Sjúkdómurinn, sem er bráðsmitandi, hefur drepið að minnsta kosti 450 manns í Lýðveldinu Kongó, þar sem hans varð fyrst vart.
Nú hefur bólan breiðst út um mið- og austurhluta Afríku og vísindamenn hafa áhyggjur af því hversu hratt þetta nýja afbrigði breiðist út og hversu hátt hlutfall þeirra sem smitast lætur lífið.
Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus, segist hafa miklar áhyggjur af því að apabólan breiðist víðar út um Afríku og jafnvel til annarra heimsálfa.
Apabólan smitast í gegnum náin kynni eins og kynlíf en einnig með andardrætti ef viðkomandi eru nálægt hvor öðrum.
Í fyrstu er um flensueinkenni að ræða en svo brjótast úr slæmar bólur um allan líkamann og eins og staðan er nú deyr einn af hverjum hundrað sem smitast.
Unnt er að hefta útbreiðsluna með bóluefni en í Afríku er það illfáanlegt og yfirleitt ekki gefið nema í hópum sem eru í mikilli hættu á að hafa smitast.