Stefnir í helmingshækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 08:43 Samtök atvinnulífsins gagnrýna borgaryfirvöld fyrir tregðu til að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í ljósi hækkunar fasteignamats ólíkt nágrannasveitarfélögum. Vísir/Vilhelm Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði munu hafa hækkað um helming á áratug á næsta ári samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Þau segja skattlagninguna verða sífellt meira íþyngjandi fyrir atvinnurekendur. Alls áætla Samtök iðnaðarins að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði nemi tæplega 39 milljörðum króna á næsta ári sem sé hækkun um nærri því sjö prósent milli ára. Hækkunin sé afleiðing hækkunar fasteignamats. Gangi það eftir verði þessir skattar helmingi hærri að raunvirði á næsta ári en þeir voru fyrir tíu árum. Hækkun fasteignaskattanna hafi hækkað umfram vöxt verðmætasköpunar hagkerfisins. Hlutfall þeirra hafi farið úr 0,7 í 0,8 prósent af landframleiðslu síðasta áratuginn. Nær helmingur sveitarfélaga landsins er með skattlagningu atvinnuhúsnæðis í lögbundnu hámarki, 1,65 prósent, samkvæmt greiningunni. Samtökin gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir að vera treg til þess að mæta hækkun fasteignamats með lækkun álagningarhlutfallsins, ólíkt Kópavogi og Hafnarfirði sem þau telja til fyrirmyndar. Tæplega önnur hvor króna af tekjum sveitarfélaga af atvinnuhúsnæði renni í borgarsjóð og uppbygging atvinnuhúsnæðis hafi verið meiri í sveitarfélögum utan Reykjavíkur undanfarin ár. Ósátt við tengingu skatta við fasteignamat Fasteignaskatta á fyrirtæki á Íslandi segja Samtök iðnaðarins mjög háa í alþjóðlegum samanburði. Á meðal OECD-ríkja séu þeir skattar tæplega 0,5 prósent landframleiðslu, borið saman við 0,8 prósent hér. Hlutfallið sé mun lægra á Norðurlöndunum en á Íslandi. Þá eru Samtök iðnaðarins ósátt við hvernig fasteignaskattarnir eru reiknaði út á Íslandi. Álagningin sé beintengd þróun fasteignamats sem þróast aftur í takt við mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnnar um þróun verðs á atvinnuhúsnæði. Í þessu telja samtökin felast hvati fyrir sveitarfélög að takmarka lóðaframboð til þess að þrýsta upp húsnæðisverði og auka tekjur af fasteignasköttum. Í ýmsum löndum, sem eru ekki tilgreind frekar í tilkynningu samtakanna, hafi verið takmarkað eða komið alfarið í veg fyrir að mikil hækkun húsnæðisverð skili verulegri hækkun fasteignaskatta. Skattar og tollar Fasteignamarkaður Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Sjá meira
Alls áætla Samtök iðnaðarins að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði nemi tæplega 39 milljörðum króna á næsta ári sem sé hækkun um nærri því sjö prósent milli ára. Hækkunin sé afleiðing hækkunar fasteignamats. Gangi það eftir verði þessir skattar helmingi hærri að raunvirði á næsta ári en þeir voru fyrir tíu árum. Hækkun fasteignaskattanna hafi hækkað umfram vöxt verðmætasköpunar hagkerfisins. Hlutfall þeirra hafi farið úr 0,7 í 0,8 prósent af landframleiðslu síðasta áratuginn. Nær helmingur sveitarfélaga landsins er með skattlagningu atvinnuhúsnæðis í lögbundnu hámarki, 1,65 prósent, samkvæmt greiningunni. Samtökin gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir að vera treg til þess að mæta hækkun fasteignamats með lækkun álagningarhlutfallsins, ólíkt Kópavogi og Hafnarfirði sem þau telja til fyrirmyndar. Tæplega önnur hvor króna af tekjum sveitarfélaga af atvinnuhúsnæði renni í borgarsjóð og uppbygging atvinnuhúsnæðis hafi verið meiri í sveitarfélögum utan Reykjavíkur undanfarin ár. Ósátt við tengingu skatta við fasteignamat Fasteignaskatta á fyrirtæki á Íslandi segja Samtök iðnaðarins mjög háa í alþjóðlegum samanburði. Á meðal OECD-ríkja séu þeir skattar tæplega 0,5 prósent landframleiðslu, borið saman við 0,8 prósent hér. Hlutfallið sé mun lægra á Norðurlöndunum en á Íslandi. Þá eru Samtök iðnaðarins ósátt við hvernig fasteignaskattarnir eru reiknaði út á Íslandi. Álagningin sé beintengd þróun fasteignamats sem þróast aftur í takt við mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnnar um þróun verðs á atvinnuhúsnæði. Í þessu telja samtökin felast hvati fyrir sveitarfélög að takmarka lóðaframboð til þess að þrýsta upp húsnæðisverði og auka tekjur af fasteignasköttum. Í ýmsum löndum, sem eru ekki tilgreind frekar í tilkynningu samtakanna, hafi verið takmarkað eða komið alfarið í veg fyrir að mikil hækkun húsnæðisverð skili verulegri hækkun fasteignaskatta.
Skattar og tollar Fasteignamarkaður Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Sjá meira