Haukur fæddist í Reykjavík 4. júlí 1937. Framlag hans til lista er umfangsmikið, en hann fékkst við málverk, teikningar, skúlptúra og flókna skartgripahönnun.
Helstu viðfangsefni hans í myndlist voru Norræn, Norður-evrópsk, og keltnesk goðafræði, þjóðsögur og þjóðtrú. Hann var meðlimur í Ásatrúarfélaginu.
Haukur hannaði m.a. Heimskautsgerðið á Raufarhöfn og styttuna af Þór og Þrumuvagninum sem stendur við þjóðveg 1 hjá Vík í Mýrdal.
Vísir sló á þráðinn til Hauks í apríl síðastliðnum, þegar haldin var sýning honum til heiðurs í Noregi.
Wikipedia-síða Hauks.