Innlent

Fimm milljarðar í húsnæðisúrræði fyrir hælis­leit­endur

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Áætlaður kostnaður fyrir árið í ár er aðeins minni eða um 4,7 milljarðar.
Áætlaður kostnaður fyrir árið í ár er aðeins minni eða um 4,7 milljarðar. Vísir/Vilhelm

Kostnaður við húsnæðisúrræði fyrir hælisleitendur nam tæplega fimm milljörðum króna árið 2023 og áætlaður kostnaður fyrir þetta ár er tæplega 4,7 milljarðar.

Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags og vinnumarkaðsráðherra, við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni, þingmanns Miðflokksins.

Í svarinu segir að Vinnumálastofnun, sem fer með þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, sé í dag með 23 búsetuúrræði með gistiplássi fyrir 1549 einstaklinga. Þau eru staðsett í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Hvalfirði, Laugarvatni og á Akureyri. Öll úrræðin geta hýst á bilinu 30-220 einstaklinga nema eitt.

Kostnaðurinn við úrræðin eru gefinn upp sundurliðaður. Kostnaður við öryggisgæslu var meiri en sjálf húsaleigan á síðasta ári en hún nam um 2,5 milljörðum á meðan húsaleigan nam um tveimur. Kostnaður við ræstingu nam um 237 milljónum.

Vinnumálastofnun er einnig með þjónustusamning við fjögur sveitarfélög um að húsa 440 umsækjendur en þau sveitarfélög eru Reykjavík, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Borgarbyggð. Samsetning húsnæðis hjá þeim er að sögn ráðherrans mjög misjöfn og er bæði verið að leigja herbergi og íbúðir frir þessa umsækjendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×