Raygun segir að hatrið hafi verið hrikalegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 06:31 Rachael Gunn hefur átt mjög erfitt síðustu daga og biður um frið fyrir sig og hennar fólk. Getty/Rene Nijhuis Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn hefur beðið um frið fyrir sig og sína eftir mjög neikvætt áreiti á hana og hennar fólk undanfarna daga. Gunn, betur þekkt sem Raygun, er ein af stærstu nöfnunum frá Ólympíuleikum í París þrátt fyrir að hafa náð engum árangri í sinni íþrótt. Öll athyglin er langt frá því að vera bara jákvæð því hún og fjölskyldan hafa þurft að upplifa ýmislegt á síðustu vikum. Óvenjulegur breikdans Ástralans sló í gegn á netinu þar sem sporin sem hún bauð upp á hafa verið endalaus uppspretta brandara á netinu. Undirskriftalisti Það sem verra er að hún hefur orðið fyrir miklu áreiti og einhverjir Ástralar settu síðan af stað undirskriftalista þar sem krafist er að bæði Raygun og Anna Meares, yfirstýra Ólympíuliðs Ástrala á leikunum, biðjist afsökunar á frammistöðu breikdansarans á Ólympíuleikunum. Raygun says Olympic criticism has been 'devastating' https://t.co/6DWDeEH53y— BBC News (UK) (@BBCNews) August 15, 2024 „Við heimtum afsökunarbeiðni frá Rachel Gunn og Önnu Mears fyrir að afvegaleiða ástralskan almenning, reyna að gaslýsa fólk og grafa undan alvöru íþróttafólki,“ segir meðal annars í texta undirskrifarlistans. Raygun ákvað á endanum að biðla til fjölmiðla um að hætta áreitinu og ýta með því undir eineltið á netinu. Hún tók upp myndband og setti það inn á samfélagsmiðla sína. Áttaði sig á ekki því „Ég vil byrja á því að þakka þeim öllum fyrir sem hafa stutt við bakið á mér. Ég kann að meta ykkar jákvæðu strauma og er ánægð með að hafa getað komið með smá gleði inn í líf ykkar. Ég gerði mér vonir um að það,“ sagði Raygun. „Ég áttaði mig hins vegar ekki á því að ég myndi einnig opna dyrnar fyrir svo miklu hatri. Hatrið hefur hreinlega verið hrikalegt. Ég fór á leikana og skemmti mér. Ég tók þetta samt mjög alvarlega og lagði mikið á mig við undirbúninginn fyrir leikana. Ég gaf allt mitt og er stolt af því að hafa verið hluti af ástralska Ólympíuliðinu,“ sagði Raygun. Hún segir falsfréttir um að hún hafi svindlað sér inn á Ólympíuleikana eiga sér enga stoð í raunveruleikanum og bendir á yfirlýsingu frá ástralska Ólympíusambandinu. Ein fyndin staðreynd fyrir ykkur Hún vildi líka koma einu á hreint. „Hér er ein fyndin staðreynd fyrir ykkur. Það eru engin stig gefin í breikdansi,“ sagði Raygun og sagði áhugasömum að þeir gætu séð samanburðinn á henni og andstæðingum hennar á úrslitasíðu Ólympíuleikanna. Mikið var gert úr því að hún hefði ekki fengið eitt stig á leikunum en það er ekki rétt því engin stig eru gefin. Hún vann aftur á móti enga viðureign. Raygun er í fríi í Evrópu í nokkrar vikur og ætlar að vera þar á meðan hún jafnar sig á Ólympíuævintýrinu. Biður um frið fyrir sitt fólk „Ég biðla nú til blaðamanna að hætta að áreita fjölskyldu mína, vini mína, ástralska breiksambandið og allt götudanssamfélagið í heild sinni. Allir hafa gengið í gegnum mikið vesen vegna alls þessa. Ég bið um að þau fái frið og að þið virðið þeirra einkalíf,“ sagði Raygun. Meðal þeirra sem hefur komið fram og fordæmt fyrrnefndan undirskrifarlista er Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Hann kallaði hann tilefnislausan og illkvittnislegan. Það má sjá myndbandið með Raygun hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Rachael Gunn (@raygun_aus) Ólympíuleikar 2024 í París Dans Ástralía Tengdar fréttir Break á ólympíuleikunum og önnur gildi í dansi Ástralski dansarinn, RayGun, sem tók þátt í Break keppninni á Ólympíuleikunum hefur verið meira áberandi en þeir dansarar sem unnu til verðlauna. Mikil umræða varð í Street danssamfélaginu þegar spurðist út að Breaking yrði ein af keppnisgreinum í þessari stóru alþjóðakeppni. 15. ágúst 2024 15:31 Tugir þúsunda krefjast afsökunarbeiðni frá Raygun Margir munu minnast Ólympíuleikanna í París fyrir frammistöðu ástralska breikdansarans sem sló í gegn á netmiðlum heimsins en landar hennar eru allt annað en sáttir. 15. ágúst 2024 06:32 Raygun svarar gagnrýnisröddum Nokkrir keppendur á Ólympíuleikunum hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína en síðustu daga hefur ástralski breikdansarinn Raygun átt sviðið. 12. ágúst 2024 07:02 Sjáðu einstakar æfingar ástralska prófessorsins í breikdansinum Breikdans er ný íþrótt á Ólympíuleikunum og ein þeirra sem sló í gegn í greininni er hin ástralska Rachael Gunn (Raygun), þó ekki endilega fyrir góða frammistöðu. 10. ágúst 2024 12:42 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Gunn, betur þekkt sem Raygun, er ein af stærstu nöfnunum frá Ólympíuleikum í París þrátt fyrir að hafa náð engum árangri í sinni íþrótt. Öll athyglin er langt frá því að vera bara jákvæð því hún og fjölskyldan hafa þurft að upplifa ýmislegt á síðustu vikum. Óvenjulegur breikdans Ástralans sló í gegn á netinu þar sem sporin sem hún bauð upp á hafa verið endalaus uppspretta brandara á netinu. Undirskriftalisti Það sem verra er að hún hefur orðið fyrir miklu áreiti og einhverjir Ástralar settu síðan af stað undirskriftalista þar sem krafist er að bæði Raygun og Anna Meares, yfirstýra Ólympíuliðs Ástrala á leikunum, biðjist afsökunar á frammistöðu breikdansarans á Ólympíuleikunum. Raygun says Olympic criticism has been 'devastating' https://t.co/6DWDeEH53y— BBC News (UK) (@BBCNews) August 15, 2024 „Við heimtum afsökunarbeiðni frá Rachel Gunn og Önnu Mears fyrir að afvegaleiða ástralskan almenning, reyna að gaslýsa fólk og grafa undan alvöru íþróttafólki,“ segir meðal annars í texta undirskrifarlistans. Raygun ákvað á endanum að biðla til fjölmiðla um að hætta áreitinu og ýta með því undir eineltið á netinu. Hún tók upp myndband og setti það inn á samfélagsmiðla sína. Áttaði sig á ekki því „Ég vil byrja á því að þakka þeim öllum fyrir sem hafa stutt við bakið á mér. Ég kann að meta ykkar jákvæðu strauma og er ánægð með að hafa getað komið með smá gleði inn í líf ykkar. Ég gerði mér vonir um að það,“ sagði Raygun. „Ég áttaði mig hins vegar ekki á því að ég myndi einnig opna dyrnar fyrir svo miklu hatri. Hatrið hefur hreinlega verið hrikalegt. Ég fór á leikana og skemmti mér. Ég tók þetta samt mjög alvarlega og lagði mikið á mig við undirbúninginn fyrir leikana. Ég gaf allt mitt og er stolt af því að hafa verið hluti af ástralska Ólympíuliðinu,“ sagði Raygun. Hún segir falsfréttir um að hún hafi svindlað sér inn á Ólympíuleikana eiga sér enga stoð í raunveruleikanum og bendir á yfirlýsingu frá ástralska Ólympíusambandinu. Ein fyndin staðreynd fyrir ykkur Hún vildi líka koma einu á hreint. „Hér er ein fyndin staðreynd fyrir ykkur. Það eru engin stig gefin í breikdansi,“ sagði Raygun og sagði áhugasömum að þeir gætu séð samanburðinn á henni og andstæðingum hennar á úrslitasíðu Ólympíuleikanna. Mikið var gert úr því að hún hefði ekki fengið eitt stig á leikunum en það er ekki rétt því engin stig eru gefin. Hún vann aftur á móti enga viðureign. Raygun er í fríi í Evrópu í nokkrar vikur og ætlar að vera þar á meðan hún jafnar sig á Ólympíuævintýrinu. Biður um frið fyrir sitt fólk „Ég biðla nú til blaðamanna að hætta að áreita fjölskyldu mína, vini mína, ástralska breiksambandið og allt götudanssamfélagið í heild sinni. Allir hafa gengið í gegnum mikið vesen vegna alls þessa. Ég bið um að þau fái frið og að þið virðið þeirra einkalíf,“ sagði Raygun. Meðal þeirra sem hefur komið fram og fordæmt fyrrnefndan undirskrifarlista er Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Hann kallaði hann tilefnislausan og illkvittnislegan. Það má sjá myndbandið með Raygun hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Rachael Gunn (@raygun_aus)
Ólympíuleikar 2024 í París Dans Ástralía Tengdar fréttir Break á ólympíuleikunum og önnur gildi í dansi Ástralski dansarinn, RayGun, sem tók þátt í Break keppninni á Ólympíuleikunum hefur verið meira áberandi en þeir dansarar sem unnu til verðlauna. Mikil umræða varð í Street danssamfélaginu þegar spurðist út að Breaking yrði ein af keppnisgreinum í þessari stóru alþjóðakeppni. 15. ágúst 2024 15:31 Tugir þúsunda krefjast afsökunarbeiðni frá Raygun Margir munu minnast Ólympíuleikanna í París fyrir frammistöðu ástralska breikdansarans sem sló í gegn á netmiðlum heimsins en landar hennar eru allt annað en sáttir. 15. ágúst 2024 06:32 Raygun svarar gagnrýnisröddum Nokkrir keppendur á Ólympíuleikunum hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína en síðustu daga hefur ástralski breikdansarinn Raygun átt sviðið. 12. ágúst 2024 07:02 Sjáðu einstakar æfingar ástralska prófessorsins í breikdansinum Breikdans er ný íþrótt á Ólympíuleikunum og ein þeirra sem sló í gegn í greininni er hin ástralska Rachael Gunn (Raygun), þó ekki endilega fyrir góða frammistöðu. 10. ágúst 2024 12:42 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Break á ólympíuleikunum og önnur gildi í dansi Ástralski dansarinn, RayGun, sem tók þátt í Break keppninni á Ólympíuleikunum hefur verið meira áberandi en þeir dansarar sem unnu til verðlauna. Mikil umræða varð í Street danssamfélaginu þegar spurðist út að Breaking yrði ein af keppnisgreinum í þessari stóru alþjóðakeppni. 15. ágúst 2024 15:31
Tugir þúsunda krefjast afsökunarbeiðni frá Raygun Margir munu minnast Ólympíuleikanna í París fyrir frammistöðu ástralska breikdansarans sem sló í gegn á netmiðlum heimsins en landar hennar eru allt annað en sáttir. 15. ágúst 2024 06:32
Raygun svarar gagnrýnisröddum Nokkrir keppendur á Ólympíuleikunum hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína en síðustu daga hefur ástralski breikdansarinn Raygun átt sviðið. 12. ágúst 2024 07:02
Sjáðu einstakar æfingar ástralska prófessorsins í breikdansinum Breikdans er ný íþrótt á Ólympíuleikunum og ein þeirra sem sló í gegn í greininni er hin ástralska Rachael Gunn (Raygun), þó ekki endilega fyrir góða frammistöðu. 10. ágúst 2024 12:42