Næsti andstæðingur Khelifs segir ekki sanngjarnt að hún keppi í kvennaflokki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2024 09:01 Anna Luca Hamori er ekki sátt við að þurfa að berjast við Imane Khelif. getty/Richard Pelham Anna Luca Hámori, næsti andstæðingur Imanes Khelif í hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í París, segir ekki sanngjarnt að hún fái að keppa í kvennaflokki. Khelif er einn umtalaðasti íþróttamaður Ólympíuleikanna til þessa. Andstæðingur hennar í síðustu umferð, Angela Carini, bað um að bardagi þeirra yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur þar sem hún sagðist hreinlega óttast um heilsu sína. Carini sagðist aldrei hafa fengið jafn þung högg og frá Khelif. Þátttaka Khelifs í kvennaflokki þykir umdeild eftir að hún fékk ekki að keppa á HM í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. Alþjóðaólympíusambandið (IOC) hefur þó gagnrýnt útilokun Khelifs og Lin Yu-ting frá Taívan frá HM harðlega og segir ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) tilviljanakennda og hún samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Eftir bardagann stutta gegn Carini er Khelif komin í átta manna úrslit þar sem hún mætir Hámori. Eftir að ljóst var að Hámori og Khelif myndu mætast tjáði hin fyrrnefnda sig aðeins við BBC. „Það er ekki til í mínu hugarfari að gefast upp. Það skiptir ekki máli hvað gerist. Þetta var hennar ákvörðun,“ sagði Hámori og vísaði til beiðni Carinis um að bardaganum gegn Khelif yrði hætt. „Ég lofa því að berjast allt til enda. Við sjáum hvað gerist. Ég veit ekki hver sannleikurinn er. Mér er sama. Ég vil bara vinna.“ Í færslu sem Hámori birti á samfélagsmiðlum í gær var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn hjá þeirri ungversku. „Að mínu mati er ekki sanngjarnt að þessi keppandi taki þátt í kvennaflokki,“ skrifaði Hámori. „En ég get ekki velt mér upp úr því núna. Ég get ekki breytt þessu. Svona er lífið. Ég get samt lofað ykkur einu; að ég geri mitt besta til að vinna og mun berjast allt til loka.“ Hámori hefur þegar sigrað Grainne Walsh og Marissu Williamson á Ólympíuleikunum. Bardagi þeirra Khelifs fer fram í dag og búast er við því að hann hefjist um klukkan hálf fjögur. Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Hin sem féll á kynjaprófinu á HM vann einnig Hin taívanska Lin Yu-ting, sem var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf, vann fyrsta bardaga sinn á Ólympíuleikunum í París. 2. ágúst 2024 18:15 Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann Sjá meira
Khelif er einn umtalaðasti íþróttamaður Ólympíuleikanna til þessa. Andstæðingur hennar í síðustu umferð, Angela Carini, bað um að bardagi þeirra yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur þar sem hún sagðist hreinlega óttast um heilsu sína. Carini sagðist aldrei hafa fengið jafn þung högg og frá Khelif. Þátttaka Khelifs í kvennaflokki þykir umdeild eftir að hún fékk ekki að keppa á HM í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. Alþjóðaólympíusambandið (IOC) hefur þó gagnrýnt útilokun Khelifs og Lin Yu-ting frá Taívan frá HM harðlega og segir ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) tilviljanakennda og hún samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Eftir bardagann stutta gegn Carini er Khelif komin í átta manna úrslit þar sem hún mætir Hámori. Eftir að ljóst var að Hámori og Khelif myndu mætast tjáði hin fyrrnefnda sig aðeins við BBC. „Það er ekki til í mínu hugarfari að gefast upp. Það skiptir ekki máli hvað gerist. Þetta var hennar ákvörðun,“ sagði Hámori og vísaði til beiðni Carinis um að bardaganum gegn Khelif yrði hætt. „Ég lofa því að berjast allt til enda. Við sjáum hvað gerist. Ég veit ekki hver sannleikurinn er. Mér er sama. Ég vil bara vinna.“ Í færslu sem Hámori birti á samfélagsmiðlum í gær var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn hjá þeirri ungversku. „Að mínu mati er ekki sanngjarnt að þessi keppandi taki þátt í kvennaflokki,“ skrifaði Hámori. „En ég get ekki velt mér upp úr því núna. Ég get ekki breytt þessu. Svona er lífið. Ég get samt lofað ykkur einu; að ég geri mitt besta til að vinna og mun berjast allt til loka.“ Hámori hefur þegar sigrað Grainne Walsh og Marissu Williamson á Ólympíuleikunum. Bardagi þeirra Khelifs fer fram í dag og búast er við því að hann hefjist um klukkan hálf fjögur.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Hin sem féll á kynjaprófinu á HM vann einnig Hin taívanska Lin Yu-ting, sem var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf, vann fyrsta bardaga sinn á Ólympíuleikunum í París. 2. ágúst 2024 18:15 Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann Sjá meira
Hin sem féll á kynjaprófinu á HM vann einnig Hin taívanska Lin Yu-ting, sem var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf, vann fyrsta bardaga sinn á Ólympíuleikunum í París. 2. ágúst 2024 18:15
Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46