KR þrýstir á stjórn KSÍ vegna brotna marksins Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 14:06 Áhorfendur og leikmenn voru mættir í Kórinn síðasta fimmtudag en ekkert varð af leiknum. Vísir/VPE KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins. Mótanefnd KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að finna nýja dagsetningu fyrir leikinn og stendur til að hann fari fram í Kórnum eftir níu daga, fimmtudagskvöldið 22. ágúst, tveimur vikum eftir upphaflegan leikdag. Þar með er þó ekki víst að leikurinn fari yfirhöfuð fram. KR-ingar sendu erindi til stjórnar KSÍ vegna þessarar ákvörðunar mótanefndar, og vilja þannig setja það í hendur stjórnar að ákveða hvort að málinu yrði vísað til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Stjórn KSÍ þarf því að taka stóra ákvörðun í dag því hinn kostur hennar er að standa við ákvörðun mótanefndar, telji hún að ekki beri að refsa HK fyrir að ekki skyldi hægt að spila. Leikmenn og stuðningsmenn HK og KR voru mættir í Kórinn á fimmtudaginn í síðustu viku, þegar í ljós kom að annað markið í Kórnum væri brotið. Ekki var hægt að bregðast við því í tæka tíð og leikurinn því ekki spilaður. Framkvæmdir höfðu staðið yfir í Kórnum og þar verið lagt nýtt gervigras. Ef að stjórn KSÍ ákveður á fundinum í dag að standa við ákvörðun mótanefndar þá eiga KR-ingar kost á að kæra þá ákvörðun til aganefndar KSÍ. Fari málið til aganefndar er ljóst að hún þyrfti að koma saman sem fyrst til að fá niðurstöðu í málið, enda hugsanlegt að ákvörðun hennar verði svo áfrýjað og aðeins níu dagar til stefnu miðað við tilkynningu mótanefndar í dag. Ljóst er að málið gæti haft mikil áhrif á fallbaráttuna í Bestu deild karla. HK er sem stendur í fallsæti með 14 stig en KR er með 18 stig eftir sigur sinn á FH í gærkvöld. Verði KR dæmdur 3-0 sigur yrði munurinn á liðunum því sjö stig en fari leikurinn fram gefst HK tækifæri til að komast ansi nálægt KR. Besta deild karla HK KR Tengdar fréttir Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Mótanefnd KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að finna nýja dagsetningu fyrir leikinn og stendur til að hann fari fram í Kórnum eftir níu daga, fimmtudagskvöldið 22. ágúst, tveimur vikum eftir upphaflegan leikdag. Þar með er þó ekki víst að leikurinn fari yfirhöfuð fram. KR-ingar sendu erindi til stjórnar KSÍ vegna þessarar ákvörðunar mótanefndar, og vilja þannig setja það í hendur stjórnar að ákveða hvort að málinu yrði vísað til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Stjórn KSÍ þarf því að taka stóra ákvörðun í dag því hinn kostur hennar er að standa við ákvörðun mótanefndar, telji hún að ekki beri að refsa HK fyrir að ekki skyldi hægt að spila. Leikmenn og stuðningsmenn HK og KR voru mættir í Kórinn á fimmtudaginn í síðustu viku, þegar í ljós kom að annað markið í Kórnum væri brotið. Ekki var hægt að bregðast við því í tæka tíð og leikurinn því ekki spilaður. Framkvæmdir höfðu staðið yfir í Kórnum og þar verið lagt nýtt gervigras. Ef að stjórn KSÍ ákveður á fundinum í dag að standa við ákvörðun mótanefndar þá eiga KR-ingar kost á að kæra þá ákvörðun til aganefndar KSÍ. Fari málið til aganefndar er ljóst að hún þyrfti að koma saman sem fyrst til að fá niðurstöðu í málið, enda hugsanlegt að ákvörðun hennar verði svo áfrýjað og aðeins níu dagar til stefnu miðað við tilkynningu mótanefndar í dag. Ljóst er að málið gæti haft mikil áhrif á fallbaráttuna í Bestu deild karla. HK er sem stendur í fallsæti með 14 stig en KR er með 18 stig eftir sigur sinn á FH í gærkvöld. Verði KR dæmdur 3-0 sigur yrði munurinn á liðunum því sjö stig en fari leikurinn fram gefst HK tækifæri til að komast ansi nálægt KR.
Besta deild karla HK KR Tengdar fréttir Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31