Helgi Guðjónsson skoraði strax á 2. mínútu og kom Víkingi yfir. Heimamenn voru hins vegar mjög fljótir að jafna og á 11. mínútu tóku þeir 2-1 forystu.
Þar við sat þar til á 65. mínútu þegar varamaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson jafnaði leikinn. Hann var svo aftur á ferðinni á 80. mínútu og tryggði gestunum 3-2 sigur.
Öll mörk leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.