinnar einnar, sem mælist með 27,6 prósenta fylgi. „Því er ekki að leyna að þeir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn, ef þetta yrðu niðurstöður kosninga, að við myndum ekki halda meirihluta. Það er alveg ljóst,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill rekja lítið fylgi flokkanna til undirliggjandi pirrings gagnvart stjórnvöldum, verðbólgu og hás vaxtastigs. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um það að geta, þegar að því kemur, farið í kosningabaráttu og sagt frá því hvað við höfum verið að gera á síðastliðnum sjö árum,“ sagði Sigurður Ingi. „Ríkisstjórnin undanfarin sjö ár hefur kynnt hverja glærukynninguna á fætur annarri án þess að skila neinum raunverulegum ábata fyrir okkur, fólkið í landinu,“ segir Karl Héðinn. „Fólk er þreytt á þessu rugli. Það sér að það er verið að ljúga að því. Alltaf er verið að lofa okkur fögrum orðum og látið sem allt sé á réttri leið en við sjáum bara að ástandið versnar og versnar. Það á við hvort sem þú lítur á heilbrigðiskerfið, húsnæðiskerfið og við sjáum líka aukna samþjöppun í sjávarútvegi.“ Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2. ágúst 2024 15:00 Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56 Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Erlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Erlent Næsta lægð skellur á landið og von asahláku og hvassvirði Veður Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Fleiri fréttir Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig fulltrúa neinna fylkinga“ Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Sjá meira
Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær, mælast Vinstri græn enn utan þings með 3,5 prósenta fylgi. Fleiri myndu kjósa Sósíalistaflokkinn, sem í dag hefur engan þingmann, en fylgi flokksins eykst um rúmt prósentustig. Samfylkingin mælist stærst allra flokka en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 17,2 prósent. Miðflokkur, sem hefur verið á flugi mælist með 14,6 prósent, Viðreisn með 8,8, Flokkur fólksins 8,6 og Píratar með 7,8 prósent. Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist 7,2 prósent. „Við erum með fast kjörfylgi svolítið en við finnum það núna að margir sem hafa stutt við VG í gegnum tíðina eru að leita frekar til okkar núna. Það verður að teljast skiljanlegt. Félagshyggjan sem VG sagðist boða hefur ekki raungerst, því miður. Við erum einbeitt á því að beita félagslegum lausnum í hag fólksins,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson, fulltrúi í kosningastjórn Sósíalistaflokksins. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna mælist nú 28 prósent. Það er rétt meira en fylgi Samfylkingarinnar einnar, sem mælist með 27,6 prósenta fylgi. „Því er ekki að leyna að þeir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn, ef þetta yrðu niðurstöður kosninga, að við myndum ekki halda meirihluta. Það er alveg ljóst,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill rekja lítið fylgi flokkanna til undirliggjandi pirrings gagnvart stjórnvöldum, verðbólgu og hás vaxtastigs. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um það að geta, þegar að því kemur, farið í kosningabaráttu og sagt frá því hvað við höfum verið að gera á síðastliðnum sjö árum,“ sagði Sigurður Ingi. „Ríkisstjórnin undanfarin sjö ár hefur kynnt hverja glærukynninguna á fætur annarri án þess að skila neinum raunverulegum ábata fyrir okkur, fólkið í landinu,“ segir Karl Héðinn. „Fólk er þreytt á þessu rugli. Það sér að það er verið að ljúga að því. Alltaf er verið að lofa okkur fögrum orðum og látið sem allt sé á réttri leið en við sjáum bara að ástandið versnar og versnar. Það á við hvort sem þú lítur á heilbrigðiskerfið, húsnæðiskerfið og við sjáum líka aukna samþjöppun í sjávarútvegi.“
Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2. ágúst 2024 15:00 Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56 Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Erlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Erlent Næsta lægð skellur á landið og von asahláku og hvassvirði Veður Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Fleiri fréttir Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig fulltrúa neinna fylkinga“ Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Sjá meira
Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2. ágúst 2024 15:00
Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2. ágúst 2024 11:56
Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33