Rappari borgaði sjálfur undir heilt Ólympíulið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 11:31 Rapparinn Flavor Flav var mættur í fullum herklæðum til Parísar. Getty/Mike Lawrie Ameríski rapparinn Flavor Flav hefur fengið mikið hrós fyrir framtak sitt í tengslum við Ólympíuleikanna í París. Þessi 65 ára gamli rappari, sem heitir fullu nafni William Jonathan Drayton Jr., ákvað að bjóða fram aðstoð sína þegar Ólympíumeistaralið Bandaríkjanna í sundknattleik var í vandræðum. Maggie Steffens, fyrirliði kvennaliðs Bandaríkjanna, bað um fjárhagshjálp á samfélagsmiðlum. Það þótti samt mörgum skrýtið að meistarar síðustu þriggja Ólympíuleika væru í peningavandræðum. Hún sagði að leikmenn þyrftu jafnvel að redda sér annarri og þriðju vinnu til að eiga fyrir kostnaðinum. Peningaskortur væri að ógna framtíð liðsins. Þessi beiðni Steffens, sem hefur unnið þrenn gullverðlaun með bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum, hreyfði heldur betur við rapparanum. View this post on Instagram A post shared by The Female Quotient® (@femalequotient) „Ég á dóttur og er stuðningsmaður allra kvennaíþrótta. Þess vegna ætla ég persónulega að styrkja ykkur. Hvað sem þið þurfið? Ég ætla að vera fjárhagslegur bakhjarl alls liðsins,“ skrifaði Flavor Flav. Flavor Flav stóð við stóru orðin og skrifaði undir fimm ára styrktarsamning við sundknattleikssamband Bandaríkjanna. Hann ætlar ekki aðeins að leggja til peninginn heldur einnig hjálpa við að auka sýnileika liðsins, aðstoða með tæki og tól sem og með betri æfingaaðstöðu. Flavor Flav er mættur til Parísar til að styðja við bakið á liðinu og fékk meðal annars að æfa með liðinu. Áhugi hans á liðinu hefur einnig aukið áhuga allra á liðinu og það mátti sjá stjörnur í stúkunni á leikjum liðsins í París. Bandaríska liðið er komið áfram í átta manna úrslitin á Ólympíuleikunum sem fara fram 6. ágúst næstkomandi. Það má búast við því að sjá Flavor Flav í stúkunni á þeim leik. View this post on Instagram A post shared by Flavor Flav ⏰ (@flavorflavofficial) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Þessi 65 ára gamli rappari, sem heitir fullu nafni William Jonathan Drayton Jr., ákvað að bjóða fram aðstoð sína þegar Ólympíumeistaralið Bandaríkjanna í sundknattleik var í vandræðum. Maggie Steffens, fyrirliði kvennaliðs Bandaríkjanna, bað um fjárhagshjálp á samfélagsmiðlum. Það þótti samt mörgum skrýtið að meistarar síðustu þriggja Ólympíuleika væru í peningavandræðum. Hún sagði að leikmenn þyrftu jafnvel að redda sér annarri og þriðju vinnu til að eiga fyrir kostnaðinum. Peningaskortur væri að ógna framtíð liðsins. Þessi beiðni Steffens, sem hefur unnið þrenn gullverðlaun með bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum, hreyfði heldur betur við rapparanum. View this post on Instagram A post shared by The Female Quotient® (@femalequotient) „Ég á dóttur og er stuðningsmaður allra kvennaíþrótta. Þess vegna ætla ég persónulega að styrkja ykkur. Hvað sem þið þurfið? Ég ætla að vera fjárhagslegur bakhjarl alls liðsins,“ skrifaði Flavor Flav. Flavor Flav stóð við stóru orðin og skrifaði undir fimm ára styrktarsamning við sundknattleikssamband Bandaríkjanna. Hann ætlar ekki aðeins að leggja til peninginn heldur einnig hjálpa við að auka sýnileika liðsins, aðstoða með tæki og tól sem og með betri æfingaaðstöðu. Flavor Flav er mættur til Parísar til að styðja við bakið á liðinu og fékk meðal annars að æfa með liðinu. Áhugi hans á liðinu hefur einnig aukið áhuga allra á liðinu og það mátti sjá stjörnur í stúkunni á leikjum liðsins í París. Bandaríska liðið er komið áfram í átta manna úrslitin á Ólympíuleikunum sem fara fram 6. ágúst næstkomandi. Það má búast við því að sjá Flavor Flav í stúkunni á þeim leik. View this post on Instagram A post shared by Flavor Flav ⏰ (@flavorflavofficial)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti