„Hann var ekki fallegur drengurinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. ágúst 2024 12:31 Arnar Gunnlaugsson segir að meiðsli Arons Elís séu ekki alvarleg, þrátt fyrir lýtið framan í honum. Vísir/Samsett Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir meiðslin sem Aron Elís Þrándarson varð fyrir í 2-1 sigri liðsins á Flora Tallinn í Sambandsdeild Evrópu í gær ekki vera alvarleg. Þó vissulega líti þau ekki vel út. Aron Elís kom Víkingum í forystu snemma leiks í gær þegar hann skallaði boltann í markið af stuttu færi. Við það fékk hann spark í andlitið frá leikmanni Flora og þurfti að bera hann af velli. Aron sneri aftur inn á völlinn um fimm mínútum síðar en þurfti svo að víkja um fyrri hálfleikinn miðjan. Víkingur birti mynd af Aroni á miðlum sínum eftir leik í gær þar sem Aron leit ekki vel út. „Ég sá hann í morgunmatnum fyrir hálftíma síðan og hann var ekki fallegur drengurinn. Hann var eiginlega heppinn að fá þetta ekki beint í augað á sér,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Vísi í morgun. Meiðslin séu þó ekki alvarleg og eigi ekki að hafa áhrif á spiltíma Arons Elís í næstu leikjum. „Hann er farinn að bólgna allhressilega en líður vel. Það er ekkert annað og ekkert sem mun aftra honum í næstu leikjum held ég. Það sluppu allir mjög vel. Þeir komu allir óskaddaðir úr þessu,“ segir Arnar. Það eru góðar fréttir fyrir Víkinga sem hafa verið hrjáðir af meiðslum síðustu vikur. Pablo Punyed og Matthías Vilhjálmsson eru frá og þeir Nikolaj Hansen, Erlingur Agnarsson og Jón Guðni Fjóluson gátu aðeins spilað hluta úr leik í gær. Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Hænuskrefi frá hálfum milljarði og gæfu fyrir íslenskan fótbolta Sigur Víkinga gegn Flora Tallinn í Eistlandi í gær var gríðarlega mikilvægur fyrir félagið og gæti einnig skipt sköpum fyrir önnur íslensk knattspyrnufélög. 16. ágúst 2024 07:00 Umfjöllun: Flora - Víkingur 1-2 | Valdimar frábær er Víkingur tryggði sig í umspilið Víkingur vann 2-1 sigur gegn Flora í Tallinn í dag og tryggði sér þar með sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrri leikurinn í Víkinni endaði 1-1. 15. ágúst 2024 15:15 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Aron Elís kom Víkingum í forystu snemma leiks í gær þegar hann skallaði boltann í markið af stuttu færi. Við það fékk hann spark í andlitið frá leikmanni Flora og þurfti að bera hann af velli. Aron sneri aftur inn á völlinn um fimm mínútum síðar en þurfti svo að víkja um fyrri hálfleikinn miðjan. Víkingur birti mynd af Aroni á miðlum sínum eftir leik í gær þar sem Aron leit ekki vel út. „Ég sá hann í morgunmatnum fyrir hálftíma síðan og hann var ekki fallegur drengurinn. Hann var eiginlega heppinn að fá þetta ekki beint í augað á sér,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Vísi í morgun. Meiðslin séu þó ekki alvarleg og eigi ekki að hafa áhrif á spiltíma Arons Elís í næstu leikjum. „Hann er farinn að bólgna allhressilega en líður vel. Það er ekkert annað og ekkert sem mun aftra honum í næstu leikjum held ég. Það sluppu allir mjög vel. Þeir komu allir óskaddaðir úr þessu,“ segir Arnar. Það eru góðar fréttir fyrir Víkinga sem hafa verið hrjáðir af meiðslum síðustu vikur. Pablo Punyed og Matthías Vilhjálmsson eru frá og þeir Nikolaj Hansen, Erlingur Agnarsson og Jón Guðni Fjóluson gátu aðeins spilað hluta úr leik í gær.
Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Hænuskrefi frá hálfum milljarði og gæfu fyrir íslenskan fótbolta Sigur Víkinga gegn Flora Tallinn í Eistlandi í gær var gríðarlega mikilvægur fyrir félagið og gæti einnig skipt sköpum fyrir önnur íslensk knattspyrnufélög. 16. ágúst 2024 07:00 Umfjöllun: Flora - Víkingur 1-2 | Valdimar frábær er Víkingur tryggði sig í umspilið Víkingur vann 2-1 sigur gegn Flora í Tallinn í dag og tryggði sér þar með sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrri leikurinn í Víkinni endaði 1-1. 15. ágúst 2024 15:15 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Hænuskrefi frá hálfum milljarði og gæfu fyrir íslenskan fótbolta Sigur Víkinga gegn Flora Tallinn í Eistlandi í gær var gríðarlega mikilvægur fyrir félagið og gæti einnig skipt sköpum fyrir önnur íslensk knattspyrnufélög. 16. ágúst 2024 07:00
Umfjöllun: Flora - Víkingur 1-2 | Valdimar frábær er Víkingur tryggði sig í umspilið Víkingur vann 2-1 sigur gegn Flora í Tallinn í dag og tryggði sér þar með sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrri leikurinn í Víkinni endaði 1-1. 15. ágúst 2024 15:15