„Þurfum bara að sætta okkur við þetta stig sem við unnum fyrir“ Kári Mímisson skrifar 11. ágúst 2024 20:31 Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis Vísir/Pawel Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segist vera sáttur með frammistöðu liðsins gegn KA nú í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli sem Rúnar segir að séu vonbrigði miðað við hvernig leikurinn spilaðist. „Ef við förum yfir leikinn þá fannst mér við vera mjög fínir í fyrri hálfleik og leiddum leikinn algjörlega. Í byrjun seinni hálfleiks þá bökkum við og KA-menn komast inn í þetta en síðan erum við mjög öflugir síðustu 20 mínúturnar. Við fáum tvö, þrjú mjög góð færi í þessum leik til þess að skora mörk. Dóri í fyrri hálfleik og síðan Emil í seinni ásamt því að fá frábærar stöður nokkrum sinnum í leiknum.“ „Ég man ekki til þess að KA-menn hafi fengið mörg færi í þessum leik. Þeir skora úr einhverri fyrirgjöf þar sem það eru tveir hafsentar gegn einum framherja og það er bara í fyrsta sinn í sumar þar sem framherjinn skorar á okkur í sumar þegar hann er bara ódekkaður inn í teig sem að á bara ekki að gerast. Þetta er bara lélegt og ég er mjög ósáttur við það mark. Heilt yfir var frammistaðan í leiknum mjög fín og ég er ánægður með hana en ég hefði viljað vinna þennan leik og við fengum heldur betur tækifæri til þess.“ Spurður út í það hvað þetta stig gefur liðinu svaraði Rúnar á skemmtilegan hátt og segir að liðið hafi unnið fyrir því og hrósaði liðinu sínu fyrir frammistöðuna í dag. „Á þessum tímapunkti þá gefur þetta okkur bara eitt stig. Hefðum við viljað þrjú, já sjálfsagt. Við þurfum bara að sætta okkur við þetta stig sem við unnum fyrir, unnum ekki fyrir neinu meira en það í dag. Hefðum við ekki fengið þetta mark á okkur þá hefðum við unnið þennan leik og fengið þrjú stig. Þannig er þessi blessaði fótbolti bara. „Ég ætla bara að hrósa strákunum, þeir voru bara mjög fínir að mörgu leyti í þessum leik. Theodór Ingi sem spilaði byrjaði sinn fyrsta leik og var frábær í 60 mínútur en var orðinn smá þreyttur þá. Það er gaman að sjá unga stráka koma inn, fá tækifæri til að spreyta sig og gera það vel.“ Theodór Ingi Óskarsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Fylki í dag og átti mjög góðan leik í dag og fór þó nokkrum sinnum illa með varnarmenn KA. Hversu erfitt var að taka hann af velli? „Hann var auðvitað bara orðinn þreyttur og maður sá það alveg. Frammistaðan hans í 60 mínútur var frábær og það er mjög erfitt að eiga við hann, ótrúlega fljótur og góður einn á móti einum. Hann þarf bara að halda áfram að vinna í því.“ Glugginn að lokast núna á þriðjudaginn, má reikna með einhverjum breytingum á hópnum ykkar? „Það er allavega enginn að fara héðan en þetta er meira spurning um það hvort einhver komi og það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er akkúrat núna þá sé ég það ekki gerast.“ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fylkir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
„Ef við förum yfir leikinn þá fannst mér við vera mjög fínir í fyrri hálfleik og leiddum leikinn algjörlega. Í byrjun seinni hálfleiks þá bökkum við og KA-menn komast inn í þetta en síðan erum við mjög öflugir síðustu 20 mínúturnar. Við fáum tvö, þrjú mjög góð færi í þessum leik til þess að skora mörk. Dóri í fyrri hálfleik og síðan Emil í seinni ásamt því að fá frábærar stöður nokkrum sinnum í leiknum.“ „Ég man ekki til þess að KA-menn hafi fengið mörg færi í þessum leik. Þeir skora úr einhverri fyrirgjöf þar sem það eru tveir hafsentar gegn einum framherja og það er bara í fyrsta sinn í sumar þar sem framherjinn skorar á okkur í sumar þegar hann er bara ódekkaður inn í teig sem að á bara ekki að gerast. Þetta er bara lélegt og ég er mjög ósáttur við það mark. Heilt yfir var frammistaðan í leiknum mjög fín og ég er ánægður með hana en ég hefði viljað vinna þennan leik og við fengum heldur betur tækifæri til þess.“ Spurður út í það hvað þetta stig gefur liðinu svaraði Rúnar á skemmtilegan hátt og segir að liðið hafi unnið fyrir því og hrósaði liðinu sínu fyrir frammistöðuna í dag. „Á þessum tímapunkti þá gefur þetta okkur bara eitt stig. Hefðum við viljað þrjú, já sjálfsagt. Við þurfum bara að sætta okkur við þetta stig sem við unnum fyrir, unnum ekki fyrir neinu meira en það í dag. Hefðum við ekki fengið þetta mark á okkur þá hefðum við unnið þennan leik og fengið þrjú stig. Þannig er þessi blessaði fótbolti bara. „Ég ætla bara að hrósa strákunum, þeir voru bara mjög fínir að mörgu leyti í þessum leik. Theodór Ingi sem spilaði byrjaði sinn fyrsta leik og var frábær í 60 mínútur en var orðinn smá þreyttur þá. Það er gaman að sjá unga stráka koma inn, fá tækifæri til að spreyta sig og gera það vel.“ Theodór Ingi Óskarsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Fylki í dag og átti mjög góðan leik í dag og fór þó nokkrum sinnum illa með varnarmenn KA. Hversu erfitt var að taka hann af velli? „Hann var auðvitað bara orðinn þreyttur og maður sá það alveg. Frammistaðan hans í 60 mínútur var frábær og það er mjög erfitt að eiga við hann, ótrúlega fljótur og góður einn á móti einum. Hann þarf bara að halda áfram að vinna í því.“ Glugginn að lokast núna á þriðjudaginn, má reikna með einhverjum breytingum á hópnum ykkar? „Það er allavega enginn að fara héðan en þetta er meira spurning um það hvort einhver komi og það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er akkúrat núna þá sé ég það ekki gerast.“
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fylkir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira