Dró framboðið til baka til að forðast innanflokkserjur Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2024 08:52 Joe Biden Bandaríkjaforseti veifar úr landgangi forsetaflugvélarinnar í síðustu viku. Þá var hann á leið að hitta starfsliðs framboðs síns til þess að þakka því fyrir störf sín. AP/Susan Walsh Joe Biden Bandaríkjaforseti telur að keppnin milli sín og Donalds Trump hefði ekki ráðist fyrr en á lokasprettinum hefði hann haldið áfram í framboði. Hann segist hafa dregið sig í hlé til þess að innanflokkserjur um framboð sitt skemmdu ekki fyrir demókrötum í kosningunum. Straumhvörf urðu í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum þegar Biden dró framboð sitt til baka í kjölfar sjónvarpskappræðna við Trump þar sem hann þótti koma illa fyrir í júní. Sitjandi forsetinn átti verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum og mældist í sumum ríkjum með töluvert minna fylgi en frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings. Biden ræddi brotthvarf sitt í fyrsta skipti í sjónvarpsviðtali við CBS í gær. Þar gerði hann lítið af vangaveltum um heilsu hans og andlega burði. Hann hefði verið veikur þegar kappræðurnar fóru fram. Úrslitin í forsetakosningunum hefðu ekki ráðist fyrr en í blálokin hefði hann haldið framboði sínu til streitu. „Nokkrir kollegar mínar, demókratar í fulltrúa- og öldungadeildinni, töldu að ég myndi skaða þá í kosningabaráttunni,“ sagði Biden um ástæðu þess að hann lét undan þrýstingi um að stíga til hliðar. Hann hafi ekki viljað að átök um framboð sitt drægju athyglina frá því að bera sigurorð af Trump í kosningunum í nóvember. „Við verðum, við verðum, við verðum að sigra Trump,“ sagði Biden í viðtalinu. Telur Trump ógn við öryggi Bandaríkjanna Horfur demókrata í skoðanakönnunum hafa batnað verulega eftir að Kamala Harris, varaforseti Biden, tók við sem forsetaframbjóðandi flokksins þótt enn stefni í tvísýnar kosningar. Biden hét því að styðja Harris á hvern þann hátt sem hún teldi best. Varaði Biden enn við því sem gæti gerst eftir kosningarnar í haust og að hann væri alls ekki sannfærður um að valdaskipti eftir þær verði friðsamlegar ef Trump tapar. „Hann meinar það sem hann segir. Við tökum hann ekki alvarlega. Hann meinar það. Allt þetta um: „Það verður blóðbað ef við töpum“,“ sagði Biden og vísaði til ummæla Trump frá því í mars. Framboð Trump hélt því fram að þau ummæli hafi átt við um bílaiðnaðinn ef Biden yrði endurkjörinn. „Hann er raunveruleg ógn við öryggi Bandaríkjanna,“ sagði Biden og sakaði Trump um að vera bandamaður kynþáttahatara eins og Kú Klúx Klan. Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Er óviss um friðsamleg forsetaskipti ef Trump tapar Joe Biden Bandaríkjaforseti segist alls ekki viss um að forsetaskiptin muni fara friðsamlega fram ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum vestanhafs. 8. ágúst 2024 07:06 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Straumhvörf urðu í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum þegar Biden dró framboð sitt til baka í kjölfar sjónvarpskappræðna við Trump þar sem hann þótti koma illa fyrir í júní. Sitjandi forsetinn átti verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum og mældist í sumum ríkjum með töluvert minna fylgi en frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings. Biden ræddi brotthvarf sitt í fyrsta skipti í sjónvarpsviðtali við CBS í gær. Þar gerði hann lítið af vangaveltum um heilsu hans og andlega burði. Hann hefði verið veikur þegar kappræðurnar fóru fram. Úrslitin í forsetakosningunum hefðu ekki ráðist fyrr en í blálokin hefði hann haldið framboði sínu til streitu. „Nokkrir kollegar mínar, demókratar í fulltrúa- og öldungadeildinni, töldu að ég myndi skaða þá í kosningabaráttunni,“ sagði Biden um ástæðu þess að hann lét undan þrýstingi um að stíga til hliðar. Hann hafi ekki viljað að átök um framboð sitt drægju athyglina frá því að bera sigurorð af Trump í kosningunum í nóvember. „Við verðum, við verðum, við verðum að sigra Trump,“ sagði Biden í viðtalinu. Telur Trump ógn við öryggi Bandaríkjanna Horfur demókrata í skoðanakönnunum hafa batnað verulega eftir að Kamala Harris, varaforseti Biden, tók við sem forsetaframbjóðandi flokksins þótt enn stefni í tvísýnar kosningar. Biden hét því að styðja Harris á hvern þann hátt sem hún teldi best. Varaði Biden enn við því sem gæti gerst eftir kosningarnar í haust og að hann væri alls ekki sannfærður um að valdaskipti eftir þær verði friðsamlegar ef Trump tapar. „Hann meinar það sem hann segir. Við tökum hann ekki alvarlega. Hann meinar það. Allt þetta um: „Það verður blóðbað ef við töpum“,“ sagði Biden og vísaði til ummæla Trump frá því í mars. Framboð Trump hélt því fram að þau ummæli hafi átt við um bílaiðnaðinn ef Biden yrði endurkjörinn. „Hann er raunveruleg ógn við öryggi Bandaríkjanna,“ sagði Biden og sakaði Trump um að vera bandamaður kynþáttahatara eins og Kú Klúx Klan.
Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Er óviss um friðsamleg forsetaskipti ef Trump tapar Joe Biden Bandaríkjaforseti segist alls ekki viss um að forsetaskiptin muni fara friðsamlega fram ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum vestanhafs. 8. ágúst 2024 07:06 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Er óviss um friðsamleg forsetaskipti ef Trump tapar Joe Biden Bandaríkjaforseti segist alls ekki viss um að forsetaskiptin muni fara friðsamlega fram ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum vestanhafs. 8. ágúst 2024 07:06