Sigmundur yrði líklega skutlaður af Kristjáni Loftssyni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 10:09 Sigmundur er hvergi banginn og lætur ákúrur samstarfsfélaga síns ekki á sig fá. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er byrjaður í megrunarátaki. Hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir ófyrirleitinn brandara samstarfsfélaga og stefnir á að prófa sjósund. Hann segist hræddur við nálar og því eigi megrunarlyf ekki við hann. „Ég er aftur byrjaður í átaki og ekki veitti af. Ég á það til að bæta töluvert á mig, missti þrjátíu kíló fyrir nokkru en svo komu tuttugu aftur. Nú er ég aftur að byrja og ég var náttúrulega búinn að fá ákúru hjá einum manni í þingflokknum fyrir að vera of feitur. Og sá er ekkert vaxinn eins og maraþonhlaupari,“ segir Sigmundur í gríni í samtali við Vísi. Fengið margar áskoranir um sjósund Færsla Sigmundar á Facebook um átakið hefur vakið mikla athygli. Þar fer Sigmundur á kostum, ræðir átakið á léttum nótum og segist meðal annars ætla að prófa sjósund. „Ónefndur maður í þingflokknum varaði mig við því að gera það. Hann sagði að þá myndi Kristján Loftsson líklega skutla mig,“ skrifar Sigmundur í færslunni sem þykir meiriháttar fyndin. „Nú væri gott að hafa strangari lög um hatursorðræðu.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.Vísir/Vilhelm Eins og alþjóð veit er Miðflokkurinn tveggja manna þingflokkur um þessar mundir þó flokkurinn mælist sá þriðji stærsti í skoðanakönnunum. Því kemur einungis einn til greina, Bergþór Ólason samstarfsmaður Sigmundar og annar þingmaður Miðflokksins. „Síðan kom ég með þessa hugmynd um að láta loksins verða af því að fara í sjósund. Ég hef fengið margar áskoranir frá fólki, sem er alveg háð sjósundinu,“ útskýrir Sigmundur. Tal hans og Bergþórs hafi borist að þessu átaki. „Svo segi ég honum frá þessu. Hann hugsar sig ekkert um. Segir mér bara að gera það ekki!“ segir Sigmundur á léttu nótunum. Til í að vera friðaður Færsla Sigmundar um óprúttinn húmor samstarfsfélaga síns á þingi fær ýmsa til að leggja orð í belg. Þar á meðal kollega þeirra Jakobs Frímanns Magnússonar þingmanns Flokks fólksins. Hann segir að Sigmundar yrði sárt saknað ef svo illa færi að hann yrði skutlaður. „Ég læt nú tafarlaust tæma allt loft úr loftbyssum Kristjáns Loftssonar og fel síðan Hjálpræðishernum að standa um þig dyggan võrð hér eftir, því síst megum við fylgjendur skops og skerpu á þingi við neinum atgervismissi á þessum viðsjárverðu tímum!“ Sigmundur segist ánægður með stuðninginn. „Það var gaman að sjá þennan mikla stuðning, meðal annars frá Jakobi. Ég er alveg til í að vera friðaður.“ Bergþór þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann heyrði af sjósundspælingum Sigmundar.Vísir/Vilhelm Mataræðið verði að fylgja Sigmundur segist þó hvergi banginn þrátt fyrir grínið. Hann ætli út að labba, borða meira kjöt og sleppa kolvetnum. Aðalatriðið segir Sigmundur þó að sé mataræðið. „Það er mikilvægt að hreyfa sig, það þarf að gera en maður léttist ekki öðruvísi en að taka á mataræðinu. Ég er mikill kolvetnafíkill sem er ekki til þess fallið að hjálpa,“ útskýrir Sigmundur. Hann segir aðalatriðið að borða sem minnst. Kjöt og grænmeti. Þetta sé spurning um aga og segir Sigmundur að það hafi aldrei virkað vel fyrir hann að vera með undanþágur. „Þá hefst þetta allt og getur gerst á tiltölulega skömmum tíma. Nú gilda bara ákveðnar reglur og sleppa nammidögum. Þá er fljótt hvetjandi að sjá kílóin fara. Það heldur manni gangandi. Ef maður breytir mataræðinu þá getur þetta gerst býsna hratt.“ Hræddur við nálar Sigmundur segist ekki hafa íhugað alvarlega að prófa megrunarlyf, líkt og Ozempic. „Mér skilst að maður þurfi að sprauta sig með því. Ég er hræddur við nálar.“ Hann segist þó auðvitað hafa velt því fyrir sér. Það sé líklega ekki eitthvað sem henti honum. „En þetta er örugglega mjög gott fyrir þá sem hafa verið lengi í vanda. Það er ekki mjög gaman að vera feitur, það er örugglega hollara að taka lyf.“ Sigmundur segir að þingveturinn leggist mjög vel í sig. Það verði áhugavert að sjá hvernig þingstörf fara fram. „Ríkisstjórnin fellur ekki strax, fellur ekki fyrr en landsþing VG fer fram. VG pínir Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðisflokkurinn lætur það yfir sig ganga. Svo mun einhver flokkanna velja rétta tilefnið til að slíta þessu.“ Grín og gaman Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
„Ég er aftur byrjaður í átaki og ekki veitti af. Ég á það til að bæta töluvert á mig, missti þrjátíu kíló fyrir nokkru en svo komu tuttugu aftur. Nú er ég aftur að byrja og ég var náttúrulega búinn að fá ákúru hjá einum manni í þingflokknum fyrir að vera of feitur. Og sá er ekkert vaxinn eins og maraþonhlaupari,“ segir Sigmundur í gríni í samtali við Vísi. Fengið margar áskoranir um sjósund Færsla Sigmundar á Facebook um átakið hefur vakið mikla athygli. Þar fer Sigmundur á kostum, ræðir átakið á léttum nótum og segist meðal annars ætla að prófa sjósund. „Ónefndur maður í þingflokknum varaði mig við því að gera það. Hann sagði að þá myndi Kristján Loftsson líklega skutla mig,“ skrifar Sigmundur í færslunni sem þykir meiriháttar fyndin. „Nú væri gott að hafa strangari lög um hatursorðræðu.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.Vísir/Vilhelm Eins og alþjóð veit er Miðflokkurinn tveggja manna þingflokkur um þessar mundir þó flokkurinn mælist sá þriðji stærsti í skoðanakönnunum. Því kemur einungis einn til greina, Bergþór Ólason samstarfsmaður Sigmundar og annar þingmaður Miðflokksins. „Síðan kom ég með þessa hugmynd um að láta loksins verða af því að fara í sjósund. Ég hef fengið margar áskoranir frá fólki, sem er alveg háð sjósundinu,“ útskýrir Sigmundur. Tal hans og Bergþórs hafi borist að þessu átaki. „Svo segi ég honum frá þessu. Hann hugsar sig ekkert um. Segir mér bara að gera það ekki!“ segir Sigmundur á léttu nótunum. Til í að vera friðaður Færsla Sigmundar um óprúttinn húmor samstarfsfélaga síns á þingi fær ýmsa til að leggja orð í belg. Þar á meðal kollega þeirra Jakobs Frímanns Magnússonar þingmanns Flokks fólksins. Hann segir að Sigmundar yrði sárt saknað ef svo illa færi að hann yrði skutlaður. „Ég læt nú tafarlaust tæma allt loft úr loftbyssum Kristjáns Loftssonar og fel síðan Hjálpræðishernum að standa um þig dyggan võrð hér eftir, því síst megum við fylgjendur skops og skerpu á þingi við neinum atgervismissi á þessum viðsjárverðu tímum!“ Sigmundur segist ánægður með stuðninginn. „Það var gaman að sjá þennan mikla stuðning, meðal annars frá Jakobi. Ég er alveg til í að vera friðaður.“ Bergþór þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann heyrði af sjósundspælingum Sigmundar.Vísir/Vilhelm Mataræðið verði að fylgja Sigmundur segist þó hvergi banginn þrátt fyrir grínið. Hann ætli út að labba, borða meira kjöt og sleppa kolvetnum. Aðalatriðið segir Sigmundur þó að sé mataræðið. „Það er mikilvægt að hreyfa sig, það þarf að gera en maður léttist ekki öðruvísi en að taka á mataræðinu. Ég er mikill kolvetnafíkill sem er ekki til þess fallið að hjálpa,“ útskýrir Sigmundur. Hann segir aðalatriðið að borða sem minnst. Kjöt og grænmeti. Þetta sé spurning um aga og segir Sigmundur að það hafi aldrei virkað vel fyrir hann að vera með undanþágur. „Þá hefst þetta allt og getur gerst á tiltölulega skömmum tíma. Nú gilda bara ákveðnar reglur og sleppa nammidögum. Þá er fljótt hvetjandi að sjá kílóin fara. Það heldur manni gangandi. Ef maður breytir mataræðinu þá getur þetta gerst býsna hratt.“ Hræddur við nálar Sigmundur segist ekki hafa íhugað alvarlega að prófa megrunarlyf, líkt og Ozempic. „Mér skilst að maður þurfi að sprauta sig með því. Ég er hræddur við nálar.“ Hann segist þó auðvitað hafa velt því fyrir sér. Það sé líklega ekki eitthvað sem henti honum. „En þetta er örugglega mjög gott fyrir þá sem hafa verið lengi í vanda. Það er ekki mjög gaman að vera feitur, það er örugglega hollara að taka lyf.“ Sigmundur segir að þingveturinn leggist mjög vel í sig. Það verði áhugavert að sjá hvernig þingstörf fara fram. „Ríkisstjórnin fellur ekki strax, fellur ekki fyrr en landsþing VG fer fram. VG pínir Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðisflokkurinn lætur það yfir sig ganga. Svo mun einhver flokkanna velja rétta tilefnið til að slíta þessu.“
Grín og gaman Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira