„Mér að mæta“ ef krossar yrðu fjarlægðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 08:36 Guðrún Karls Helgudóttir var kjörin biskup í maí síðastliðnum. vísir/vilhelm Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands merkir það að fólki þyrsti í að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. Hún vill halda í nafn Kirkjugarða Reykjavíkur en líst vel á nýtt merki stofunarinnar. Mikil umræða hefur skapast um mögulegar breytingar á merki og nafni Kirkjugarða Reykjavíkur. Í frétt Ríkisútvarpsins í vikunni er greint frá þessum hugmyndum, sem framkvæmdastjóri kirkjugarðanna kynnti. Krossinum í einkennismerkinu var skipt út fyrir laufblað. Til skoðunar var að breyta nafninu og tala frekar um grafreiti en kirkjugarða í ljósi þess að þeir séu fyrir alla, ekki bara kristið fólk. Það gekk hins vegar ekki í gegn. Umræðan fór ekki framhjá Guðrúnu Karls biskup. Hún segir ljóst að fólki sé ekki sama um kirkjugarðana og kristna trú. Hún minnir hins vegar á að aðeins sé um að ræða Kirkjugarða Reykjavíkur, sjálfseignarstofnun sem þjóni Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog. Gamla merkið með krossinum og nýja merkið með laufblaðinu.skjáskot „Þau fóru í gríðarlega mikla stefnumótunarvinnu í samráði við fjölda fólks og ákvaðu að lokum að breyta einkennismerki sínu. Ég verð að segja að mér þykir þetta einkennismerki bara mjög fallegt. Það er djúp og góð merking þar á bakvið, þetta er ekki bara eitthvað laufblað. Í þessu merki er að finna sálnahlið, sem er einkenni fyrir kirkjugarða. Með laufblaðinu er líka verið að vísa í sköpun Guðs og náttúruna,“ sagði Guðrún sem ræddi málið í Bítinu. Hugmyndin sé að kirkjugarðarnir birtist sem opinn faðmur allra. „En þó svo að það sé ekki kross í akkúrat þessu logó-i, eða hjá þessari stofnun, þá er enginn að fara að taka í burtu krossa úr kirkjugörðum. Enda þá væri mér að mæta.“ Guðrún ítrekar að kirkjugarðarnir heyri ekki undir þjóðkirkjuna og þjónusti alla. „En það er heldur ekki verið að breyta nafninu, það var bara eitt af því sem var rætt. Niðurstaðan var sú að fólk vildi ekki breyta nafni kirkjugarðanna. Það er annars þannig að þessar breytingar eru Reykjavíkur-miðaðar. Í flestum öðrum kirkjugörðum landsins eru þeir bókstaflega kirkjugarðar, það er með kirkju sér við hlið.“ Engin hópúrsögn úr Þjóðkirkjunni Guðrún segist merkja það að fólk þyrsti eftir því að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. „Og ég er alveg tilbúin að gera það. Það er búið að reyna að ýta kristinni trú og kirkju út á jaðarinn, og ekkert bara þjóðkirkjunni. Stór hluti fólks hér á landi eru kristinnar trúar, það eru fleiri kristin trúfélög. Ef við skoðum íslenska ríkisborgara, þá eru nánast sjötíu prósent sem tilheyra þjóðkirkjunni. Þegar fólk er að tala um hópúrsagnir úr þjóðkirkjunni á það ekki við rök að styðjast,“ segir Guðrún Karls og heldur áfram: „Ef við skoðum fækkun í þjóðkirkjunni síðustu fimm ár, eru það fyrst og fremst börn, 0-17 ára sem eru ekki lengur með í kirkjunni. Það snýst um breytingar á skráningu í þjóðkirkjuna. Ekki þannig að þessi börn hafi öll tekið sig til og skráð sig úr þjóðkirkjunni.“ Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um mögulegar breytingar á merki og nafni Kirkjugarða Reykjavíkur. Í frétt Ríkisútvarpsins í vikunni er greint frá þessum hugmyndum, sem framkvæmdastjóri kirkjugarðanna kynnti. Krossinum í einkennismerkinu var skipt út fyrir laufblað. Til skoðunar var að breyta nafninu og tala frekar um grafreiti en kirkjugarða í ljósi þess að þeir séu fyrir alla, ekki bara kristið fólk. Það gekk hins vegar ekki í gegn. Umræðan fór ekki framhjá Guðrúnu Karls biskup. Hún segir ljóst að fólki sé ekki sama um kirkjugarðana og kristna trú. Hún minnir hins vegar á að aðeins sé um að ræða Kirkjugarða Reykjavíkur, sjálfseignarstofnun sem þjóni Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog. Gamla merkið með krossinum og nýja merkið með laufblaðinu.skjáskot „Þau fóru í gríðarlega mikla stefnumótunarvinnu í samráði við fjölda fólks og ákvaðu að lokum að breyta einkennismerki sínu. Ég verð að segja að mér þykir þetta einkennismerki bara mjög fallegt. Það er djúp og góð merking þar á bakvið, þetta er ekki bara eitthvað laufblað. Í þessu merki er að finna sálnahlið, sem er einkenni fyrir kirkjugarða. Með laufblaðinu er líka verið að vísa í sköpun Guðs og náttúruna,“ sagði Guðrún sem ræddi málið í Bítinu. Hugmyndin sé að kirkjugarðarnir birtist sem opinn faðmur allra. „En þó svo að það sé ekki kross í akkúrat þessu logó-i, eða hjá þessari stofnun, þá er enginn að fara að taka í burtu krossa úr kirkjugörðum. Enda þá væri mér að mæta.“ Guðrún ítrekar að kirkjugarðarnir heyri ekki undir þjóðkirkjuna og þjónusti alla. „En það er heldur ekki verið að breyta nafninu, það var bara eitt af því sem var rætt. Niðurstaðan var sú að fólk vildi ekki breyta nafni kirkjugarðanna. Það er annars þannig að þessar breytingar eru Reykjavíkur-miðaðar. Í flestum öðrum kirkjugörðum landsins eru þeir bókstaflega kirkjugarðar, það er með kirkju sér við hlið.“ Engin hópúrsögn úr Þjóðkirkjunni Guðrún segist merkja það að fólk þyrsti eftir því að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. „Og ég er alveg tilbúin að gera það. Það er búið að reyna að ýta kristinni trú og kirkju út á jaðarinn, og ekkert bara þjóðkirkjunni. Stór hluti fólks hér á landi eru kristinnar trúar, það eru fleiri kristin trúfélög. Ef við skoðum íslenska ríkisborgara, þá eru nánast sjötíu prósent sem tilheyra þjóðkirkjunni. Þegar fólk er að tala um hópúrsagnir úr þjóðkirkjunni á það ekki við rök að styðjast,“ segir Guðrún Karls og heldur áfram: „Ef við skoðum fækkun í þjóðkirkjunni síðustu fimm ár, eru það fyrst og fremst börn, 0-17 ára sem eru ekki lengur með í kirkjunni. Það snýst um breytingar á skráningu í þjóðkirkjuna. Ekki þannig að þessi börn hafi öll tekið sig til og skráð sig úr þjóðkirkjunni.“
Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Sjá meira