Kominn tími til að Hopp og Zolo fái samkeppni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2024 13:00 Martin Tansøy er rekstarstjóri hjá Bolt. Til að byrja með verða átta hundruð Bolt-hjól í Reykjavík. bolt Eistneska rafhlaupahjólaleigan Bolt hóf starfsemi á Íslandi í gær. Leiguverðið er mun lægra en hefur áður tíðkast á Íslandi og segir rekstrarstjórinn markmið þeirra að vera ávallt með lægsta verðið. Reynt verður að koma í veg fyrir að fólk undir áhrifum áfengis noti hjólin. Til að byrja með er fyrirtækið með átta hundruð hjól í Reykjavík. Ekkert startgjald er á hjólunum, ólíkt því sem þekkist hjá hinum tveimur leigunum sem starfa hér á landi. Þar er startgjald upp á um 115 krónur. Þá mun mínúta á hjólum Bolt kosta fimmtán krónur, en aðrar leigur rukka um 39 krónur fyrir mínútuna. Martin Tansøy, rekstarstjóri hjá Bolt, segir verðlagningu á rafhlaupahjólum vera of háa og ætlar fyrirtækið sér að reyna að bjóða alltaf upp á lægsta verðið. „Ef þú berð verðið á Íslandi saman við þau í öðrum Evrópuríkjum er það reyndar mjög hátt. Það er einnig vegna skorts á samkeppni. Ég held að það sé kominn tími til að Hopp og Zolo fái samkeppni á markaðinn. Þetta mun hafa góð áhrif fyrir neytendur og borgina, vegna þess að því sem verðið er lægra, því meira notar fólk hjólin,“ segir Martin. Að leigja Bolt-hjólin er mun ódýrara en hjá samkeppnisaðilunum.Bolt Í öðrum löndum bíður Bolt einnig upp á deilibíla, rafmagnshjól og fleira. Martin segir að hann viti ekki til þess að Bolt víkki starfsemina hér í bili. Reynt verður að koma í veg fyrir að fólk undir áhrifum áfengis noti hjólin með því að láta það taka viðbragðspróf. Þeim sem standast prófið ekki verður þó ekki meinað að leigja hjólin enda sumir með slakari síma, almennt skertan viðbragðstíma og fleira. Martin vonast til þess að fólk verði samviskusamt eftir að hafa tekið prófið. „Við getum ekki neitt fólk til að framfylgja lögum, en við munum gera það sem við getum til að reyna að fá viðskiptavini okkar til að taka réttar ákvarðanir og vekja athygli á því að það sé ólöglegt að keyra hjólin undir áhrifum áfengis. Þú ert mun líklegri til að slasast þá,“ segir Martin. Rafhlaupahjól Eistland Neytendur Verðlag Samgöngur Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Til að byrja með er fyrirtækið með átta hundruð hjól í Reykjavík. Ekkert startgjald er á hjólunum, ólíkt því sem þekkist hjá hinum tveimur leigunum sem starfa hér á landi. Þar er startgjald upp á um 115 krónur. Þá mun mínúta á hjólum Bolt kosta fimmtán krónur, en aðrar leigur rukka um 39 krónur fyrir mínútuna. Martin Tansøy, rekstarstjóri hjá Bolt, segir verðlagningu á rafhlaupahjólum vera of háa og ætlar fyrirtækið sér að reyna að bjóða alltaf upp á lægsta verðið. „Ef þú berð verðið á Íslandi saman við þau í öðrum Evrópuríkjum er það reyndar mjög hátt. Það er einnig vegna skorts á samkeppni. Ég held að það sé kominn tími til að Hopp og Zolo fái samkeppni á markaðinn. Þetta mun hafa góð áhrif fyrir neytendur og borgina, vegna þess að því sem verðið er lægra, því meira notar fólk hjólin,“ segir Martin. Að leigja Bolt-hjólin er mun ódýrara en hjá samkeppnisaðilunum.Bolt Í öðrum löndum bíður Bolt einnig upp á deilibíla, rafmagnshjól og fleira. Martin segir að hann viti ekki til þess að Bolt víkki starfsemina hér í bili. Reynt verður að koma í veg fyrir að fólk undir áhrifum áfengis noti hjólin með því að láta það taka viðbragðspróf. Þeim sem standast prófið ekki verður þó ekki meinað að leigja hjólin enda sumir með slakari síma, almennt skertan viðbragðstíma og fleira. Martin vonast til þess að fólk verði samviskusamt eftir að hafa tekið prófið. „Við getum ekki neitt fólk til að framfylgja lögum, en við munum gera það sem við getum til að reyna að fá viðskiptavini okkar til að taka réttar ákvarðanir og vekja athygli á því að það sé ólöglegt að keyra hjólin undir áhrifum áfengis. Þú ert mun líklegri til að slasast þá,“ segir Martin.
Rafhlaupahjól Eistland Neytendur Verðlag Samgöngur Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira