Mikael var í byrjunarliði AGF og í byrjunarliði Sønderjyske voru tveir Íslendingar; Atli Barkarson og Atli Barkarson.
Patrick Mortensen kom AGF yfir á 35. mínútu og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Tobias Bech eftir undirbúning Mikaels.
Mortensen skoraði annað mark sitt og þriðja mark heimamanna á 49. mínútu og sjö mínútum síðar kláraði Mads Madsen dæmið fyrir AGF.
Þetta var fyrsti sigur AGF í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem er nýhafið. Sønderjyske á hins vegar enn eftir að vinna leik og er einungis með eitt stig en AGF fjögur.