Mótmæla brottvísun stórs hóps hælisleitenda Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2024 23:39 Stór hluti íbúa Venesúela hafa flúið landið á síðust árum. Aðsend Hópur fólks frá Venesúela er staddur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að mótmæla brottvísun samlanda sinna. Fjöldi hælisleitenda frá Suður-Ameríku ríkinu flýgur frá Íslandi í kvöld og er byrjað að innrita hópinn. Betsy Contreras er stödd í innritunarsal Keflavíkurflugvallar og segir að fólkið sem yfirgefi nú landið hafi mörg dvalið í eitt til tvö ár á Íslandi. Hún giskar á að um sé að ræða sjö fjölskyldur. Betsy segir sorglegt og erfitt að horfa á eftir fólkinu en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vísa hælisleitendum frá Venesúela aftur til landsins þar sem sumir óttist um öryggi sitt. „Ég hef grátið og grátið. Mér líður mjög illa yfir því að það sé verið að senda fólkið aftur til Venesúela. Það er hættulegt þar.“ Betsy sem er sjálf hælisleitandi frá landinu telur að í kringum þrettán mótmælendur séu staddir í flugstöðinni. Þau hafi lítið verið vör við lögreglu á staðnum og ætli að vera eitthvað áfram í innritunarsalnum til að sýna samstöðu með fólkinu sem fer nú af landi brott. Hlutu áður öll vernd Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hælisleitendur óttist um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í landinu eftir að Nicolas Maduro framlengdi forsetatíð sína í kosningum sem sumir telja ólögmætar. Um tíma fengu allir einstaklingar frá Venesúela sem sóttu hér um alþjóðlega vernd hæli á Íslandi og kvað Kærunefnd útlendingamála upp árið 2022 að ríkisborgurum landsins skyldi veitt hér sérstök viðbótarvernd vegna ástandsins þar. Þeirri ákvörðun var snúið við í fyrra þegar kærunefndin heimilaði Útlendingastofnun að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd með vísan til batnandi ástands í Venesúela. Síðan þá hefur staðið til að vísa stórum hópum hælisleitenda frá ríkinu úr landi. Hælisleitendur Venesúela Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Tengdar fréttir „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Kæru Íslendingar / Queridos hermanos Islandeses Í dag skrifa ég til ykkar út frá sársaukanum sem hvert og eitt okkar frá Venesúela upplifum svo að þið séuð líka ábyrgðarmenn sannleikans, sannleika sem við sjáum í mörg ár að hefur verið hagrætt og afbakað af glæpamönnum, eiturlyfjaeinræðisherrum og morðingjum sem hafa niðurlægt okkur árum saman. 2. ágúst 2024 13:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Betsy Contreras er stödd í innritunarsal Keflavíkurflugvallar og segir að fólkið sem yfirgefi nú landið hafi mörg dvalið í eitt til tvö ár á Íslandi. Hún giskar á að um sé að ræða sjö fjölskyldur. Betsy segir sorglegt og erfitt að horfa á eftir fólkinu en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vísa hælisleitendum frá Venesúela aftur til landsins þar sem sumir óttist um öryggi sitt. „Ég hef grátið og grátið. Mér líður mjög illa yfir því að það sé verið að senda fólkið aftur til Venesúela. Það er hættulegt þar.“ Betsy sem er sjálf hælisleitandi frá landinu telur að í kringum þrettán mótmælendur séu staddir í flugstöðinni. Þau hafi lítið verið vör við lögreglu á staðnum og ætli að vera eitthvað áfram í innritunarsalnum til að sýna samstöðu með fólkinu sem fer nú af landi brott. Hlutu áður öll vernd Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hælisleitendur óttist um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í landinu eftir að Nicolas Maduro framlengdi forsetatíð sína í kosningum sem sumir telja ólögmætar. Um tíma fengu allir einstaklingar frá Venesúela sem sóttu hér um alþjóðlega vernd hæli á Íslandi og kvað Kærunefnd útlendingamála upp árið 2022 að ríkisborgurum landsins skyldi veitt hér sérstök viðbótarvernd vegna ástandsins þar. Þeirri ákvörðun var snúið við í fyrra þegar kærunefndin heimilaði Útlendingastofnun að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd með vísan til batnandi ástands í Venesúela. Síðan þá hefur staðið til að vísa stórum hópum hælisleitenda frá ríkinu úr landi.
Hælisleitendur Venesúela Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Tengdar fréttir „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Kæru Íslendingar / Queridos hermanos Islandeses Í dag skrifa ég til ykkar út frá sársaukanum sem hvert og eitt okkar frá Venesúela upplifum svo að þið séuð líka ábyrgðarmenn sannleikans, sannleika sem við sjáum í mörg ár að hefur verið hagrætt og afbakað af glæpamönnum, eiturlyfjaeinræðisherrum og morðingjum sem hafa niðurlægt okkur árum saman. 2. ágúst 2024 13:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
„Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30
Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57
Kæru Íslendingar / Queridos hermanos Islandeses Í dag skrifa ég til ykkar út frá sársaukanum sem hvert og eitt okkar frá Venesúela upplifum svo að þið séuð líka ábyrgðarmenn sannleikans, sannleika sem við sjáum í mörg ár að hefur verið hagrætt og afbakað af glæpamönnum, eiturlyfjaeinræðisherrum og morðingjum sem hafa niðurlægt okkur árum saman. 2. ágúst 2024 13:30