„Þetta er aðeins meira en bara fótboltaleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 11:01 Kristín Dís Árnadóttir er snúin aftur til uppeldisfélagsins Breiðabliks og stefnir á bikartitilinn sem hún hampaði þegar hún var þar síðast. Kristín Dís Árnadóttir er nýsnúin aftur til sinna heimahaga í Kópavogi og verður í liði Breiðabliks gegn Val í kvöld. Hún settist niður með móður sinni og sérfræðingum Stöðvar 2 Sports og hitaði upp fyrir bikarúrslitaleikinn. Sóknarmaður sem færðist neðar Kristín Dís byrjaði að æfa fótbolta kornung, aðeins þriggja ára gömul. Hún fylgdi stóru systur sinni, Ástu Eir Árnadóttur fyrirliða Breiðabliks, og fékk að æfa upp fyrir sig því á þeim tíma náði yngri flokka starfið ekki nema niður í 6. flokk. Á æskuárunum var Kristín Dís sóknarmaður, frammi og á kantinum alveg upp í 4. flokk. Hún færði sig svo með árunum neðar og neðar á völlinn. Fyrst sem miðjumaður, svo djúpur miðjumaður og er í dag harðkjarna hafsent, sem henni þykir skemmtilegast af öllu, þó hún spili vissulega oft sem bakvörður líka. Kristín #18 gat fagnað 4-2 sigri gegn Þór/KA þegar hún spilaði síðustu helgi sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik síðan 2021. Fjórði Mjólkurbikarinn? Hún verður í liði Breiðabliks í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld. Breiðablik er þar að leika sinn fjórða bikarúrslitaleik í röð. Blikar unnu síðast bikar árið 2021, 4-0 sigur gegn Þrótti sem var þá þjálfað af Nik Chamberlain en hann stýrir Breiðabliki í dag. Kristín fagnaði þá sínum þriðja bikarmeistaratitli eftir að hafa einnig unnið 2016 og 2018. Hún fluttist svo til Bröndby eftir tímabilið. Hún segir liðið spennt að leika aftur til úrslita og tap Breiðabliks gegn Víkingi í fyrra situr ekki í þeim. „Að fara á Laugardalsvöll er bara risa dæmi, þetta er aðeins meira en bara fótboltaleikur. Ógeðslega gaman og umræðan í klefanum hefur ekkert verið um leikinn í fyrra svo ég viti af,“ sagði Kristín. Kristín Dís og Ásta Eir Árnadætur fagna bikartitlinum 2018. Áslaug Munda með mjólkina. Hefur heyrt að það verði góð stemning Aðeins meira en bara fótboltaleikur að hennar sögn, en mikilvægt að halda sömu rútínu og fyrir alla leiki. „Maður reynir að halda í sömu rútínu og fara inn í þennan leik eins og hvern annan. En auðvitað er þetta risastórt, gaman að koma á Laugardalsvöll, vera á grasi og vonandi verður góð stemning… og af því sem ég hef heyrt þá verður mjög góð stemning. Við vorum með opna æfingu í vikunni og fengum fullt af krökkum, svo á að vera fjölskylduhátíð [í Þróttarheimilinu rétt hjá Laugardalsvelli]. Allir á völlinn, allir í grænu og ég held að það verði þvílík stemning.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 17. umferð Upphitunarþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Sóknarmaður sem færðist neðar Kristín Dís byrjaði að æfa fótbolta kornung, aðeins þriggja ára gömul. Hún fylgdi stóru systur sinni, Ástu Eir Árnadóttur fyrirliða Breiðabliks, og fékk að æfa upp fyrir sig því á þeim tíma náði yngri flokka starfið ekki nema niður í 6. flokk. Á æskuárunum var Kristín Dís sóknarmaður, frammi og á kantinum alveg upp í 4. flokk. Hún færði sig svo með árunum neðar og neðar á völlinn. Fyrst sem miðjumaður, svo djúpur miðjumaður og er í dag harðkjarna hafsent, sem henni þykir skemmtilegast af öllu, þó hún spili vissulega oft sem bakvörður líka. Kristín #18 gat fagnað 4-2 sigri gegn Þór/KA þegar hún spilaði síðustu helgi sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik síðan 2021. Fjórði Mjólkurbikarinn? Hún verður í liði Breiðabliks í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld. Breiðablik er þar að leika sinn fjórða bikarúrslitaleik í röð. Blikar unnu síðast bikar árið 2021, 4-0 sigur gegn Þrótti sem var þá þjálfað af Nik Chamberlain en hann stýrir Breiðabliki í dag. Kristín fagnaði þá sínum þriðja bikarmeistaratitli eftir að hafa einnig unnið 2016 og 2018. Hún fluttist svo til Bröndby eftir tímabilið. Hún segir liðið spennt að leika aftur til úrslita og tap Breiðabliks gegn Víkingi í fyrra situr ekki í þeim. „Að fara á Laugardalsvöll er bara risa dæmi, þetta er aðeins meira en bara fótboltaleikur. Ógeðslega gaman og umræðan í klefanum hefur ekkert verið um leikinn í fyrra svo ég viti af,“ sagði Kristín. Kristín Dís og Ásta Eir Árnadætur fagna bikartitlinum 2018. Áslaug Munda með mjólkina. Hefur heyrt að það verði góð stemning Aðeins meira en bara fótboltaleikur að hennar sögn, en mikilvægt að halda sömu rútínu og fyrir alla leiki. „Maður reynir að halda í sömu rútínu og fara inn í þennan leik eins og hvern annan. En auðvitað er þetta risastórt, gaman að koma á Laugardalsvöll, vera á grasi og vonandi verður góð stemning… og af því sem ég hef heyrt þá verður mjög góð stemning. Við vorum með opna æfingu í vikunni og fengum fullt af krökkum, svo á að vera fjölskylduhátíð [í Þróttarheimilinu rétt hjá Laugardalsvelli]. Allir á völlinn, allir í grænu og ég held að það verði þvílík stemning.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 17. umferð Upphitunarþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira