„Við horfum ekki á úrslit heldur frammistöður“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. ágúst 2024 16:34 John Andrews á hliðarlínunni Vísir/Pawel Cieslikiewicz John Andrews, þjálfari Víkings, var hæstánægður eftir 1-2 sigur síns liðs á Keflavík á HS Orku vellinum í dag í Bestu deild kvenna. „Ég er ánægður með úrslitin. Mjög erfiður heimavöllur til að koma á, þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. En við erum einnig að berjast fyrir lífi okkar í deildinni, við erum að reyna að koma okkur ofar í töfluna. Við ætlum að ýta og ýta og koma okkur hærra upp og þetta var stórt skref. Það er stórt að koma til Keflavíkur og sigra.“ John Andrews var afar sáttur með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir að liðið væri ekki að spila sinn besta leik. „Mér fannst við vera frábær í dag. Maður getur ekki alltaf planað leiki og sagt að við ætlum að spila okkar besta bolta og gera hitt og þetta. Það sem við gerðum er að við lögðum mikið á okkur og börðumst í þessum fyrri hálfleik. Svo skorum við í þeim síðari og undirbúum okkur fyrir lokakaflann.“ „Við vissum að Keflavík myndi reyna á lokakaflanum, þess vegna settum við Svanhildi og Huldu inn á. Þetta var gott mark hjá þeim en ég vissi að við myndum klára þetta þar sem við vorum með stjórnina.“ Keflavík skoraði mark á 88. mínútu og hleypti það mikilli spennu inn í leikinn á lokamínútunum. Hvernig var hjartslátturinn á bekknum hjá Víkingi á lokamínútunum? „Hann var bara allt í lagi. Ég hef svo mikla trú á þessum leikmönnum, við verðum ekki stressuð, það hefur verið þannig í fimm ár. Við horfum ekki á úrslit heldur frammistöður. Það sást til dæmis í því að við héldum áfram að spila út frá marki undir lokin þrátt fyrir pressuna sem við fengum á okkur. Ég er bara svo stoltur af mínu liði.“ John Andrews vill að sitt lið haldi áfram að eflast og gera sitt besta það sem eftir lifi tímabils og gefi ekkert eftir. Hann telur það mikilvægara heldur en lokaniðurstaðan að tímabilinu loknu. „Stöðulega séð gæti mér ekki verið meira sama, ef ég á að vera hreinskilin. Svo lengi sem við endum í efri hlutanum þá er það mjög vel gert hjá liðinu. Við viljum ná í eins mörg stig og við getum, ég veit að þetta er algjör klisja, en við viljum ekki sitja með fólkinu okkar og segja að við gáfum frá okkur þennan eða hinn leikinn frá okkur. Við erum bara ekki þannig, það er ekki okkar karakter.“ „Við verðum að gefa hundrað prósent og fara á fulla ferð í öllum leikjum. Ég hef ekki hugmynd hvar við munum enda en við munum reyna að enda eins ofarlega og við getum.“ Fótbolti Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Ég er ánægður með úrslitin. Mjög erfiður heimavöllur til að koma á, þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. En við erum einnig að berjast fyrir lífi okkar í deildinni, við erum að reyna að koma okkur ofar í töfluna. Við ætlum að ýta og ýta og koma okkur hærra upp og þetta var stórt skref. Það er stórt að koma til Keflavíkur og sigra.“ John Andrews var afar sáttur með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir að liðið væri ekki að spila sinn besta leik. „Mér fannst við vera frábær í dag. Maður getur ekki alltaf planað leiki og sagt að við ætlum að spila okkar besta bolta og gera hitt og þetta. Það sem við gerðum er að við lögðum mikið á okkur og börðumst í þessum fyrri hálfleik. Svo skorum við í þeim síðari og undirbúum okkur fyrir lokakaflann.“ „Við vissum að Keflavík myndi reyna á lokakaflanum, þess vegna settum við Svanhildi og Huldu inn á. Þetta var gott mark hjá þeim en ég vissi að við myndum klára þetta þar sem við vorum með stjórnina.“ Keflavík skoraði mark á 88. mínútu og hleypti það mikilli spennu inn í leikinn á lokamínútunum. Hvernig var hjartslátturinn á bekknum hjá Víkingi á lokamínútunum? „Hann var bara allt í lagi. Ég hef svo mikla trú á þessum leikmönnum, við verðum ekki stressuð, það hefur verið þannig í fimm ár. Við horfum ekki á úrslit heldur frammistöður. Það sást til dæmis í því að við héldum áfram að spila út frá marki undir lokin þrátt fyrir pressuna sem við fengum á okkur. Ég er bara svo stoltur af mínu liði.“ John Andrews vill að sitt lið haldi áfram að eflast og gera sitt besta það sem eftir lifi tímabils og gefi ekkert eftir. Hann telur það mikilvægara heldur en lokaniðurstaðan að tímabilinu loknu. „Stöðulega séð gæti mér ekki verið meira sama, ef ég á að vera hreinskilin. Svo lengi sem við endum í efri hlutanum þá er það mjög vel gert hjá liðinu. Við viljum ná í eins mörg stig og við getum, ég veit að þetta er algjör klisja, en við viljum ekki sitja með fólkinu okkar og segja að við gáfum frá okkur þennan eða hinn leikinn frá okkur. Við erum bara ekki þannig, það er ekki okkar karakter.“ „Við verðum að gefa hundrað prósent og fara á fulla ferð í öllum leikjum. Ég hef ekki hugmynd hvar við munum enda en við munum reyna að enda eins ofarlega og við getum.“
Fótbolti Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira