Thomas Jolly skipulagði opnunarhátíðina. Hún vakti athygli fyrir ýmislegt, í aðdragandanum helst fyrir það að hún færi fram í ánni Signu, sem fór ekki vel í íbúa Parísar.
Hún fór fram með pompi og prakt föstudaginn 26. júlí og þar mátti sjá atriði sem minnti marga á síðustu kvöldmáltíðina, málverk eftir Leonardo da Vinci.

Þetta reiddi marga til reiði, guðlast sögðu sumir og töldu Thomas Jolly svívirða kristna trú. Hann segir atriðið ekki byggt á síðustu kvöldmáltíðinni, heldur sé innblásturinn fenginn úr grískri goðafræði.
Fjöldi líflátshótanna hafa borist honum síðastliðinna viku, sem hann hefur kært til lögreglu.
„Fyrir hönd Parísarborgar og mína eigin, vil ég lýsa yfir fullum stuðningi við Thomas Jolly. Alla tíð mun París standa með listinni,“ sagði Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar.