Enginn vindmyllugarður án bættra vega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 13:01 Myllurnar myndu sjást úr mikilli fjarlægð, enda allt að 200 metra háar. Á myndinni eru vindmyllur á Gellingarkletti ofan Þórshafnar í Færeyjum. Vísir/Egill Aðalsteinsson Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig. Franska félagið Qair hélt kynningarfund fyrir Dalamenn í gærkvöldi um áform félagsins um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Til stendur að reisa þar 29 vindmyllur og eiga þær að rísa upp í 200 metra hæð. Meðal þess sem var kynnt á fundinum var ný umhverfismatsskýrsla Umhverfisstofnunar um áætlanirnar. Helstu athugasemdir sem fram komu er sjónræn mengun sem hlýst af görðunum og áhrif þeirra á fjölbreytt fuglalíf á Laxárdalsheiði. „Þegar þú ert með allt að 200 metra há mannvirki þá verður alltaf mikill sýnileiki. Það sem hjálpar okkur er að þetta er á Laxárdalsheiði, þetta er á bak við hvilftir þannig að það felur að hluta til og hefur áhrif á sýnileikann. En það er ómögulegt að fela þessi mannvirki og það verður alltaf sýnileiki af þeim,“ segir Friðjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Qair á Íslandi. Tæki hálfan annan áratug að borga sig Samráðsferli er nú í gangi sem stendur til þriðja september. Gangi allt eftir erru vonir um að verkið verði afgreitt í rammaáætlun fyrir áramót og uppbygging hefjist árið 2027. „Ef við notum þumalputtaregluna varðandi vindorkuna þá má búast við að þetta kosti um 200 milljónir á megavattið. Þetta eru 209 megavött þannig að þetta eru rúmir fjörutíu milljarðar sem verkefnið kemur til með að kosta. Hversu lengi það er að borga sig - þetta er þolinmótt fé og við myndum vænta þess að þetta borgi sig á fimmtán árum plús.“ Uppbygging innviða nauðsynleg Nokkur fjöldi fólks sótti fundinn og miklar umræður sköpuðust meðal íbúa. „Ég myndi segja að viðbrögðin væru kannski hikandi. Það erum margar spurningar, sem komu upp á fundinum í gær og það voru mjög góðar umræður. Það eru margar spurningar sem er enn ósvarað en enginn getur svarað akkúrat núna,“ segir Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar. „Það er þá einna helst hvaða áhrif þetta mun hafa á samfélagið. Mun uppbygging vindgarðs í Dalabyggð verða til uppbyggingar í samfélaginu og uppbyggingar á samfélaginu samhliða?“ Ljóst er að ráðast þarf í miklar endurbætur á samgönguinnviðum ef ráðist verður í verkið. „Ef af þessu verður þá eru vegamál að fara að aftra þessu verkefni. Vegirnir þurfa að vera í lagi til þess að hægt sé að byggja upp samfélög úti á landi. Til þess að af þessum vindorkugarði geti orðið þarf að byggja upp veginn til Dalabyggðar, sem gæti haft áframhaldandi áhrif og stuðlað að frekari uppbyggingu,“ segir Ingibjörg. „Eins og staðan er í vegamálum er ekki hægt að koma þessu á staðinn.“ Orkumál Vindorka Dalabyggð Tengdar fréttir „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. 14. ágúst 2024 07:30 Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51 Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Franska félagið Qair hélt kynningarfund fyrir Dalamenn í gærkvöldi um áform félagsins um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Til stendur að reisa þar 29 vindmyllur og eiga þær að rísa upp í 200 metra hæð. Meðal þess sem var kynnt á fundinum var ný umhverfismatsskýrsla Umhverfisstofnunar um áætlanirnar. Helstu athugasemdir sem fram komu er sjónræn mengun sem hlýst af görðunum og áhrif þeirra á fjölbreytt fuglalíf á Laxárdalsheiði. „Þegar þú ert með allt að 200 metra há mannvirki þá verður alltaf mikill sýnileiki. Það sem hjálpar okkur er að þetta er á Laxárdalsheiði, þetta er á bak við hvilftir þannig að það felur að hluta til og hefur áhrif á sýnileikann. En það er ómögulegt að fela þessi mannvirki og það verður alltaf sýnileiki af þeim,“ segir Friðjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Qair á Íslandi. Tæki hálfan annan áratug að borga sig Samráðsferli er nú í gangi sem stendur til þriðja september. Gangi allt eftir erru vonir um að verkið verði afgreitt í rammaáætlun fyrir áramót og uppbygging hefjist árið 2027. „Ef við notum þumalputtaregluna varðandi vindorkuna þá má búast við að þetta kosti um 200 milljónir á megavattið. Þetta eru 209 megavött þannig að þetta eru rúmir fjörutíu milljarðar sem verkefnið kemur til með að kosta. Hversu lengi það er að borga sig - þetta er þolinmótt fé og við myndum vænta þess að þetta borgi sig á fimmtán árum plús.“ Uppbygging innviða nauðsynleg Nokkur fjöldi fólks sótti fundinn og miklar umræður sköpuðust meðal íbúa. „Ég myndi segja að viðbrögðin væru kannski hikandi. Það erum margar spurningar, sem komu upp á fundinum í gær og það voru mjög góðar umræður. Það eru margar spurningar sem er enn ósvarað en enginn getur svarað akkúrat núna,“ segir Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar. „Það er þá einna helst hvaða áhrif þetta mun hafa á samfélagið. Mun uppbygging vindgarðs í Dalabyggð verða til uppbyggingar í samfélaginu og uppbyggingar á samfélaginu samhliða?“ Ljóst er að ráðast þarf í miklar endurbætur á samgönguinnviðum ef ráðist verður í verkið. „Ef af þessu verður þá eru vegamál að fara að aftra þessu verkefni. Vegirnir þurfa að vera í lagi til þess að hægt sé að byggja upp samfélög úti á landi. Til þess að af þessum vindorkugarði geti orðið þarf að byggja upp veginn til Dalabyggðar, sem gæti haft áframhaldandi áhrif og stuðlað að frekari uppbyggingu,“ segir Ingibjörg. „Eins og staðan er í vegamálum er ekki hægt að koma þessu á staðinn.“
Orkumál Vindorka Dalabyggð Tengdar fréttir „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. 14. ágúst 2024 07:30 Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51 Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
„Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. 14. ágúst 2024 07:30
Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51
Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27