Þær Imane Khelif frá Alsír og Lin Yu-ting frá Taívan keppa á Ólympíuleikunum í París og unnu báðar sinn fyrsta bardaga. Bach var spurður út í mál þeirra á blaðamannafundi.
Hann segir að hatursskilaboðin sem þessar tvær íþróttakonur hafi þurft að þola sé algjörlega óásættanlegt.
Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur. Hún hefur seinna beðist afsökunar en það breytir ekki því að þetta er orðið að einu stærsta máli Ólympíuleikanna.
Þátttaka Khelifs og Lin Yu-ting í kvennaflokki er langt frá því að vera óumdeild eftir að hún fékk ekki að keppa á HM í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf.
Alþjóðaólympíusambandið (IOC) hefur þó gagnrýnt útilokun Khelifs og Lin Yu-ting frá Taívan frá HM harðlega og segir ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) tilviljanakennda og hún samræmist ekki góðum stjórnunarháttum.
„Við ætlum ekki að taka þátt í þessu pólitíska stríði,“ sagði Thomas Bach.
„Við skulum hafa eitt á hreinu. Við erum að tala um hnefaleika kvenna. Við erum að taka um tvær hnefaleikakonur sem fæddust sem konur, ólust upp sem konur, eru skráðar sem konur á vegabréfi sínu og hafa keppt í mörg ár sem konur. Þetta er skýr skilgreining á því að vera kona,“ sagði Bach.
„Það var aldrei neinn vafi um það að þær væru ekki konur. Núna komust við að því að það eru „Það var aldrei neinn vafi um það að þær væru ekki konur. Núna komust við að því að það eru einhverjir sem vilja eigna sér skilgreininguna á því hvað það er að vera kona,“ sagði Thomas Bach en það má sjá svar hans hér fyrir neðan.
IOC President Thomas Bach responds to questions about the women's boxing competition and makes it very clear there was never any doubt on the athletes being women, and that the current online abuse is unacceptable. pic.twitter.com/Xvd6SvtmQ5
— IOC MEDIA (@iocmedia) August 3, 2024