Ætlar Akureyrarbær að snuða íbúa? Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hilda Jana Gísladóttir skrifa 14. ágúst 2024 12:30 Allt útlit er fyrir að meirihluti Sjálfstæðisfokks, Miðflokks og L-list í bæjarstjórn Akureyrarbæjar ætli sér að snuða launþega um kjarabót sem flestir íbúar landsins hafa nú þegar fengið. Fólk sem samþykkti kjarasamninga með mjög hóflegum launahækkunum, í þeirri trú að þeirra sveitarfélag myndi standa við gefin loforð og lækka gjaldskrár sveitarfélaga er varðar barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Í mars samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að lækka gjaldskrár sínar í samræmi við umrætt samkomulag, en slíkar lækkanir hafa þó enn ekki orðið að veruleika. Í hverjum einasta mánuði verða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu því af þeim kjarabótum sem um var samið. Gjaldskrár Akureyrarbæjar hækkuð mikið um síðustu áramót Um liðin áramót hækkuðu gjaldskrár Akureyrarbæjar almennt um 7,5%-9%, einstaka gjaldskrá hækkaði þó enn meira s.s. gjaldskrá fyrir leikskóla í 8,5 tíma með fæði sem hækkaði um 13,2%. Þegar meirihluti bæjarstjórnar samþykkti þessar miklu hækkanir bókaði bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi: „Í ljósi efnahagsþróunar telur bæjarstjórn Akureyrarbæjar að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna. Komi til þess er Akureyrarbær tilbúinn að koma að slíku átaki.“ Þetta var að sjálfsögðu gert þar sem líklegt þótti að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, myndu þurfa að koma að einhvers konar samkomulagi til að skapa sátt á vinnumarkaði og kveða niður verðbólguna. Sú varð síðar reyndin að slíkt samkomulag var gert. Í kjölfarið samþykkti bæjarstjórn þann 19.mars tillögu Hildu Jönu Gísladóttir, oddvita Samfylkingarinnar, en í henni sagði m.a. „...Akureyrarbær mun því í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%...“ Í þá samþykktu tillögu vísaði síðan bæjarráð í á fundi sínum þann 21.mars. Enn engar gjaldskrár lækkað Mörg sveitarfélög sem hækkuðu gjaldskrár sínar umfram þessi 3,5% um liðin áramót lækkað gjaldskrár sínar aftur í samræmi við áðurnefnt samkomulag. Það hefur hins vegar ekki verið reyndin hjá Akureyrarbæ. Við oddvitar Framsóknar og Samfylkingar, höfum í þrígang óskað eftir umræðu í bæjarráði um það hvernig eigi að framfylgja þessari ákvörðun bæjarstjórnar, en í tvígang aðeins fengið loðin og óskýr svör, en í þriðja sinn er málið til umfjöllunar í fyrramálið. Enn hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar og reyndar þvert á móti samþykkti fræðslu- og lýðheilsuráð í vikunni gjaldskrár fyrir leikskóla, frístund og ávaxta- og mjólkuráskrift þar sem engar lækkanir á gjaldskrám er að finna og vísuðu málinu til bæjarráðs til loka samþykktar. Formaður þeirrar nefndar er jafnframt formaður bæjarráðs og því varla hægt að ætla annað en að meirihlutinn ætli sér einfaldlega ekki að standa við það samkomulag sem gert var og bæjarstjórn samþykkti. Við skorum á meirihlutann að sjá sóma sinn í því að snuða ekki barnafjölskyldur og fólk í viðvæmri stöðum með þessum hætti. Það er enn tími til að bregðast við og tryggja að gjaldskrárnar lækki síðustu fjóra mánuði ársins. Skaðinn er hins vegar sannarlega skeður, nema að ætlunin sé að lækka gjaldskrárnar þeim mun meira og tryggja að í heildina verði gjaldskrárhækkanir ársins 2024 ekki umfram þessi 3,5% yfir árið, sem sannarlega væri eðlilegt að gera. Hilda Jana er oddviti Samfylkingar og Sunna Hlín oddviti Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Allt útlit er fyrir að meirihluti Sjálfstæðisfokks, Miðflokks og L-list í bæjarstjórn Akureyrarbæjar ætli sér að snuða launþega um kjarabót sem flestir íbúar landsins hafa nú þegar fengið. Fólk sem samþykkti kjarasamninga með mjög hóflegum launahækkunum, í þeirri trú að þeirra sveitarfélag myndi standa við gefin loforð og lækka gjaldskrár sveitarfélaga er varðar barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Í mars samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að lækka gjaldskrár sínar í samræmi við umrætt samkomulag, en slíkar lækkanir hafa þó enn ekki orðið að veruleika. Í hverjum einasta mánuði verða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu því af þeim kjarabótum sem um var samið. Gjaldskrár Akureyrarbæjar hækkuð mikið um síðustu áramót Um liðin áramót hækkuðu gjaldskrár Akureyrarbæjar almennt um 7,5%-9%, einstaka gjaldskrá hækkaði þó enn meira s.s. gjaldskrá fyrir leikskóla í 8,5 tíma með fæði sem hækkaði um 13,2%. Þegar meirihluti bæjarstjórnar samþykkti þessar miklu hækkanir bókaði bæjarstjórn samhljóða eftirfarandi: „Í ljósi efnahagsþróunar telur bæjarstjórn Akureyrarbæjar að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna. Komi til þess er Akureyrarbær tilbúinn að koma að slíku átaki.“ Þetta var að sjálfsögðu gert þar sem líklegt þótti að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, myndu þurfa að koma að einhvers konar samkomulagi til að skapa sátt á vinnumarkaði og kveða niður verðbólguna. Sú varð síðar reyndin að slíkt samkomulag var gert. Í kjölfarið samþykkti bæjarstjórn þann 19.mars tillögu Hildu Jönu Gísladóttir, oddvita Samfylkingarinnar, en í henni sagði m.a. „...Akureyrarbær mun því í samræmi við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%...“ Í þá samþykktu tillögu vísaði síðan bæjarráð í á fundi sínum þann 21.mars. Enn engar gjaldskrár lækkað Mörg sveitarfélög sem hækkuðu gjaldskrár sínar umfram þessi 3,5% um liðin áramót lækkað gjaldskrár sínar aftur í samræmi við áðurnefnt samkomulag. Það hefur hins vegar ekki verið reyndin hjá Akureyrarbæ. Við oddvitar Framsóknar og Samfylkingar, höfum í þrígang óskað eftir umræðu í bæjarráði um það hvernig eigi að framfylgja þessari ákvörðun bæjarstjórnar, en í tvígang aðeins fengið loðin og óskýr svör, en í þriðja sinn er málið til umfjöllunar í fyrramálið. Enn hafa gjaldskrár ekki verið lækkaðar og reyndar þvert á móti samþykkti fræðslu- og lýðheilsuráð í vikunni gjaldskrár fyrir leikskóla, frístund og ávaxta- og mjólkuráskrift þar sem engar lækkanir á gjaldskrám er að finna og vísuðu málinu til bæjarráðs til loka samþykktar. Formaður þeirrar nefndar er jafnframt formaður bæjarráðs og því varla hægt að ætla annað en að meirihlutinn ætli sér einfaldlega ekki að standa við það samkomulag sem gert var og bæjarstjórn samþykkti. Við skorum á meirihlutann að sjá sóma sinn í því að snuða ekki barnafjölskyldur og fólk í viðvæmri stöðum með þessum hætti. Það er enn tími til að bregðast við og tryggja að gjaldskrárnar lækki síðustu fjóra mánuði ársins. Skaðinn er hins vegar sannarlega skeður, nema að ætlunin sé að lækka gjaldskrárnar þeim mun meira og tryggja að í heildina verði gjaldskrárhækkanir ársins 2024 ekki umfram þessi 3,5% yfir árið, sem sannarlega væri eðlilegt að gera. Hilda Jana er oddviti Samfylkingar og Sunna Hlín oddviti Framsóknar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun