Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir minntist Lazar Dukic sem drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í ár. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. „Við erum öll í sárum,“ skrifaði Anníe Mist í upphafi pistilsins. Hún er ein af stóru röddunum í CrossFit fjölskyldunni og það biðu eflaust margir eftir viðbrögðum frá þessum sexföldum verðlaunahafa á heimsleikunum. Reynt að skrifa þetta í þrjá daga „Ég hef reynt að skrifa þennan pistil í þrjá daga og ég er að gera það miður mín. Það þarf að segja svo miklu meira. Margar hugsanir og tilfinningar eru til staðar en samt geta engin orð náð að fullu yfir það hvernig mér líður og hvað ég vil segja. Ég er harmi slegin, í sárum og reið,“ skrifaði Anníe. „Ég þekkti Lazar frá því þegar við kepptum bæði á undanúrslitamótum Evrópu. Orka hans og gleði var svo sannarlega smitandi. Hann átti eftir svo mikið af sínu lífi,“ skrifaði Anníe. „Ég hef brotnað niður mörgum sinum alla helgina vitandi það að hann verður aldrei með okkur aftur eða í örmum ástvina sinna,“ skrifaði Anníe. „Svo oft hef ég sjálf staðið á ráslínunni hrædd við það sem beið mín. Ég sagði sjálfri mér að allur sársaukinn sem ég myndi finna væri bara tímabundinn. Ég fann huggun í því að ef ég færi yfir mín mörk þá yrði alltaf einhver til að toga mig upp. Það var enginn til að toga Lazar upp,“ skrifaði Anníe. Mér þykir þetta svo leitt Lazar „Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar og fjölskyldu hans. Mér þykir þetta svo leitt Lazar,“ skrifaði Anníe. „Ég bið fyrir fjölskyldu hans og vinum á þessum óhugsandi tímamótum,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira
„Við erum öll í sárum,“ skrifaði Anníe Mist í upphafi pistilsins. Hún er ein af stóru röddunum í CrossFit fjölskyldunni og það biðu eflaust margir eftir viðbrögðum frá þessum sexföldum verðlaunahafa á heimsleikunum. Reynt að skrifa þetta í þrjá daga „Ég hef reynt að skrifa þennan pistil í þrjá daga og ég er að gera það miður mín. Það þarf að segja svo miklu meira. Margar hugsanir og tilfinningar eru til staðar en samt geta engin orð náð að fullu yfir það hvernig mér líður og hvað ég vil segja. Ég er harmi slegin, í sárum og reið,“ skrifaði Anníe. „Ég þekkti Lazar frá því þegar við kepptum bæði á undanúrslitamótum Evrópu. Orka hans og gleði var svo sannarlega smitandi. Hann átti eftir svo mikið af sínu lífi,“ skrifaði Anníe. „Ég hef brotnað niður mörgum sinum alla helgina vitandi það að hann verður aldrei með okkur aftur eða í örmum ástvina sinna,“ skrifaði Anníe. „Svo oft hef ég sjálf staðið á ráslínunni hrædd við það sem beið mín. Ég sagði sjálfri mér að allur sársaukinn sem ég myndi finna væri bara tímabundinn. Ég fann huggun í því að ef ég færi yfir mín mörk þá yrði alltaf einhver til að toga mig upp. Það var enginn til að toga Lazar upp,“ skrifaði Anníe. Mér þykir þetta svo leitt Lazar „Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar og fjölskyldu hans. Mér þykir þetta svo leitt Lazar,“ skrifaði Anníe. „Ég bið fyrir fjölskyldu hans og vinum á þessum óhugsandi tímamótum,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira