Treystir Útlendingastofnun fullkomlega Bjarki Sigurðsson skrifar 11. ágúst 2024 12:23 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist treysta mati útlendingayfirvalda í málaflokknum. Brottvísuninni var mótmælt á Keflavíkurflugvelli en hælisleitendur sem dvelja enn hér á landi segja ástandið í heimalandinu aldrei hafa verið verra. Í síðustu viku lýsti forseti landsins Nicolas Maduro yfir sigri í forsetakosningum en margir telja niðurstöður og framkvæmd kosninganna ólögmæta. Fá ríki hafa viðurkennt sigur Maduros, þar á meðal Rússland, Kína og Bólivía. Nokkur önnur ríki hafa lýst því yfir að andstæðingur Maduros í kosningunum, Edmundo Gonzalez, sé réttmætur sigurvegari, þar á meðal Bandaríkin og Argentína. Óöld hefur ríkt í landinu eftir kosningar og mótmælt hefur verið víða um land. Á annað þúsund hafa verið handteknir og tæplega þrjátíu hafa látist í mótmælunum. Útlendingastofnun segist meta stöðuna í landinu stöðugt en að almennar aðstæður í landinu leiði ekki til þess að allir sem þaðan koma eigi rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi. Bryndís Haraldsdóttir, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segist treysta mati Útlendingayfirvalda. „Þessi málaflokkur er þannig að það þarf að leggja mjög reglulega mat á stöðu mála. Ég treysti Útlendingastofnun og ég veit að stofnunin horfir til þess sem nágrannaríkin okkar eru að gera og horfir á mat alþjóðastofnana og annarra ríkja á ástandinu. Þannig já, ég treysti þeim fullkomlega,“ segir Bryndís. Einu sinni á ári fundar dómsmálaráðherra með nefndinni um útlendingamálin. Bryndís gerir ráð fyrir að sá fundur verði núna í haust. „Því miður þá búa ekki allir við frjálsar og öruggar kosningar og það er svo sannarlega þannig í Venesúela núna. En það er ekki endilega þannig að öll þau ríki sem búa ekki við lýðræði og frjálsar og öruggar kosningar geti fengið alþjóðlega vernd annarsstaðar,“ segir Bryndís. „En ástandið í Venesúela er svo sannarlega ekki gott og við vonum auðvitað að þar lægi öldurnar og fólkið þar muni búa við öryggi til framtíðar.“ Venesúela Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Brottvísuninni var mótmælt á Keflavíkurflugvelli en hælisleitendur sem dvelja enn hér á landi segja ástandið í heimalandinu aldrei hafa verið verra. Í síðustu viku lýsti forseti landsins Nicolas Maduro yfir sigri í forsetakosningum en margir telja niðurstöður og framkvæmd kosninganna ólögmæta. Fá ríki hafa viðurkennt sigur Maduros, þar á meðal Rússland, Kína og Bólivía. Nokkur önnur ríki hafa lýst því yfir að andstæðingur Maduros í kosningunum, Edmundo Gonzalez, sé réttmætur sigurvegari, þar á meðal Bandaríkin og Argentína. Óöld hefur ríkt í landinu eftir kosningar og mótmælt hefur verið víða um land. Á annað þúsund hafa verið handteknir og tæplega þrjátíu hafa látist í mótmælunum. Útlendingastofnun segist meta stöðuna í landinu stöðugt en að almennar aðstæður í landinu leiði ekki til þess að allir sem þaðan koma eigi rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi. Bryndís Haraldsdóttir, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segist treysta mati Útlendingayfirvalda. „Þessi málaflokkur er þannig að það þarf að leggja mjög reglulega mat á stöðu mála. Ég treysti Útlendingastofnun og ég veit að stofnunin horfir til þess sem nágrannaríkin okkar eru að gera og horfir á mat alþjóðastofnana og annarra ríkja á ástandinu. Þannig já, ég treysti þeim fullkomlega,“ segir Bryndís. Einu sinni á ári fundar dómsmálaráðherra með nefndinni um útlendingamálin. Bryndís gerir ráð fyrir að sá fundur verði núna í haust. „Því miður þá búa ekki allir við frjálsar og öruggar kosningar og það er svo sannarlega þannig í Venesúela núna. En það er ekki endilega þannig að öll þau ríki sem búa ekki við lýðræði og frjálsar og öruggar kosningar geti fengið alþjóðlega vernd annarsstaðar,“ segir Bryndís. „En ástandið í Venesúela er svo sannarlega ekki gott og við vonum auðvitað að þar lægi öldurnar og fólkið þar muni búa við öryggi til framtíðar.“
Venesúela Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira