Stúkan ræddi rauða spjald Arnars: „Þetta er svakalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 09:30 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að fá sitt sjötta rauða spjald síðan hann mætti í Víkina. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í jafnteflinu á móti Vestra í átjándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Stúkan ræddi hegðun þjálfara Íslandsmeistaranna sem missti sig algjörlega fyrir framan fjórða dómarann. „Þetta jöfnunarmark var kornið sem fyllti mælinn þótt að það hafi verið fleiri atriði sem hann tók nú til,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, um reiðikast Arnars sem skilaði þjálfaranum rauðu spjaldi. Kjartan vildi fá skoðun sérfræðinganna á því hvort að Vestramaðurinn Gunnar Jónas Hauksson hafi brotið á Víkingnum Sveini Gísla Þorkelssyni. Arnar trompaðist eftir að dómarinn lét leikinn ganga áfram. Mér finnst þetta ekki vera brot „Mér finnst þetta ekki vera brot og vera bara fín tækling hjá honum. Hann stekkur upp og lendir svo ofan á honum og meiðir sig sjálfsagt við það,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. Vestramenn jöfnuðu metin á meðan Sveinn Gísli lá meiddur í grasinu. Hann fór síðan meiddur af velli. „Það á hellingur eftir að gerast frá brotinu þar til að markinu kemur. Við getum alveg farið í hluti eins og þessa hreinsun frá Gísla Gottskálk [Þórðarsyni] sem var hafsent í þessum leik. Tæklingin skiptir miklu máli en ekki öllu,“ sagði Lárus. „Ég er algjörlega sammála Lárusi Orra. Mér finnst þetta ekki vera brot en vissulega fer hann aðeins í gegnum hann og hann hoppar yfir tæklinguna,“ sagði Albert Brynjar Ingason. Arnar Gunnlaugsson hefur fengið sex rauð spjöld síðan að hann tók við Víkingsliðinu. Þetta er ekki góð hegðun Stúkan sýndi hegðun Arnars frá öðru sjónarhorni en sást í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Þar lætur hann öllum illum látum fyrir framan fjórða dómarann. „Við sjáum atvikið hérna og þetta er slæm frammistaða hjá honum. Þetta er ekki góð hegðun,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er svakalegt. Hvernig hann fer með möppuna. Þetta minnir mig bara á þegar ég var að koma heima með einkunnaspjaldið úr Árbæjarskóla og pabbi var að bregðast við,“ sagði Albert í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Arnar og rauða spjaldið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Reiðikast og rauða spjald Arnars Gunnlaugssonar Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Sjá meira
„Þetta jöfnunarmark var kornið sem fyllti mælinn þótt að það hafi verið fleiri atriði sem hann tók nú til,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, um reiðikast Arnars sem skilaði þjálfaranum rauðu spjaldi. Kjartan vildi fá skoðun sérfræðinganna á því hvort að Vestramaðurinn Gunnar Jónas Hauksson hafi brotið á Víkingnum Sveini Gísla Þorkelssyni. Arnar trompaðist eftir að dómarinn lét leikinn ganga áfram. Mér finnst þetta ekki vera brot „Mér finnst þetta ekki vera brot og vera bara fín tækling hjá honum. Hann stekkur upp og lendir svo ofan á honum og meiðir sig sjálfsagt við það,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. Vestramenn jöfnuðu metin á meðan Sveinn Gísli lá meiddur í grasinu. Hann fór síðan meiddur af velli. „Það á hellingur eftir að gerast frá brotinu þar til að markinu kemur. Við getum alveg farið í hluti eins og þessa hreinsun frá Gísla Gottskálk [Þórðarsyni] sem var hafsent í þessum leik. Tæklingin skiptir miklu máli en ekki öllu,“ sagði Lárus. „Ég er algjörlega sammála Lárusi Orra. Mér finnst þetta ekki vera brot en vissulega fer hann aðeins í gegnum hann og hann hoppar yfir tæklinguna,“ sagði Albert Brynjar Ingason. Arnar Gunnlaugsson hefur fengið sex rauð spjöld síðan að hann tók við Víkingsliðinu. Þetta er ekki góð hegðun Stúkan sýndi hegðun Arnars frá öðru sjónarhorni en sást í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Þar lætur hann öllum illum látum fyrir framan fjórða dómarann. „Við sjáum atvikið hérna og þetta er slæm frammistaða hjá honum. Þetta er ekki góð hegðun,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er svakalegt. Hvernig hann fer með möppuna. Þetta minnir mig bara á þegar ég var að koma heima með einkunnaspjaldið úr Árbæjarskóla og pabbi var að bregðast við,“ sagði Albert í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Arnar og rauða spjaldið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Reiðikast og rauða spjald Arnars Gunnlaugssonar
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Sjá meira