Íslenski Daninn náði slemmunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 15:46 Hans Lindberg fagnar Ólympíugullinu með liðfélögum sínum Mathias Gidsel, Henrik Moellgaard og Mikkel Hansen. Getty/Alex Davidson Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg kom sér í úrvalshóp í gær þegar hann varð Ólympíumeistari í París. Lindberg var í hlutverki varamanns þegar danska landsliðið varð Ólympíumeistari í Ríó árið 2016 en Guðmundur Guðmundsson þurfti þá ekki að kalla á hann inn í hópinn. Lindberg fékk því ekki gullið þá. Nú fékk Lindberg aftur á móti að vera með og kemur heim frá París með Ólympíugull um hálsinn. Með því að vinna Ólympíugullið hefur hann unnið stóru handboltaslemmuna (Grand Slam) en til að ná henni þarf viðkomandi leikmaður að vinna Ólympíugull, EM-gull, HM-gull og svo Meistaradeildina. Lindberg hafði orðið tvisvar sinnum heimsmeistari (2019 og 2023) og tvisvar sinnum Evrópumeistari (2008 og 2012) með danska landsliðinu. Hann vann síðan Meistaradeildina með HSV Hamburg árið 2013. Liðsfélagi hans, Niklas Landin hafði áður komist í hópinn sem og og Lasse Svan, fyrrum liðsfélagi hans í danska landsliðinu. Annars eru Frakkar mjög áberandi á listanum sem danski blaðamaðurinn Rasmus Boysen tók saman og má sjá hér fyrir neðan. Lindberg hefur alls unnið tíu verðlaun með danska landsliðinu á ÓL (1), HM (4) og EM (5) eða fimm gullverðlaun, fern silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Hans Lindberg á íslenska foreldra en hefur búið alla tíð í Danmörku. Það kom í raun aldrei til greina í huga hans að gefa kost á sér í íslenska landsliðið. „Ég lít ekki á sjálfan mig sem Íslending," sagði hann í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma. Lindberg hefur spilað 308 landsleiki fyrir Dani og skorað í þeim 809 mörk. Landsliðsferill hans nær yfir meira en 21 ár eða frá 19. mars 2003 til dagsins í dag. Meðlimir í slemmuhóp handboltans: Oleg Grebnev Oleg Kiselyov Jeromé Fernandez Didier Dinart Daniel Narcisse Nikola Karabatic Thierry Omeyer Joel Abati Luc Abalo Michaël Guigou Cedric Sorhaindo Lasse Svan Niklas Landin Vincent Gerard Valentin Porte Dika Mem Timothey N’Guessan Ludovic Fabregas Hans Lindberg Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Lindberg var í hlutverki varamanns þegar danska landsliðið varð Ólympíumeistari í Ríó árið 2016 en Guðmundur Guðmundsson þurfti þá ekki að kalla á hann inn í hópinn. Lindberg fékk því ekki gullið þá. Nú fékk Lindberg aftur á móti að vera með og kemur heim frá París með Ólympíugull um hálsinn. Með því að vinna Ólympíugullið hefur hann unnið stóru handboltaslemmuna (Grand Slam) en til að ná henni þarf viðkomandi leikmaður að vinna Ólympíugull, EM-gull, HM-gull og svo Meistaradeildina. Lindberg hafði orðið tvisvar sinnum heimsmeistari (2019 og 2023) og tvisvar sinnum Evrópumeistari (2008 og 2012) með danska landsliðinu. Hann vann síðan Meistaradeildina með HSV Hamburg árið 2013. Liðsfélagi hans, Niklas Landin hafði áður komist í hópinn sem og og Lasse Svan, fyrrum liðsfélagi hans í danska landsliðinu. Annars eru Frakkar mjög áberandi á listanum sem danski blaðamaðurinn Rasmus Boysen tók saman og má sjá hér fyrir neðan. Lindberg hefur alls unnið tíu verðlaun með danska landsliðinu á ÓL (1), HM (4) og EM (5) eða fimm gullverðlaun, fern silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Hans Lindberg á íslenska foreldra en hefur búið alla tíð í Danmörku. Það kom í raun aldrei til greina í huga hans að gefa kost á sér í íslenska landsliðið. „Ég lít ekki á sjálfan mig sem Íslending," sagði hann í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma. Lindberg hefur spilað 308 landsleiki fyrir Dani og skorað í þeim 809 mörk. Landsliðsferill hans nær yfir meira en 21 ár eða frá 19. mars 2003 til dagsins í dag. Meðlimir í slemmuhóp handboltans: Oleg Grebnev Oleg Kiselyov Jeromé Fernandez Didier Dinart Daniel Narcisse Nikola Karabatic Thierry Omeyer Joel Abati Luc Abalo Michaël Guigou Cedric Sorhaindo Lasse Svan Niklas Landin Vincent Gerard Valentin Porte Dika Mem Timothey N’Guessan Ludovic Fabregas Hans Lindberg
Meðlimir í slemmuhóp handboltans: Oleg Grebnev Oleg Kiselyov Jeromé Fernandez Didier Dinart Daniel Narcisse Nikola Karabatic Thierry Omeyer Joel Abati Luc Abalo Michaël Guigou Cedric Sorhaindo Lasse Svan Niklas Landin Vincent Gerard Valentin Porte Dika Mem Timothey N’Guessan Ludovic Fabregas Hans Lindberg
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira