Ingebrigtsen missti þrjá fram úr sér og komst ekki á pall Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. ágúst 2024 19:27 Cole Hocker fagnar sigrinum í kvöld. Michael Steele/Getty Images Norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen náði ekki að verja Ólympíumeistaratitil sinn í 1500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Ingebrigtsen tryggði sér sigur á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 þegar hann kom fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti, á tímanum 3:28,32. Hann setti tóninn snemma í hlaupi kvöldsins og tók forystuna strax í upphafi. Eins og svo oft áður vildi Ingebrigtsen leiða hlaupið, auka hraðann jafnt og þétt og skilja þannig keppinauta sína eftir. Það upplegg gekk þó ekki upp í kvöld. Bandaríkjamennirnir Cole Hocker og Yared Nuguse, ásamt Bretanum Josh Kerr, héldu í við Ingebrigtsen allan tímann. Á síðustu metrunum virtist Ingebrigtsen vera orðinn bensínlaus. Josh Kerr sigldi fram úr honum á utanverðunni og á sama tíma nýtti Cole Hocker sér tækifærið og fór fram úr þeim báðum á innanverðunni. Yared Nuguse fór einni fram úr Norðmanninum áður en þeir komu í mark og Ingebrigtsen missti þar með af sæti á verðlaunapalli. Hocker kom hins vegar fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti, tímanum 3:27,65. Raunar komu fremstu fjórir allir í mark á betri tíma en Ólympíumetið sem Ingebrigtsen setti árið 2021, en Kerr varð annar á 3:27,79, Nuguse þriðji á 3:27,80 og Ingebrigtsen fjórði á 3:28,24. That run of 3:27.65 from Cole Hocker is also an #OlympicRecord.@TeamUSA | @WorldAthletics | #Athletics | #Paris2024 | #OMEGA | #OMEGAOfficialTimekeeper pic.twitter.com/8DYfWuWXbX— The Olympic Games (@Olympics) August 6, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku Sjá meira
Ingebrigtsen tryggði sér sigur á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 þegar hann kom fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti, á tímanum 3:28,32. Hann setti tóninn snemma í hlaupi kvöldsins og tók forystuna strax í upphafi. Eins og svo oft áður vildi Ingebrigtsen leiða hlaupið, auka hraðann jafnt og þétt og skilja þannig keppinauta sína eftir. Það upplegg gekk þó ekki upp í kvöld. Bandaríkjamennirnir Cole Hocker og Yared Nuguse, ásamt Bretanum Josh Kerr, héldu í við Ingebrigtsen allan tímann. Á síðustu metrunum virtist Ingebrigtsen vera orðinn bensínlaus. Josh Kerr sigldi fram úr honum á utanverðunni og á sama tíma nýtti Cole Hocker sér tækifærið og fór fram úr þeim báðum á innanverðunni. Yared Nuguse fór einni fram úr Norðmanninum áður en þeir komu í mark og Ingebrigtsen missti þar með af sæti á verðlaunapalli. Hocker kom hins vegar fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti, tímanum 3:27,65. Raunar komu fremstu fjórir allir í mark á betri tíma en Ólympíumetið sem Ingebrigtsen setti árið 2021, en Kerr varð annar á 3:27,79, Nuguse þriðji á 3:27,80 og Ingebrigtsen fjórði á 3:28,24. That run of 3:27.65 from Cole Hocker is also an #OlympicRecord.@TeamUSA | @WorldAthletics | #Athletics | #Paris2024 | #OMEGA | #OMEGAOfficialTimekeeper pic.twitter.com/8DYfWuWXbX— The Olympic Games (@Olympics) August 6, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku Sjá meira