Sport

Bandýmaðurinn laus úr haldi eftir að hafa keypt kókaín af barni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tom Craig vann silfur með ástralska liðinu á síðustu Ólympíuleikum.
Tom Craig vann silfur með ástralska liðinu á síðustu Ólympíuleikum. Steve Christo - Corbis/Corbis via Getty Images

Ástralski bandýspilarinn Tom Craig var handtekinn í gærkvöldi fyrir að kaupa kókaín af aðila undir lögaldri. Hann segist iðrast gjörða sinna eftir að hafa verið sleppt úr haldi í dag.

„Ég vil biðjast afsökunar á því sem hefur átt sér stað undanfarna 24 tíma. Ég gerði hræðileg misök og tek fulla ábyrgð á eigin gjörðum. Þetta endurspeglar á engan hátt metnað minn gagnvart Ólympíuliði Ástralíu. Ég hef brugðist ykkur og biðst afsökunar,“ sagði Tom þegar hann var tekinn til tals fyrir utan lögreglustöð í París.

Málinu hefur verið vísað til fíkniefnalögreglunnar þar sem magnið var meira en skilgreindur neysluskammtur og barnaverndar þar sem seljandinn var undir lögaldri, fæddur í desember 2006.

Bandýlandslið Ástralíu hafði lokið keppni áður en atvikið átti sér stað, liðið féll úr leik í átta liða úrslitum á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×