Eyddu sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni í Hlíðarfjalli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 13:31 Sprengjan var af gerðinni mortar sem skotið var úr sprengjuvörpum í seinni heimsstyrjöldinni. Grenndargralið Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi breskri sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni í Hlíðarfjalli fyrir viku síðan. Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og umsjónarmaður síðunnar Grenndargralsins, var viðstaddur eyðinguna og segir allt hafa gengið vel. Þeir sem gengu fram á sprengjuna tilkynntu þegar í stað um fundinn. Eftir að hafa ráðfært sig við Landhelgisgæsluna og sent myndir suður, var það staðfest að um svokallaða mortar-sprengju væri að ræða sem skotið var úr þartilgerðum sprengjuvörpum en breskt herlið var með æfingasvæði í Hlíðarfjalli á hernámsárunum. Sprengjan var um 13 sentimetra löng.Grenndargralið Í síðustu viku kom svo teymi sprengjusérfræðinga frá Reykjavík til Akureyrar og gekk upp á fjallið daginn eftir. Eftir rannsókn á gripnum var það staðfest að virk sprengja væri á ferðinni sem hætta stafaði af. Ákveðið var að henni skyldi eytt. Jónas Þorvaldsson, sviðsstjóri séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að sprengjusveitin hafi sett hraðvirkt og öflugt sprengiefni á mortar-sprengjuna sem kom henni af stað. Þetta er í þriðja skipti á síðustu fjórum árum sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar fer í útkall í Hlíðarfjall. Brynjar segir að í hittifyrra hafi heljarinnar hvellur heyrst um allan bæ þegar önnur slík mortar-sprengja var sprengd. Sprengjan var sprengd með sérstökum búnaði svo engin hætta stafaði af.Grenndargralið Brynjar tekur fram að svæðið þar sem sprengjan fannst sé utan skíðasvæðisins og úr alfaraleið en að alltaf beri að hafa varann á þegar um virkar sprengjur ræðir. Hættan sé alltaf til staðar og rétt sé að fara að öllu með gát. Akureyri Landhelgisgæslan Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. 7. ágúst 2024 14:24 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Þeir sem gengu fram á sprengjuna tilkynntu þegar í stað um fundinn. Eftir að hafa ráðfært sig við Landhelgisgæsluna og sent myndir suður, var það staðfest að um svokallaða mortar-sprengju væri að ræða sem skotið var úr þartilgerðum sprengjuvörpum en breskt herlið var með æfingasvæði í Hlíðarfjalli á hernámsárunum. Sprengjan var um 13 sentimetra löng.Grenndargralið Í síðustu viku kom svo teymi sprengjusérfræðinga frá Reykjavík til Akureyrar og gekk upp á fjallið daginn eftir. Eftir rannsókn á gripnum var það staðfest að virk sprengja væri á ferðinni sem hætta stafaði af. Ákveðið var að henni skyldi eytt. Jónas Þorvaldsson, sviðsstjóri séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að sprengjusveitin hafi sett hraðvirkt og öflugt sprengiefni á mortar-sprengjuna sem kom henni af stað. Þetta er í þriðja skipti á síðustu fjórum árum sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar fer í útkall í Hlíðarfjall. Brynjar segir að í hittifyrra hafi heljarinnar hvellur heyrst um allan bæ þegar önnur slík mortar-sprengja var sprengd. Sprengjan var sprengd með sérstökum búnaði svo engin hætta stafaði af.Grenndargralið Brynjar tekur fram að svæðið þar sem sprengjan fannst sé utan skíðasvæðisins og úr alfaraleið en að alltaf beri að hafa varann á þegar um virkar sprengjur ræðir. Hættan sé alltaf til staðar og rétt sé að fara að öllu með gát.
Akureyri Landhelgisgæslan Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. 7. ágúst 2024 14:24 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. 7. ágúst 2024 14:24