Þrefaldur meistari stefnir á atvinnumennsku: „Langar að fara á LPGA í Bandaríkjunum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. ágúst 2024 09:31 vísir / ívar Hulda Clara Gestsdóttir átti sannkallað draumasumar. Bráðlega heldur hún út á síðasta árið í háskóla, eftir það er stefnan sett á atvinnumennsku. Fór á fyrsta golfnámskeiðið fimm ára Við hittum Huldu þar sem ferill hennar hófst þegar hún var aðeins fimm ára gömul, á velli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Hún hefur verið þar við æfingar á sumrin en eytt síðustu þremur vetrum í háskóla í Denver. Þetta sumar hefur verið Huldu alveg einstaklega gott. Hún varð Íslandsmeistari, vann Hvaleyrarbikarinn og tryggði sér um leið stigameistaratitil Golfsambandsins. „Þetta er bara búið að vera alveg ógeðslega gaman, öllum markmiðum náð. Mjög skemmtilegt þegar maður nær því og markmiðið er auðvitað alltaf að verða Íslandsmeistari á hverju sumri, það var toppurinn á sumrinu.“ Íslandsmeistari, einn af þremur titlum Huldu. Fletta má til að sjá fleiri myndir. golfsamband ÍslandsHvaleyrarbikarinn í höfn. golfsamband Íslandsog stigameistaratitill Golfsambandsins. golfsamband Íslands Síðasta skólaárið Að næsta skólaári loknu verður Hulda útskrifuð úr viðskiptagreiningu. Hún segir síðustu þrjá ár í háskólanum í Denver hafa gert sér gríðarlega gott. „Þetta er eiginlega bara nauðsynlegt finnst mér. Sérstaklega þegar tímabilið er svona stutt á Íslandi, bara fjórir mánuðir eða svo sem við getum spilað hérna úti. Það eru mikil gæði að geta spilað alveg tíu mánuði í staðinn fyrir þessa fjóra.“ View this post on Instagram A post shared by The Summit League (@thesummitleague) LPGA er draumurinn Stefnan eftir útskrift er sett á atvinnumennsku og hún ætlar að skrá sig til leiks í úrtökumóti, eða svokölluðum Qualifying School. „Mig langar að fara á LPGA [mótaröðina] í Bandaríkjunum, þannig að ég ætla að byrja á því að fara í Q School. Sjá hvort ég komist inn eða ekki. Ef ekki, þá reyni ég við Evróputúrinn, svo reyni ég aftur á næsta ári við Bandaríkin.“ Að lokum sýndi Hulda svo meistarasveifluna sem skilaði titlunum þremur í sumar. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Golf Íslandsmótið í golfi Golfvellir Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Fleiri fréttir Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fór á fyrsta golfnámskeiðið fimm ára Við hittum Huldu þar sem ferill hennar hófst þegar hún var aðeins fimm ára gömul, á velli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Hún hefur verið þar við æfingar á sumrin en eytt síðustu þremur vetrum í háskóla í Denver. Þetta sumar hefur verið Huldu alveg einstaklega gott. Hún varð Íslandsmeistari, vann Hvaleyrarbikarinn og tryggði sér um leið stigameistaratitil Golfsambandsins. „Þetta er bara búið að vera alveg ógeðslega gaman, öllum markmiðum náð. Mjög skemmtilegt þegar maður nær því og markmiðið er auðvitað alltaf að verða Íslandsmeistari á hverju sumri, það var toppurinn á sumrinu.“ Íslandsmeistari, einn af þremur titlum Huldu. Fletta má til að sjá fleiri myndir. golfsamband ÍslandsHvaleyrarbikarinn í höfn. golfsamband Íslandsog stigameistaratitill Golfsambandsins. golfsamband Íslands Síðasta skólaárið Að næsta skólaári loknu verður Hulda útskrifuð úr viðskiptagreiningu. Hún segir síðustu þrjá ár í háskólanum í Denver hafa gert sér gríðarlega gott. „Þetta er eiginlega bara nauðsynlegt finnst mér. Sérstaklega þegar tímabilið er svona stutt á Íslandi, bara fjórir mánuðir eða svo sem við getum spilað hérna úti. Það eru mikil gæði að geta spilað alveg tíu mánuði í staðinn fyrir þessa fjóra.“ View this post on Instagram A post shared by The Summit League (@thesummitleague) LPGA er draumurinn Stefnan eftir útskrift er sett á atvinnumennsku og hún ætlar að skrá sig til leiks í úrtökumóti, eða svokölluðum Qualifying School. „Mig langar að fara á LPGA [mótaröðina] í Bandaríkjunum, þannig að ég ætla að byrja á því að fara í Q School. Sjá hvort ég komist inn eða ekki. Ef ekki, þá reyni ég við Evróputúrinn, svo reyni ég aftur á næsta ári við Bandaríkin.“ Að lokum sýndi Hulda svo meistarasveifluna sem skilaði titlunum þremur í sumar. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan.
Golf Íslandsmótið í golfi Golfvellir Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Fleiri fréttir Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjá meira