Villutrú Viðskiptaráðs um tollamál og matvælaverð á Íslandi Hólmgeir Karlsson skrifar 8. ágúst 2024 19:00 Mig rak í rogastans eins og efalaust marga fleiri við lestur greinar um tollamál og matvælaverð á Íslandi sem birtist á Vísi í dag 8/8 2024 undir yfirskriftinni: „Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla.“ Þar hvetur framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttum matvörurum þar sem það yrði mikil kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. Ennfremur segir hann tolla vera ofurskatt á mat og stærstu orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Engin af þessum fulllyrðingum er rétt og í raun fátt annað en áróður fyrir auknum innflutningi matvæla á kostnað okkar innlendu og mikilvægu matvælaframleiðslu. Hér eru hlutirnir einfaldlega teknir úr öllu samhengi þess að reka og búa í sjálfstæðu samfélagi meðal þjóða og þannig líklega ætlað að líta vel út í augum neytenda. Tollar á íslandi hafa sáralítið með hátt verð á matvöru á íslandi að gera. Fyrir það fyrsta þá eru tollar á matvæli ekki háir á Íslandi í samanburði við okkar nágrannalönd. Þá hefur líka mjög verið dregið úr tollvernd á liðnum árum sem að margra mati er löngu komið á hættumörk. Einnig er fráleitt að halda því fram að afnám tolla myndi auka gæði matvæla á íslandi með frekari innflutningi þar sem gæði innlendra matvæla eru almennt séð mjög mikil og í mörgum tilvikum mun meiri en á þeim matvælum sem hingað eru flutt erlendis frá. Hátt verð á matvælum – hvers vegna er það? Ein af mestu rangfærslum í umræðu um matvæli hér á landi er að íslensk matvæli séu dýr. það rétta er hinsvegar að það kostar fleiri krónur að framleiða okkar innlendu hollu matvæli en það sem þekkist hjá mörgum af nágrannaþjóðum okkar, einfaldlega vegna þess að hér er verðlag hátt. Þegar matvælaverð hér er skoðað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum fólks er það með því lægsta sem gerist í Evrópu. Sem dæmi kostar matur hér fleiri krónur en á Spáni en spánverjar þurfa hinsvegar að vinna fleiri vinnustundir til að kaupa sinn mat, einfaldlega af því að kaupmáttur er þar lægri. Matur er þar því í raun dýrari. Langtímahagsmunir og það að byggja saman samfélag Það virðist stundum alveg týnt og gleymt að við sem þjóð erum hér saman í því verkefni að reka heilsteypt samfélag með langtímahagsmuni þegnanna að leiðarljósi. Samfélag sem getur sinnt öllum okkar helstu þöfum og skapað okkur öryggi. Landbúnaðurinn og innlenda matvælaframleiðslan okkar eru ein af þeim grunnstoðum sem við sem samfélag höfum sameinast um að sinna rétt eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir. Með innlendri framleiðslu erum við að leitast við að tryggja sem best fæðuöryggi þjóðarinnar og um leið matvælaöryggið þar sem við framleiðum heilnæmar og vandaðar vörur. Við erum líka að skapa störf og stuðla að dreifðri búsetu í landinu sem er mikilvægt af mörgum ástæðum. Allar okkar nágrannaþjóðir verja sína matvælaframleiðslu og því eru tollar og aðrar innflutningshindranir á slíkum vörum alþekkt í viðskiptum landanna. Matvælaframleiðsla á Íslandi er við þessar aðstæður ekki fær um að keppa við tollalausan og óheftan innflutning matvæla. Ekki vegna þess að við séum með óarðbæran rekstur eða laka framleiðslu, heldur fyrst og fremst vegna þess að verðlag er hér annað og hærra en í mörgum af okkar samkeppnislöndum. Hvet stjórnvöld til að styrkja tollvernd og standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu Ég vil með þessum skrifum mínum hvetja stjórnvöld til að standa í lappirnar gegn svona áróðri og styrkja frekar tollvernd frá því sem nú er og fylgja þannig af alvöru eftir góðum áformum um vöxt og mikilvægi innlends landbúnaðar og innlendrar matvælaframleiðslu sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar samfélag til langrar framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Matur Verðlag Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans eins og efalaust marga fleiri við lestur greinar um tollamál og matvælaverð á Íslandi sem birtist á Vísi í dag 8/8 2024 undir yfirskriftinni: „Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla.“ Þar hvetur framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttum matvörurum þar sem það yrði mikil kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. Ennfremur segir hann tolla vera ofurskatt á mat og stærstu orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Engin af þessum fulllyrðingum er rétt og í raun fátt annað en áróður fyrir auknum innflutningi matvæla á kostnað okkar innlendu og mikilvægu matvælaframleiðslu. Hér eru hlutirnir einfaldlega teknir úr öllu samhengi þess að reka og búa í sjálfstæðu samfélagi meðal þjóða og þannig líklega ætlað að líta vel út í augum neytenda. Tollar á íslandi hafa sáralítið með hátt verð á matvöru á íslandi að gera. Fyrir það fyrsta þá eru tollar á matvæli ekki háir á Íslandi í samanburði við okkar nágrannalönd. Þá hefur líka mjög verið dregið úr tollvernd á liðnum árum sem að margra mati er löngu komið á hættumörk. Einnig er fráleitt að halda því fram að afnám tolla myndi auka gæði matvæla á íslandi með frekari innflutningi þar sem gæði innlendra matvæla eru almennt séð mjög mikil og í mörgum tilvikum mun meiri en á þeim matvælum sem hingað eru flutt erlendis frá. Hátt verð á matvælum – hvers vegna er það? Ein af mestu rangfærslum í umræðu um matvæli hér á landi er að íslensk matvæli séu dýr. það rétta er hinsvegar að það kostar fleiri krónur að framleiða okkar innlendu hollu matvæli en það sem þekkist hjá mörgum af nágrannaþjóðum okkar, einfaldlega vegna þess að hér er verðlag hátt. Þegar matvælaverð hér er skoðað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum fólks er það með því lægsta sem gerist í Evrópu. Sem dæmi kostar matur hér fleiri krónur en á Spáni en spánverjar þurfa hinsvegar að vinna fleiri vinnustundir til að kaupa sinn mat, einfaldlega af því að kaupmáttur er þar lægri. Matur er þar því í raun dýrari. Langtímahagsmunir og það að byggja saman samfélag Það virðist stundum alveg týnt og gleymt að við sem þjóð erum hér saman í því verkefni að reka heilsteypt samfélag með langtímahagsmuni þegnanna að leiðarljósi. Samfélag sem getur sinnt öllum okkar helstu þöfum og skapað okkur öryggi. Landbúnaðurinn og innlenda matvælaframleiðslan okkar eru ein af þeim grunnstoðum sem við sem samfélag höfum sameinast um að sinna rétt eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir. Með innlendri framleiðslu erum við að leitast við að tryggja sem best fæðuöryggi þjóðarinnar og um leið matvælaöryggið þar sem við framleiðum heilnæmar og vandaðar vörur. Við erum líka að skapa störf og stuðla að dreifðri búsetu í landinu sem er mikilvægt af mörgum ástæðum. Allar okkar nágrannaþjóðir verja sína matvælaframleiðslu og því eru tollar og aðrar innflutningshindranir á slíkum vörum alþekkt í viðskiptum landanna. Matvælaframleiðsla á Íslandi er við þessar aðstæður ekki fær um að keppa við tollalausan og óheftan innflutning matvæla. Ekki vegna þess að við séum með óarðbæran rekstur eða laka framleiðslu, heldur fyrst og fremst vegna þess að verðlag er hér annað og hærra en í mörgum af okkar samkeppnislöndum. Hvet stjórnvöld til að styrkja tollvernd og standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu Ég vil með þessum skrifum mínum hvetja stjórnvöld til að standa í lappirnar gegn svona áróðri og styrkja frekar tollvernd frá því sem nú er og fylgja þannig af alvöru eftir góðum áformum um vöxt og mikilvægi innlends landbúnaðar og innlendrar matvælaframleiðslu sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar samfélag til langrar framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun