Eigum við Íslendingar of fáa keppendur á Ólympíuleikum? Kjartan Ásmundsson skrifar 13. ágúst 2024 20:00 Nú í framhaldi af Ólympíuleikum í París þar sem að bæði áhorfendur á staðnum og við sem sátum fyrir framan sjónvarpið glöddumst yfir afrekum íþróttafólksins er vert að staldra aðeins við. Íslenskir keppendur stóðu sig vel og greinilegt að okkar bestu þjálfarar og fagfólk var því til stuðnings. En ég staldraði sjálfur við viðtal við afreksstjóra ÍSÍ sem lét hafa eftir sér að það þyrfti að tífalda opinberan stuðning til að koma hinum og þessum á leikana. Ég bendi á að árangurinn hefur alls ekki batnað hvað þátttöku á leikunum varðar á rúmlega síðasta áratug þó svo að opinberir aðilar hafi hér um bil tuttugufaldað sitt framlag til afrekssjóðs ÍSÍ úr um 25 í 500mkr. Í rekstri væri það nú alls ekki góður fyrirboði og eiginlega það slæmur að viðkomandi fjárfesting yrði hreinlega afskrifuð og leitað nýrra tækifæra. Nei nú vill afreksstjórinn tíföldun. Þetta skal takast. Ég velti því fyrir mér hvað liggi að baki og hvort Ólympíusambandið setji virkilega stefnuna á að eyða um fimm milljörðum króna til að koma sem flestum á Ólympíuleika. Er það okkar helsta markmið að taka þátt? Það getur verið að við getum náð betri árangri á leikunum en eitt er þó víst að fjármagn eitt og sér dugar ekki til. Í körfubolta þarf hreinlega kraftaverk enda mjög erfitt að komast inn á leikana. Mér finnst það hálf ólýðræðislegt og óheilbrigt að eyða háum fjárhæðum í þessa hluti og taka þátt í einhverri keppni við þjóðir eins og Kína, Bandaríkin, og Rússland. Á undanförnum árum hafa þessar þjóðir lagt allt kapp á að ná árangri í ákveðnum íþróttagreinum, greinum sem almenningur í viðkomandi landi stundar í sumum tilfellum ekki og varið til þess ómældum fjárhæðum til að vinna medalíur á leikunum. Þær eru hreinlega í innbyrðis pissukeppni sem okkur Íslendinga varðar ekkert um. Helsta baráttumál íþróttahreyfingarinnar ætti miklu frekar að vera það að stuðla að auknum stuðningi við íþróttafélögin, sem eru að leggja á sig mikla vinnu við að búa til afreksíþróttafólkið okkar hvort svo sem það kemst á stórmót eða ekki. Byrjum því frekar á að efla stuðning við starf félaganna sem ná varla að láta enda ná saman áður en við förum fram á marga milljarða í afrekssjóð ÍSÍ. Höfundur er formaður ÍTK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólympíuleikar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Nú í framhaldi af Ólympíuleikum í París þar sem að bæði áhorfendur á staðnum og við sem sátum fyrir framan sjónvarpið glöddumst yfir afrekum íþróttafólksins er vert að staldra aðeins við. Íslenskir keppendur stóðu sig vel og greinilegt að okkar bestu þjálfarar og fagfólk var því til stuðnings. En ég staldraði sjálfur við viðtal við afreksstjóra ÍSÍ sem lét hafa eftir sér að það þyrfti að tífalda opinberan stuðning til að koma hinum og þessum á leikana. Ég bendi á að árangurinn hefur alls ekki batnað hvað þátttöku á leikunum varðar á rúmlega síðasta áratug þó svo að opinberir aðilar hafi hér um bil tuttugufaldað sitt framlag til afrekssjóðs ÍSÍ úr um 25 í 500mkr. Í rekstri væri það nú alls ekki góður fyrirboði og eiginlega það slæmur að viðkomandi fjárfesting yrði hreinlega afskrifuð og leitað nýrra tækifæra. Nei nú vill afreksstjórinn tíföldun. Þetta skal takast. Ég velti því fyrir mér hvað liggi að baki og hvort Ólympíusambandið setji virkilega stefnuna á að eyða um fimm milljörðum króna til að koma sem flestum á Ólympíuleika. Er það okkar helsta markmið að taka þátt? Það getur verið að við getum náð betri árangri á leikunum en eitt er þó víst að fjármagn eitt og sér dugar ekki til. Í körfubolta þarf hreinlega kraftaverk enda mjög erfitt að komast inn á leikana. Mér finnst það hálf ólýðræðislegt og óheilbrigt að eyða háum fjárhæðum í þessa hluti og taka þátt í einhverri keppni við þjóðir eins og Kína, Bandaríkin, og Rússland. Á undanförnum árum hafa þessar þjóðir lagt allt kapp á að ná árangri í ákveðnum íþróttagreinum, greinum sem almenningur í viðkomandi landi stundar í sumum tilfellum ekki og varið til þess ómældum fjárhæðum til að vinna medalíur á leikunum. Þær eru hreinlega í innbyrðis pissukeppni sem okkur Íslendinga varðar ekkert um. Helsta baráttumál íþróttahreyfingarinnar ætti miklu frekar að vera það að stuðla að auknum stuðningi við íþróttafélögin, sem eru að leggja á sig mikla vinnu við að búa til afreksíþróttafólkið okkar hvort svo sem það kemst á stórmót eða ekki. Byrjum því frekar á að efla stuðning við starf félaganna sem ná varla að láta enda ná saman áður en við förum fram á marga milljarða í afrekssjóð ÍSÍ. Höfundur er formaður ÍTK.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun