Þrefaldur meistari stefnir á atvinnumennsku: „Langar að fara á LPGA í Bandaríkjunum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. ágúst 2024 09:31 vísir / ívar Hulda Clara Gestsdóttir átti sannkallað draumasumar. Bráðlega heldur hún út á síðasta árið í háskóla, eftir það er stefnan sett á atvinnumennsku. Fór á fyrsta golfnámskeiðið fimm ára Við hittum Huldu þar sem ferill hennar hófst þegar hún var aðeins fimm ára gömul, á velli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Hún hefur verið þar við æfingar á sumrin en eytt síðustu þremur vetrum í háskóla í Denver. Þetta sumar hefur verið Huldu alveg einstaklega gott. Hún varð Íslandsmeistari, vann Hvaleyrarbikarinn og tryggði sér um leið stigameistaratitil Golfsambandsins. „Þetta er bara búið að vera alveg ógeðslega gaman, öllum markmiðum náð. Mjög skemmtilegt þegar maður nær því og markmiðið er auðvitað alltaf að verða Íslandsmeistari á hverju sumri, það var toppurinn á sumrinu.“ Íslandsmeistari, einn af þremur titlum Huldu. Fletta má til að sjá fleiri myndir. golfsamband ÍslandsHvaleyrarbikarinn í höfn. golfsamband Íslandsog stigameistaratitill Golfsambandsins. golfsamband Íslands Síðasta skólaárið Að næsta skólaári loknu verður Hulda útskrifuð úr viðskiptagreiningu. Hún segir síðustu þrjá ár í háskólanum í Denver hafa gert sér gríðarlega gott. „Þetta er eiginlega bara nauðsynlegt finnst mér. Sérstaklega þegar tímabilið er svona stutt á Íslandi, bara fjórir mánuðir eða svo sem við getum spilað hérna úti. Það eru mikil gæði að geta spilað alveg tíu mánuði í staðinn fyrir þessa fjóra.“ View this post on Instagram A post shared by The Summit League (@thesummitleague) LPGA er draumurinn Stefnan eftir útskrift er sett á atvinnumennsku og hún ætlar að skrá sig til leiks í úrtökumóti, eða svokölluðum Qualifying School. „Mig langar að fara á LPGA [mótaröðina] í Bandaríkjunum, þannig að ég ætla að byrja á því að fara í Q School. Sjá hvort ég komist inn eða ekki. Ef ekki, þá reyni ég við Evróputúrinn, svo reyni ég aftur á næsta ári við Bandaríkin.“ Að lokum sýndi Hulda svo meistarasveifluna sem skilaði titlunum þremur í sumar. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Golf Íslandsmótið í golfi Golfvellir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Sjá meira
Fór á fyrsta golfnámskeiðið fimm ára Við hittum Huldu þar sem ferill hennar hófst þegar hún var aðeins fimm ára gömul, á velli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Hún hefur verið þar við æfingar á sumrin en eytt síðustu þremur vetrum í háskóla í Denver. Þetta sumar hefur verið Huldu alveg einstaklega gott. Hún varð Íslandsmeistari, vann Hvaleyrarbikarinn og tryggði sér um leið stigameistaratitil Golfsambandsins. „Þetta er bara búið að vera alveg ógeðslega gaman, öllum markmiðum náð. Mjög skemmtilegt þegar maður nær því og markmiðið er auðvitað alltaf að verða Íslandsmeistari á hverju sumri, það var toppurinn á sumrinu.“ Íslandsmeistari, einn af þremur titlum Huldu. Fletta má til að sjá fleiri myndir. golfsamband ÍslandsHvaleyrarbikarinn í höfn. golfsamband Íslandsog stigameistaratitill Golfsambandsins. golfsamband Íslands Síðasta skólaárið Að næsta skólaári loknu verður Hulda útskrifuð úr viðskiptagreiningu. Hún segir síðustu þrjá ár í háskólanum í Denver hafa gert sér gríðarlega gott. „Þetta er eiginlega bara nauðsynlegt finnst mér. Sérstaklega þegar tímabilið er svona stutt á Íslandi, bara fjórir mánuðir eða svo sem við getum spilað hérna úti. Það eru mikil gæði að geta spilað alveg tíu mánuði í staðinn fyrir þessa fjóra.“ View this post on Instagram A post shared by The Summit League (@thesummitleague) LPGA er draumurinn Stefnan eftir útskrift er sett á atvinnumennsku og hún ætlar að skrá sig til leiks í úrtökumóti, eða svokölluðum Qualifying School. „Mig langar að fara á LPGA [mótaröðina] í Bandaríkjunum, þannig að ég ætla að byrja á því að fara í Q School. Sjá hvort ég komist inn eða ekki. Ef ekki, þá reyni ég við Evróputúrinn, svo reyni ég aftur á næsta ári við Bandaríkin.“ Að lokum sýndi Hulda svo meistarasveifluna sem skilaði titlunum þremur í sumar. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan.
Golf Íslandsmótið í golfi Golfvellir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Sjá meira