Messi festi kaup á húsinu árið 2022 fyrir 11 milljónir evra. Futuro Vegetal (ísl. Grænmetismiðuð framtíð) er aktívistahópur umhverfissinna sem hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.
💥 ACTUAMOS 💥
— FuturoVegetal🍒 (@FuturoVegetal) August 6, 2024
Nos enseñan que los poderosos son intocables. Es cierto que la políticas se redactan e interpretan al servicio de quienes más tienen, atentando directamente contra los derechos del resto de la población. Pero solo son el 1%. pic.twitter.com/wV1kFl03Xc
„Við lituðum ólöglegt hús Messi á Ibiza. Það var byggt með ólögmætum hætti fyrir gríðarlegar upphæðir. Meðan það gerist hafa 2-4 aðilar dáið við Baleareyjar vegna hitabylgjunnar. Ríkasta 1% mannkyns er með jafn mikið kolefnisfótspor og fátækasti þriðjungurinn. Við þurfum róttækar breytingar og aðgerðir í loftslagsmálum,“ segir í yfirlýsingunni á X.
Hópurinn birti einnig myndir af innbrotinu á Instagram þar sem haldið var á skilti sem á stóð: „Bjargið plánetunni. Borðið ríka fólkið. Leggið lögregluna niður.“
Messi hefur dvalið í húsinu í sumarfríum undanfarin tvö ár en ákvað að fara til Argentínu í sumar eftir að hafa unnið Copa América í byrjun júlí.
Hann var því ekki á svæðinu þegar brotist var inn og hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið ennþá.