„Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 13:02 Luciana Dal Agnol og Gui Malheiros áður en heimsleikarnir hófust. Hún sagði frá því á samfélagsmiðlum hvað fór fram á bak við tjöldin hjá CrossFit samtökunum eftir að Lazar Dukic drukknaði. @ludalagnol Eiginkona eins keppandans á heimsleikunum í CrossFit hefur gagnrýnt hvernig staðið var að ákvörðuninni um að halda keppni áfram á heimsleikunum. Það var gert þrátt fyrir að einn keppandi hafi drukknað í fyrstu grein leikanna. Luciana Dal Agnol er eiginkona Gui Malheiros, keppanda á heimsleikunum í CrossFit. Hann var einn af þeim sem treysti sér ekki til að halda keppni áfram. CrossFit samtökin héldu fundu með keppendum um kvöldið á þessum hræðilega degi þar sem Lazar Dukic drukknaði. Fjölmiðlafólk hafði ekki aðgang að fundinum. Stóðu upp og yfirgáfu fundinn Dal Agnol sagði frá því sem fór fram á fundinum á samfélagsmiðum sínum. Fundurinn tók marga klukkutíma. Það er hennar mat að ákvörðunin um að halda keppni áfram hafi verið tekin án þess að taka almennilega mið af andlegu ástandi íþróttafólksins eða hvaða áhrif það hefði á alla, að halda keppni áfram. „Strax í upphafi þá tilkynntu þau að keppninni yrði haldið áfram. Á þeim tímapunkti stóðu nokkrir keppendur upp og yfirgáfu fundinn. Þar á meðal var Gui því að hans mati var það óásættanlegt að halda áfram eftir slíkan harmleik,“ sagði Dal Agnol samkvæmt frétt Boxrox vefsins. Luciana segir þó að þau hjónin hafi snúið aftur á fundinn með von um það að geta komið með sín sjónarmið inn í umræðuna. Fundurinn tók alls fjóra klukkutíma. Eyddu mörgum klukkutímum þarna „Við eyddum mörgum klukkutímum þarna. Íþróttafólkið kom með hugmyndir um hvað væri hægt að gera til að þeim liði aðeins betur með það að keppa. Sem dæmi að allir væru í bol með nafninu hans og ekki því að auglýsa einhver fyrirtæki. Gera allt til heiðurs Lazars,“ sagði Dal Agnol. „Það var líka lagt til að verðlaunafénu yrði skipt jafnt á milli allra keppenda þannig að þetta yrði ekki lengur peningakeppni. Restin færi síðan til fjölskyldu Lazars. Þrátt fyrir allt þetta þá var lokaákvörðunin að halda áfram eins og hafði verið skipulagt. Þetta var ákvörðun sem gaf ekki rétta mynd af því sem íþróttafólkið vildi gera,“ sagði Dal Agnol. Ekki hlustað „Það var ekki hlustað á það sem íþróttafólkið eða þjálfararnir höfðu lagt til. Þeir vildu bara deila ábyrgðinni með íþróttafólkinu en gerðu síðan bara það sem þeir vildu gera. Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf,“ sagði Dal Agnol. Það má lesa meira hér. View this post on Instagram A post shared by BOXROX (@boxrox) CrossFit Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Sjá meira
Luciana Dal Agnol er eiginkona Gui Malheiros, keppanda á heimsleikunum í CrossFit. Hann var einn af þeim sem treysti sér ekki til að halda keppni áfram. CrossFit samtökin héldu fundu með keppendum um kvöldið á þessum hræðilega degi þar sem Lazar Dukic drukknaði. Fjölmiðlafólk hafði ekki aðgang að fundinum. Stóðu upp og yfirgáfu fundinn Dal Agnol sagði frá því sem fór fram á fundinum á samfélagsmiðum sínum. Fundurinn tók marga klukkutíma. Það er hennar mat að ákvörðunin um að halda keppni áfram hafi verið tekin án þess að taka almennilega mið af andlegu ástandi íþróttafólksins eða hvaða áhrif það hefði á alla, að halda keppni áfram. „Strax í upphafi þá tilkynntu þau að keppninni yrði haldið áfram. Á þeim tímapunkti stóðu nokkrir keppendur upp og yfirgáfu fundinn. Þar á meðal var Gui því að hans mati var það óásættanlegt að halda áfram eftir slíkan harmleik,“ sagði Dal Agnol samkvæmt frétt Boxrox vefsins. Luciana segir þó að þau hjónin hafi snúið aftur á fundinn með von um það að geta komið með sín sjónarmið inn í umræðuna. Fundurinn tók alls fjóra klukkutíma. Eyddu mörgum klukkutímum þarna „Við eyddum mörgum klukkutímum þarna. Íþróttafólkið kom með hugmyndir um hvað væri hægt að gera til að þeim liði aðeins betur með það að keppa. Sem dæmi að allir væru í bol með nafninu hans og ekki því að auglýsa einhver fyrirtæki. Gera allt til heiðurs Lazars,“ sagði Dal Agnol. „Það var líka lagt til að verðlaunafénu yrði skipt jafnt á milli allra keppenda þannig að þetta yrði ekki lengur peningakeppni. Restin færi síðan til fjölskyldu Lazars. Þrátt fyrir allt þetta þá var lokaákvörðunin að halda áfram eins og hafði verið skipulagt. Þetta var ákvörðun sem gaf ekki rétta mynd af því sem íþróttafólkið vildi gera,“ sagði Dal Agnol. Ekki hlustað „Það var ekki hlustað á það sem íþróttafólkið eða þjálfararnir höfðu lagt til. Þeir vildu bara deila ábyrgðinni með íþróttafólkinu en gerðu síðan bara það sem þeir vildu gera. Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf,“ sagði Dal Agnol. Það má lesa meira hér. View this post on Instagram A post shared by BOXROX (@boxrox)
CrossFit Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Sjá meira