Vandaður aðdragandi vindorkuvers Hörður Arnarson skrifar 17. ágúst 2024 10:01 Undirbúningur að byggingu Búrfellslundar, vindorkuvers Landsvirkjunar við Vaðöldu, hefur staðið á annan áratug. Á þeim tíma hafa aðstæður allar verið rannsakaðar ítarlega, Alþingi fjallað margoft um virkjunarkostinn, hann farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum, flókið umsóknarferli virkjunarleyfis staðið í tæp tvö ár, sveitarfélagið hefur unnið deiliskipulag svæðisins, gengið var frá lögbundnum samningum um tengingu vindorkuversins við dreifikerfi raforku og samið við ríkið um lands- og vindorkuréttindi. Lokahnykkurinn er framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu, sem vonir standa til að komi í hús sem fyrst. Af þessari upptalningu má ljóst vera að leyfisveitingaferlið vegna Búrfellslundar hefur verið mjög ítarlegt og fjarri því að það sé geðþótta háð eða að skýran ramma skorti, eins og fleygt hefur verið fram. Virkjunarkosturinn var lagður fram til umfjöllunar í rammaáætlun í upphafi árs 2013 og hefur því verið 11 ár til umfjöllunar hjá löggjafanum og stjórnsýslunni. Upptalningin hér í byrjun greinar er mikil einföldun, þar kemur ekki fram hversu ítarlegar rannsóknir voru gerðar á náttúrufari, gróðri og farleiðum fugla, auk sífelldra vindmælinga. Þar kemur heldur ekki fram að mat á umhverfisáhrifum stóð frá miðju ári 2014 fram til loka árs 2016, en á því tímabili ákvað Alþingi að setja vindorkuverið í biðflokk. Í umhverfismatinu var horft til ásýndar, landslags, hljóðvistar, jarðmyndana, gróðurs, fugla, samfélags og fornleifa. Landsvirkjun lagði mikla áherslu á að bregðast við athugasemdum sem bárust og endurhannaði vindorkuverið sem m.a. var minnkað til að draga sem allra mest úr sjónrænum áhrifum þess. Alþingi hefði átt að afgreiða rammaáætlun árið 2017, en fimm ár liðu þar til sú afgreiðsla lá fyrir. Árið 2022, hátt í áratug eftir að virkjunarkosturinn var fyrst lagður fram til umfjöllunar, setti Alþingi hann í orkunýtingarflokk. Í október það sama ár sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi, hið fyrsta sem sótt er um fyrir fullbúnu vindorkuveri hér á landi. Virkjunarleyfið var afgreitt núna í ágúst 2024, eftir ítarlega yfirferð Orkustofnunar. Á meðan beðið var eftir virkjunarleyfinu þurfti að huga að ýmsum málum öðrum, t.d. skipulagsmálum sveitarfélagsins, tengisamningi við Landsnet og samningum við ríkið, sem áður voru nefndir. Ítarleg umfjöllun á öllum stigum Fyrsta vindorkuver landsins á auðvitað að fá ítarlega og vandaða umfjöllun á öllum stigum og Landsvirkjun hefur ávallt lagt sig fram um að vanda til alls undirbúnings og eiga samráð við alla hagaðila á öllum stigum máls. Vel má vera að endurskoða þurfi leyfisveitingaferli að einhverju leyti en það er fjarstæða að láta eins og ekki hafi verið hugað að öllum þáttum málsins á sl. 11 árum. Reyndar hefur þessi langi tími reynst okkur erfiðastur, það setur orkufyrirtæki þjóðarinnar óneitanlega skorður við skipulagningu orkuöflunar þegar ekki er hægt að sjá með meiri vissu fram í tímann. Niðurstöður rannsókna okkar sýna að afar hagstætt er að reka vindorkuver við Vaðöldu. Aðliggjandi fjallgarðar skapa mjög góð skilyrði fyrir vindorkunýtingu og hönnun vindorkuversins hefur tekið mið af því til að hámarka orkuvinnsluna. Vindorkan vinnur mjög vel með vatnsaflsstöðvum á þessu stærsta orkuvinnslusvæði okkar og við erum sannfærð um að vindorkan verður sterk þriðja stoð í orkukerfi landsins. Við höfum sett okkur skýr markmið um orkuskipti en við getum ekki hætt að nota bensín og olíu nema við fáum græna orkugjafa í staðinn. Þar ætlar orkufyrirtæki þjóðarinnar sannarlega að leggja sitt af mörkum. Hörður er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Vindorka Landsvirkjun Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Undirbúningur að byggingu Búrfellslundar, vindorkuvers Landsvirkjunar við Vaðöldu, hefur staðið á annan áratug. Á þeim tíma hafa aðstæður allar verið rannsakaðar ítarlega, Alþingi fjallað margoft um virkjunarkostinn, hann farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum, flókið umsóknarferli virkjunarleyfis staðið í tæp tvö ár, sveitarfélagið hefur unnið deiliskipulag svæðisins, gengið var frá lögbundnum samningum um tengingu vindorkuversins við dreifikerfi raforku og samið við ríkið um lands- og vindorkuréttindi. Lokahnykkurinn er framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu, sem vonir standa til að komi í hús sem fyrst. Af þessari upptalningu má ljóst vera að leyfisveitingaferlið vegna Búrfellslundar hefur verið mjög ítarlegt og fjarri því að það sé geðþótta háð eða að skýran ramma skorti, eins og fleygt hefur verið fram. Virkjunarkosturinn var lagður fram til umfjöllunar í rammaáætlun í upphafi árs 2013 og hefur því verið 11 ár til umfjöllunar hjá löggjafanum og stjórnsýslunni. Upptalningin hér í byrjun greinar er mikil einföldun, þar kemur ekki fram hversu ítarlegar rannsóknir voru gerðar á náttúrufari, gróðri og farleiðum fugla, auk sífelldra vindmælinga. Þar kemur heldur ekki fram að mat á umhverfisáhrifum stóð frá miðju ári 2014 fram til loka árs 2016, en á því tímabili ákvað Alþingi að setja vindorkuverið í biðflokk. Í umhverfismatinu var horft til ásýndar, landslags, hljóðvistar, jarðmyndana, gróðurs, fugla, samfélags og fornleifa. Landsvirkjun lagði mikla áherslu á að bregðast við athugasemdum sem bárust og endurhannaði vindorkuverið sem m.a. var minnkað til að draga sem allra mest úr sjónrænum áhrifum þess. Alþingi hefði átt að afgreiða rammaáætlun árið 2017, en fimm ár liðu þar til sú afgreiðsla lá fyrir. Árið 2022, hátt í áratug eftir að virkjunarkosturinn var fyrst lagður fram til umfjöllunar, setti Alþingi hann í orkunýtingarflokk. Í október það sama ár sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi, hið fyrsta sem sótt er um fyrir fullbúnu vindorkuveri hér á landi. Virkjunarleyfið var afgreitt núna í ágúst 2024, eftir ítarlega yfirferð Orkustofnunar. Á meðan beðið var eftir virkjunarleyfinu þurfti að huga að ýmsum málum öðrum, t.d. skipulagsmálum sveitarfélagsins, tengisamningi við Landsnet og samningum við ríkið, sem áður voru nefndir. Ítarleg umfjöllun á öllum stigum Fyrsta vindorkuver landsins á auðvitað að fá ítarlega og vandaða umfjöllun á öllum stigum og Landsvirkjun hefur ávallt lagt sig fram um að vanda til alls undirbúnings og eiga samráð við alla hagaðila á öllum stigum máls. Vel má vera að endurskoða þurfi leyfisveitingaferli að einhverju leyti en það er fjarstæða að láta eins og ekki hafi verið hugað að öllum þáttum málsins á sl. 11 árum. Reyndar hefur þessi langi tími reynst okkur erfiðastur, það setur orkufyrirtæki þjóðarinnar óneitanlega skorður við skipulagningu orkuöflunar þegar ekki er hægt að sjá með meiri vissu fram í tímann. Niðurstöður rannsókna okkar sýna að afar hagstætt er að reka vindorkuver við Vaðöldu. Aðliggjandi fjallgarðar skapa mjög góð skilyrði fyrir vindorkunýtingu og hönnun vindorkuversins hefur tekið mið af því til að hámarka orkuvinnsluna. Vindorkan vinnur mjög vel með vatnsaflsstöðvum á þessu stærsta orkuvinnslusvæði okkar og við erum sannfærð um að vindorkan verður sterk þriðja stoð í orkukerfi landsins. Við höfum sett okkur skýr markmið um orkuskipti en við getum ekki hætt að nota bensín og olíu nema við fáum græna orkugjafa í staðinn. Þar ætlar orkufyrirtæki þjóðarinnar sannarlega að leggja sitt af mörkum. Hörður er forstjóri Landsvirkjunar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun