Innlent

Ó­veður um land allt og ó­eirðir í Bret­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu í kvöld og fram eftir morgundegi. Í kvöldfréttunum verður rætt við Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, í beinni útsendingu en veðrið hefur leikið Þjóðhátíðargesti grátt.

Óeirðir og mikil mótmæli, leidd af hægri öfgamönnum, hafa brotist út víðs vegar um Bretland eftir morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku. Tugir hafa verið handteknir og lögreglumenn slasast í átökum milli ólíkra hópa mótmælenda og lögreglu.

Serbinn Novak Djokovic varð í dag Ólympíumeistari í tennis karla eftir sigur á Spánverjanum unga, hinum tuttugu og eins árs Carlos Alcaraz. Með því varð Djokovic elsti tennisleikarinn til að vinna Ólympíugullverðlaun. 

Í kvöldfréttunum kíkjum við jafnframt á útgáfuhóf Tímarits hinsegin daga en þeir hefjast eftir helgi. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 4. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×