Stöð 2 Sport
Topplið Víkings í Bestu deild karla tekur á móti næstum því botnliði Vestra og hefst útsending frá þeim leik klukkan 13:50.
Stjarnan tekur svo á móti Breiðabliki síðar um daginn, en Blikar vilja án vafa setja pressu á topplið Víkings og sækja sigur í Garðabæinn í kvöld. Útsending hefst klukkan 19:00
Þetta verður svo allt saman gert upp í Ísey Tilþrifinunum klukkan 21:20.
Vodafone Sport
Klukkan 11:25 er viðureign Hibernian og Celtic í skosku úrvalsdeildinni á dagskrá. Klukkan 14:55 færum við okkur svo aðeins til innan Bretlandseyja og fylgjumst með leik Sheffield Wednesday og Plymouth í ensku B-deildinni.
Um kvöldið er svo komið að golfi, þar sem U.S. Womens Amateur á US Open heldur áfram klukkan 19:00.
Við endum daginn svo á hafnabolta klukkan 23:00, þar sem Mariners og Mets mætast í MLB deildinni.