Seðlabankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 23:58 Finnbjörn segir að það yrðu veruleg vonbrigði, verði stýrivextir ekki lækkaðir í næstu viku. Vísir/Vilhelm Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir að það yrðu veruleg vonbrigði verði stýrivextir ekki lækkaðir í næstu viku. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Peningastefnunefnd Seðlabankans mun halda stýrivöxtum óbreyttum við vaxtaákvörðun í næstu viku samkvæmt spá hagfræðideildar Landsbankans, í ljósi þess að verðbólga jókst umfram væntingar í sumar. Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir, 9,25 prósent, í eitt ár. Veruleg vonbrigði ef vextir verða ekki lækkaðir „Þessi spá, þessarar greiningardeildar, er náttúrulega bara afstaða viðkomandi banka, sem græðir á tá og fingri á háum vöxtum,“ segir Finnbjörn. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Verðbólgan hafi hjaðnað frá því fyrir ári síðan, samdráttur sé í hagkerfinu og hóflegir kjarasamningar liggi fyrir. „Vegna þess að þegar að þessir 9,25 prósent vextir voru settir á, þá bjuggum við við 8,8 prósent verðbólgu og 6,2 prósent undirliggjandi verðbólgu. Í dag er verðbólga 6,3 prósent, og undirliggjandi verðbólga er rétt yfir 4 prósent,“ segir Finnbjörn, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þeir settu líka það að það væri mikil þensla í hagkerfinu, í dag erum við farin að sjá samdrátt í hagkerfinu,“ segir Finnbjörn. Einnig hafi mikil áhersla verið lögð á það fyrir ári síðan að kjarasamningar væru lausir og mikil óvissa væri þess vegna. Nú sé búið að gera kjarasamninga fyrir meira en 90 prósent vinnumarkaðarins, og allir viti hvernig þeir eru til næstu fjögurra ára. „Þannig það eru engar forsendur miðað við þær forsendur sem Seðlabankinn gaf á þeim tíma, sem ættu að styrkja það að þeir héldu stýrivöxtum óbreyttum.“ Auka þurfi lóðaframboð og grípa til aðgerða Finnbjörn segir að forsendur kjarasamninganna séu ekki brostnir þótt vextir verði ekki lækkaðir í næstu viku. „Nei ekki að svo stöddu. Það eru ákveðin skilyrði sem þurfa að vera, og þau koma ekki fyrr en á næsta ári.“ Huga þurfi að því, af hverju verðbólgan sé með þessum hætti. Hún komi að stærstum hluta til af húsnæðisliðnum. „Við verðum að fara ráðast á þennan lið með einhverjum aðgerðum. Þær aðgerðir eru ekkert annað heldur en að það þurfi að auka lóðaframboð verulega mikið. Til skamms tíma gæti ríkisstjórnin skilið á milli íbúðamarkaðar og fjárfestingamarkaðar,“ segir hann. Hann segir að íbúðamarkaðurinn sé að keppa við fjárfestingamarkað. „Þessir aðilar sem eru að kaupa aðra, þriðju eða fjórðu íbúð, ef þeir eiga íbúðina í 2 ár, þá fá þeir hagnaðinn skattfrjálsann. Og það verður bara að stoppa þennan hvata fjárfestingaraðila, til þess að vera kaupa íbúðir af íbúðamarkaðnum,“ segir Finnbjörn. Einnig verði að fara skoða Airbnb íbúðir aftur, hvernig hægt væri að koma þeim á almennan íbúðamarkað. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans mun halda stýrivöxtum óbreyttum við vaxtaákvörðun í næstu viku samkvæmt spá hagfræðideildar Landsbankans, í ljósi þess að verðbólga jókst umfram væntingar í sumar. Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir, 9,25 prósent, í eitt ár. Veruleg vonbrigði ef vextir verða ekki lækkaðir „Þessi spá, þessarar greiningardeildar, er náttúrulega bara afstaða viðkomandi banka, sem græðir á tá og fingri á háum vöxtum,“ segir Finnbjörn. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Verðbólgan hafi hjaðnað frá því fyrir ári síðan, samdráttur sé í hagkerfinu og hóflegir kjarasamningar liggi fyrir. „Vegna þess að þegar að þessir 9,25 prósent vextir voru settir á, þá bjuggum við við 8,8 prósent verðbólgu og 6,2 prósent undirliggjandi verðbólgu. Í dag er verðbólga 6,3 prósent, og undirliggjandi verðbólga er rétt yfir 4 prósent,“ segir Finnbjörn, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þeir settu líka það að það væri mikil þensla í hagkerfinu, í dag erum við farin að sjá samdrátt í hagkerfinu,“ segir Finnbjörn. Einnig hafi mikil áhersla verið lögð á það fyrir ári síðan að kjarasamningar væru lausir og mikil óvissa væri þess vegna. Nú sé búið að gera kjarasamninga fyrir meira en 90 prósent vinnumarkaðarins, og allir viti hvernig þeir eru til næstu fjögurra ára. „Þannig það eru engar forsendur miðað við þær forsendur sem Seðlabankinn gaf á þeim tíma, sem ættu að styrkja það að þeir héldu stýrivöxtum óbreyttum.“ Auka þurfi lóðaframboð og grípa til aðgerða Finnbjörn segir að forsendur kjarasamninganna séu ekki brostnir þótt vextir verði ekki lækkaðir í næstu viku. „Nei ekki að svo stöddu. Það eru ákveðin skilyrði sem þurfa að vera, og þau koma ekki fyrr en á næsta ári.“ Huga þurfi að því, af hverju verðbólgan sé með þessum hætti. Hún komi að stærstum hluta til af húsnæðisliðnum. „Við verðum að fara ráðast á þennan lið með einhverjum aðgerðum. Þær aðgerðir eru ekkert annað heldur en að það þurfi að auka lóðaframboð verulega mikið. Til skamms tíma gæti ríkisstjórnin skilið á milli íbúðamarkaðar og fjárfestingamarkaðar,“ segir hann. Hann segir að íbúðamarkaðurinn sé að keppa við fjárfestingamarkað. „Þessir aðilar sem eru að kaupa aðra, þriðju eða fjórðu íbúð, ef þeir eiga íbúðina í 2 ár, þá fá þeir hagnaðinn skattfrjálsann. Og það verður bara að stoppa þennan hvata fjárfestingaraðila, til þess að vera kaupa íbúðir af íbúðamarkaðnum,“ segir Finnbjörn. Einnig verði að fara skoða Airbnb íbúðir aftur, hvernig hægt væri að koma þeim á almennan íbúðamarkað.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira