„Það sjá allir hve mikilvægir varamenn eru“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 21:37 Ten Hag ræðir við hetjuna Joshua Zirkzee áður en Hollendingurinn kemur inn á völlinn í kvöld. Vísir/Getty Varamenn Manchester United tryggðu liðinu sigur í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Fulham í kvöld. Knattspyrnustjórinn Erik Ten Hag var ánægður með byrjunina á deildinni. „Varamenn eru alltaf mikilvægir og það var gott í fyrsta leiknum að sjá varamann koma inná og skora sigurmarkið,“ sagði Ten Hag í samtali við Skysports eftir leik. Alejandro Garnacho og Joshua Zirkzee komu inn af bekknum á 61. mínútu og voru mennirnir á bakvið sigurmark United. Garnacho sendi þá inn í teiginn á Zirkzee sem kom boltanum í netið. „Það sjá allir hve mikilvægir varamenn eru og þeir þurfa að vera tilbúnir.“ „Þá skapast vandræði“ Ten Hag sagði leiki gegn Fulham alltaf erfiða, liðið væri sterkt varnarlega og pressaði vel. „Eftir tíu mínútur fundum við taktinn í leiknum og náðum að pressa þá. Við sköpuðum fullt af færum og við hefðum átt að skora fyrr og það er eina gagnrýnin á liðið, að sýna drápseðli í teignum.“ United náði að halda hreinu í dag og það var Ten Hag ánægður með. „Fyrir tveimur árum héldum við hreinu oftast allra liða í ensku úrvalsdeildinni. Þegar við náum festu hjá öftustu fjórum leikmönnunum þá munum við verjast vel. Ef það tekst ekki þá skapast vandræði.“ Noussair Mazraoui fór beint í byrjunarliðið eftir að hafa gengið til liðs við United frá Bayern Munchen í vikunni. Hann átti góðan leik í vinstri bakverðinum. Ten Hag var ánægður með nýjasta leikmann sinn Noussair Mazraoui.Vísir/Getty „Ég þekki Mazraoui svona. Hann er frábær varnarmaður og rólegur á boltanum. Hann er ekki í toppformi og þegar hann verður kominn í 100% þá getur hann gert miklu meira. Hann þarf að vinna í forminu.“ Hollendingurinn Joshua Zirkzee kom til United frá Bologna í sumar og gat varla byrjað betur, sigurmark í fyrsta úrvalsdeildarleiknum. „Það er mikilvægt fyrir framherja að skora og hann ætti að vera þar sem hann var. En hann er með fleiri eiginleika og hann þarf að finna jafnvægið, hann þarf að mæta í teiginn til að geta klárað færin. Við viljum líka fá hann til að tengja við miðjuna. Við erum með frábæra miðjumenn í kringum hann til að búa til þessar tengingar,“ sagði Ten Hag um Hollendinginn. „Svo ánægður að við lentum ekki í meiðslum“ Hann sagði byrjunina gefa mönnum gott veganesti fyrir framtíðina. „Þetta var fyrsti leikurinn en það er gott að styrkja trúna. Ég sá ýmislegt sem við getum bætt en það er eðlilegt.“ Þá bætti Ten Hag við að Harry Maguire væri ekki meiddur en hann var tekinn af velli í leiknum. „Ekki meiddur en ég varð að taka hann útaf því hann átti við vandamál að stríða. Sigurinn er mjög mikilvægur en ég er svo ánægður að við lentum ekki í neinum meiðslum.“ Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fleiri fréttir Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Sjá meira
„Varamenn eru alltaf mikilvægir og það var gott í fyrsta leiknum að sjá varamann koma inná og skora sigurmarkið,“ sagði Ten Hag í samtali við Skysports eftir leik. Alejandro Garnacho og Joshua Zirkzee komu inn af bekknum á 61. mínútu og voru mennirnir á bakvið sigurmark United. Garnacho sendi þá inn í teiginn á Zirkzee sem kom boltanum í netið. „Það sjá allir hve mikilvægir varamenn eru og þeir þurfa að vera tilbúnir.“ „Þá skapast vandræði“ Ten Hag sagði leiki gegn Fulham alltaf erfiða, liðið væri sterkt varnarlega og pressaði vel. „Eftir tíu mínútur fundum við taktinn í leiknum og náðum að pressa þá. Við sköpuðum fullt af færum og við hefðum átt að skora fyrr og það er eina gagnrýnin á liðið, að sýna drápseðli í teignum.“ United náði að halda hreinu í dag og það var Ten Hag ánægður með. „Fyrir tveimur árum héldum við hreinu oftast allra liða í ensku úrvalsdeildinni. Þegar við náum festu hjá öftustu fjórum leikmönnunum þá munum við verjast vel. Ef það tekst ekki þá skapast vandræði.“ Noussair Mazraoui fór beint í byrjunarliðið eftir að hafa gengið til liðs við United frá Bayern Munchen í vikunni. Hann átti góðan leik í vinstri bakverðinum. Ten Hag var ánægður með nýjasta leikmann sinn Noussair Mazraoui.Vísir/Getty „Ég þekki Mazraoui svona. Hann er frábær varnarmaður og rólegur á boltanum. Hann er ekki í toppformi og þegar hann verður kominn í 100% þá getur hann gert miklu meira. Hann þarf að vinna í forminu.“ Hollendingurinn Joshua Zirkzee kom til United frá Bologna í sumar og gat varla byrjað betur, sigurmark í fyrsta úrvalsdeildarleiknum. „Það er mikilvægt fyrir framherja að skora og hann ætti að vera þar sem hann var. En hann er með fleiri eiginleika og hann þarf að finna jafnvægið, hann þarf að mæta í teiginn til að geta klárað færin. Við viljum líka fá hann til að tengja við miðjuna. Við erum með frábæra miðjumenn í kringum hann til að búa til þessar tengingar,“ sagði Ten Hag um Hollendinginn. „Svo ánægður að við lentum ekki í meiðslum“ Hann sagði byrjunina gefa mönnum gott veganesti fyrir framtíðina. „Þetta var fyrsti leikurinn en það er gott að styrkja trúna. Ég sá ýmislegt sem við getum bætt en það er eðlilegt.“ Þá bætti Ten Hag við að Harry Maguire væri ekki meiddur en hann var tekinn af velli í leiknum. „Ekki meiddur en ég varð að taka hann útaf því hann átti við vandamál að stríða. Sigurinn er mjög mikilvægur en ég er svo ánægður að við lentum ekki í neinum meiðslum.“
Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fleiri fréttir Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Sjá meira