Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Akranesi; ræðum starfsmann fyrirtækisins og formann Verkalýðsfélags Akraness sem segir atvinnulífið þar verða fyrir hverju áfallinu á fætur öðru.
Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu og frumvarp umhverfisráðherra um uppbyggingu vindorku hér á landi. Við heyrum í ráðherra sem vonast til að geta mælt fyrir þeim á haustþingi. Formaður Vinstri grænna vill að vindorkuver verði í þjóðareign.
Þá kynnum við okkur nýja rannsókn á stöðu láglaunakvenna, förum í miðbæinn og athugum hvernig rekstraraðilar eru búnir undir kröfur um kynhlutlaus salerni auk þess sem Magnús Hlynur kíkir í Kaupfélag Borgnesinga sem fagnar 120 ára afmæli.
Í Sportpakkanum hittum við fótboltamanninn Pablo Punyed sem varð fyrir slæmum meiðslum sem munu halda honum frá vellinum næsta hálfa árið, hið allra minnsta.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.