Fréttir

Hælis­leit­endur óttast um líf sitt og hundur veikur eftir súkku­laði

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Hælisleitendur óttast líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í Venesúela eftir endurkjör forsetans þar þegar hælisleitendum þaðan er vísað úr landi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt verður við fólk sem bíður brottvísunar.

Hátt í hundrað jarðskjálftar hafa mælst á Reykjaneshrygg síðastliðinn sólarhring. Enn fara líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi vaxandi. Í fréttatímanum verður rætt við náttúruvársérfræðing í beinni útsendingu og farið yfir stöðuna hvað lýtur að jarðhræringum á Reykjanesi.

Klippa: Kvöldfréttir 10. ágúst 2024

Við hittum einnig eigenda hunds sem veiktist alvarlega eftir að hafa étið óvæntan glaðning sem barst inn um bréfalúguna á heimilinu frá tryggingafélagi.

Gleðigangan og hátíð Hinsegin daga fór fram í blíðskaparveðri í miðborg Reykjavíkur í dag, við segjum frá deginum og heyrum í sjálfum Páli Óskari sem ætlar að trylla lýðinn á dansleik í kvöld.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×